miðvikudagur, janúar 4

Godzilla í Mexíkó

Bolaño með föður sínum


Hlustaðu vel, sonur minn: sprengjunum rigndi
yfir Mexíkóborg
en enginn tók eftir því.
Vindurinn bar eitrið
um göturnar og inn um opna glugga.
Þú varst nýbúinn að borða og horfðir
á teiknimyndir í sjónvarpinu.
Ég var að lesa í næsta herbergi
þegar ég vissi að við myndum deyja.
Þrátt fyrir svima og velgju náði ég að skríða
inn í eldhús og fann þig á gólfinu.
Við föðmuðumst. Þú spurðir mig hvað væri að gerast
og ég sagði þér ekki að við værum á dagskrá dauðans,
heldur að við værum að hefja ferð,
eina enn, saman, og að þú þyrftir ekki að hræðast.
Þegar hann fór lokaði dauðinn ekki
einu sinni augum okkar.
Hvað erum við? spurðir þú mig viku eða ári síðar,
maurar, býflugur, rangar tölur
í stórum rotnandi tilviljanagraut?
Við erum manneskjur, sonur minn, nánast fuglar,
almenningshetjur og leyndar hetjur.


GODZILLA EN MÉXICO

Atiende esto, hijo mío: las bombas caían
sobre la ciudad de México
pero nadie se daba cuenta.
El aire llevó el veneno a través
de las calles y las ventanas abiertas.
Tú acababas de comer y veías en la tele
los dibujos animados.
Yo leía en la habitación de al lado
cuando supe que íbamos a morir.
Pese al mareo y las náuseas me arrastré
hasta el comedor y te encontré en el suelo.
Nos abrazamos. Me preguntaste qué pasaba
y yo no dije que estábamos en el programa de la muerte
sino que íbamos a iniciar un viaje,
uno más, juntos, y que no tuvieras miedo.
Al marcharse, la muerte ni siquiera
nos cerró los ojos.
¿Qué somos?, me preguntaste una semana o un año después,
¿hormigas, abejas, cifras equivocadas
en la gran sopa podrida del azar?
Somos seres humanos, hijo mío, casi pájaros,
Héroes públicos y secretos.

(Ricardo Bolaño)

föstudagur, desember 30

Í dag

Í dag beinir mér allt að andstæðu sinni:
ilmur rósarinnar grefur mig í rótum hennar,
að vakna þeytir mér inn í annan draum,
ég er til, svo dey ég.

Nú gerist allt í fastri röð:
sporðdrekarnir éta úr lófa mínum,
dúfurnar naga innyfli mín,
frostkaldir vindar kveikja í kinnum mínum.

Þannig er líf mitt í dag.
Ég nærist á hungri.
Ég hata þann sem ég elska.

Þegar ég sofna, litar nýrisin sól
innanverð augnlok mín gul.

Í geislum hennar, hönd í hönd,
rekjum við okkur til baka í gegnum dagana
þar til við náum loks að týnast í tóminu.


Hoy todo me conduce a su contrario:
el olor de la rosa me entierra en sus raíces,
el despertar me arroja a un sueño diferente,
existo, luego muero.

Todo sucede ahora en un orden estricto:
los alacranes comen en mis manos,
las palomas me muerden las entrañas,
los vientos más helados me encienden las mejillas

Hoy es así mi vida.
Me alimento del hambre.
Odio a quien amo.

Cuando me duermo, un sol recién nacido
me mancha de amarillo los párpados por dentro.

Bajo su luz, cogidos de la mano,
tú y you retrocedemos desandando los días
hasta que al fin logramos perdernos en la nada.

(Ángel González)

föstudagur, september 9

version of a version of a version of a version of a ...

Orginallinn:Primus:Nouvelle Vague:Robbie Williams (!?!?!?):Headlights:Pitchshifters:Bokononists:Adrian Edmondson & The Bad Shepherds:Al Kooper:Rave Ticket Sellers:Burning Heads:The Bad Dads of Eversholt, Bedfordshire:The Seabellies:The Original Sly:"Making Plans For Nigel" - drum cover:Chanan Hanspal:Razerbacks:Alex & Thomas:The Mummers:Einhver götulistamaður:GVUUO:Fossil Fools:Christian Alsing:

miðvikudagur, desember 1

Árið 1918

"Árin líða og tímarnir breytast, alt gengur sinn vanalega gang í ríki náttúrunnar

Kynslóðir fæðast og kynslóðir deyja og altaf kemur nýtt og nýtt í staðin fyrir hið gamla sem líður undir lok

Tíminn er dýrmætur; liðin tími kemur aldrei aftur; sá sem eyðir tímanum í iðjuleysi eða án þess að hafast nokkuð þarflegt að; hann eyðileggur tímann fyrir sjálfum sjer og rækir ekki skyldur sínar við náungann.

