fimmtudagur, desember 30

bloggið á tímum hörmunganna

Það er eitthvað tilgangslítið að halda úti yfirborðskenndu bloggeríi þegar þessar hörmungar eru í gangi. Hvet alla til að hringja í 907-2020 og styrkja málefnið. Og kaupa færri flugelda í staðinn.

Annars er Wikipedia með einn besta yfirlitsvefinn um jarðskjálftann og flóðin við Indlandshaf. Svo rakst ég á grein sem er óneitanlega svolítið merkileg pæling, og gengur út á það að e.t.v. hafi olíuleit með hljóðbylgjum undan ströndum Ástralíu áhrif á jarðskorpuna á þessum slóðum (það varð jarðskjálfti á aðfangadag nokkuð langt undan ströndum Tasmaníu, 8.1 á Richter sem er nú ekkert smá). Ég bara hef ekki þekkingu til að hafa mikla skoðun á þessu, get bara sagt "hmm, interesting". Er einhver jarðfræðingur hér?

...

Það hefur ekki komið mikið fram í fréttum (ef nokkuð), en flóðbylgjan á sunnudaginn skall líka á ströndum Afríku. Þannig voru hrifin burt fjöldi þorpa í Sómalíu og fólk lést líka í Kenía og Tansaníu (reyndar fórust fleiri í Tansaníu en Bangladesh). Hérna má sjá yfirlit yfir þetta. Og bandaríska stofnunin NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) gerði þetta líkan af flóðbylgjunni.

sunnudagur, desember 26

jólin allstaðar útumallt og alltumkring

Hamborgarhryggur. Brúnaðar kartöflur. Jólaöl. Grænar baunir. Rjómalöguð sósa. Meira jólaöl. Rjómaís með niðursoðnum ávöxtum. Jólaöl. Konfekt. Jólaöl. Kaffi. Og meira konfekt. Lambahryggur. Sósa. Jólaöl. Ís og ávextir. Meira jólaöl. Konfekt. Jólaöl. Kaffi og konfekt.

Já börnin góð, svona verður ístran til.

Ekkert jólaboð í kvöld þannig að ég kem mér fyrir í sófanum og les og nýt síðan óvenju ríkulegrar sjónvarpsdagskrár á rúv. Ég held bara að aldrei hafi verið boðið upp á jafn margar jafn góðar bíómyndir á einu kvöldi í okkar ágæta ríkissjónvarpi.

fimmtudagur, desember 23

bókmenntaverðlaun gvendarbrunns

Hermann Stefánsson segir að það sé aldrei nóg af bókmenntaverðlaunum, og ég tek hann auðvitað á orðinu og kynni hér bókmenntaverðlaun Gvendarbrunns. Enda er ég alveg jafn kalífíkeraður og allar þessar dómnefndir. Fyrir það fyrsta hef ég ekki lesið neina af jólabókunum (nei ég lýg, ég las Hermann Stefánsson, en meira um það seinna), en mér skilst einmitt að þessar dómnefndir lesi heldur ekki bækurnar sem þær dæma um. Það segja að minnsta kosti allir. Í annan stað er ég með háskólapróf og allt, sem er meira en hægt er að segja um suma sem veljast í dómnefndir. Hvað um það, eftir mikla yfirlegu, áhorf á sjónvarpsauglýsingar, lestur á misgáfulegum hriflum, gagnrýnum og bloggumræðum er niðurstaðan þessi:

Í flokki fagurbókmennta
Mest spennandi bók sem ég á eftir að lesa:

Sólskinsfólkið e. Steinar Braga
Samkvæmisleikir e. Braga Ólafsson

Semsagt, jafntefli. Mig langar mest og jafnmikið til að lesa þessar bækur. Aðrar sem koma vel til greina (og verða eflaust lesnar): Hugsjónadruslan e. EÖN; Hér eftir Kristínu Ómars; Fólkið í kjallaranum e. Auði Jónsdóttur; Lömuðu kennslukonurnar e. Guðberg

Besta bók sem ég hef lesið:

Níu þjófalyklar e. Hermann Stefánsson

Já, þetta er reyndar eina jólabókin sem ég hef lesið þannig að þetta varð niðurstaðan eftir rússneska kosningu.


Í flokki fræðirita
Mest spennandi bók sem ég á eftir að lesa:

Land úr landi e. Helga Guðmundsson

Sorrí, þessi er sú mest spennandi í mínum huga. Og ég er alveg drulluhlutdrægur. Aðrar sem næst komu voru t.d.: Arabíukonur e. Jóhönnu Kristjónsdóttur; Héðinn e. Matthías Viðar (hér er ég líka drulluhlutdrægur) .

Halldór og innbundnu kiljuna læt ég bíða í nokkur ár, enda búinn að fá mig fullsaddan á öllu því helv.... kjaftæði

Og síðast en ekki síst:

Hriflur ársins:

"Geturðu leyft þér þetta Bragi?" e. Þórdísi Gísladóttur
"Súpersex og flört" e. Hauk Má Helgason

Þau ættu bæði að ullast til að skrifa eitthvað matarmeira fyrir okkur hin. Plís, ég er að biðja fallega. Svo legg ég til að Kistufólk finni eitthvað annað orð en "hrifla", mínum finnst það alltof tilgerðarlegt. En ég er nú líka úr sveit...

Verðlaun, já, verðlaunahöfundarnir fá að smakka á (tiltölulega) nýbökuðum smákökum hafi þeir lyst.

þriðjudagur, desember 21

hús hinna fljúgandi daggarðaCrouching Tiger fannst mér æði. Hero var ennþá betri. Það ætti því engan að undra að ég er alveg hreint svakalega spenntur að fá að sjá nýju myndina hans Zhang Yimou. Vona bara að íslenskir viðskiptafræðingar sem stjórna þessum bíóhúsum hérna ullist til að frumsýna hana sem fyrst.

sunnudagur, desember 19

he walked on the water and swam on the land

Já já, fjórði í aðventu og jólin bara að bresta á. Bráðum. Og jólalag, jólalag í boði hér á Gvendarbrunni. Nema hvað þetta er