Löndin bera vitni um starfsemi þjóðanna, lifnaðarháttu þeirra og framfarir.

Flestar þjóðir eiga í fórum sínum minjar liðinna tíða, frá eldri kynslóðum sem hafa lifað og starfað í löndunum.

Minjar þessar lýsa störfum þjóðanna og menningu.

Fáar þjóðir munu eiga meira af slíkum minjum en Ítalir og Grikkir og lýsir það best hinni fornu menningu þeirra.

Svo langt voru þær komnar í sumum listum að menningarþjóðir nútímans hafa alls ekki komist til jafns við þær.

---Það má með sanni segja að það hafi verið eitt hið viðburða ríkasta ár í sögu mannkynsins og margir hafa þeir atburðir gerst á því er seint munu fyrnast.

Sjaldan eða aldrei hefur verið jafndimt yfir heiminum og í ársbyrjun 1918 þegar svo mátti að orði kveða að flestar þjóðir heimsins bærust á banaspjótum og hin örfáu ríki er hlutlaus voru máttu búast við því á hverri stundu að dragast inn í hringiðu ófriðarins.

Margar þjóðir, bæði hlutlausar og ófriðarþjóðir hafa átt fullt í fangi með að afla sjer daglegs viður væris vegna samgönguleysis og vöruskorts.

Mörgum hugsandi mönnum hryllti við hinu hræðilega ástandi í heiminum, þar sem hinar mentuðustu þjóðir heimsins eyddu kröftum og hugviti til þess að eyðileggja verk margra kynslóða.

Það er óhætt að fullyrða að aldrei hafi eyðileggingin farið jafn hörðum höndum um löndin og í þessum voðalega hildarleik þjóðanna.

Jörðin þar sem barist hefur verið flakir í sárum er seint munu gróa og fjöldi hinna fegurstu listaverka hafa verið eyðilögð.

Þúsundum skipa hefur verið sökt á sjáfar botn og bíða þau þar sem þögul vitni hinnar hræðilegu styrjaldar.

Nú fyrst við árslok 1918 er nokkurnvegin vissa fengin fyrir því að hin lang vinna heimsstyrjöld sem staðið hefur yfir samfleytt í fjögur ár og hálfan fjórða mánuð sje nú að mestuleiti á enda.

Og nú fyrst sjer maður rofa fyrir hinum bjarta friðardegi þegar þjóðirnar láta sjer skiljast að þær eiga að lifa saman í bróðerni og kærleika hver til annarar og stefna að því háleita takmarki að efla frið á jörðu.

---

Nú langar mig til að renna huganum yfir helstu atburði þá er okkur Íslendinga snertir; og er þá fyrst og fremst að minnast á tíðina.

Veturinn frá nýári var ákaflega harður og óvenjulega mikil frost svo að vart eru dæmi til annars eins.

Hafís rak að landi litlu eftir nýár og dvaldi inn í fjörðum fram undir sumarmót, en það sem bjargaði bændum frá heyþroti og skepnufelli var það að vorið kom óvenjulega snemma og var fremur blítt.

Sumar var fremur kalt en þurrviðra samt og var grassprettan víðast hvar slæm og heyfengur bænda lítill.

Haustið var fremur gott, en seint í Október birjaði Katla að gjósa og gerði mikið tjón, einkum sunnanlans.

Veturin fram að nýári 1919 var einmuna góður.

Seinnipart ársins geysaði hin svokallaða "spánska veiki" í Reykjavík og víðar útum land og drap marga menn og þar á meðal ýmsa merkismenn svo sem Guðm. Magnússon rithöfund og Jóh. Kristjánsson ættfræðing og ýmsa fleiri.

Þá vil jeg síðast en ekki síst geta þess atburðar sem gera mun árið 1918 ógleymanlegt í sögu Íslands því að á því ári hefur Ísland verið viðurkent frjálst og full valda ríki með sjer stökum siglingafána og er þar með náð að því takmarki sem þjóðin hefur kepst að í fleiri aldir."


Guðmundur Kristjánsson, 17 ára.
Íslenskur stíll skrifaður á Borðeyri veturinn 1918-1919.

(Þetta er ritgerð eftir afa minn sem fannst í lítilli stílabók ofan í skúffu. Afi fæddist 1901 ólst upp í mikilli fátækt í Dalasýslu og bjó lengst af hjá föðurbróður sínum á Skarði í Haukadal, því langafi þurfti að bregða búi vegna veikinda.)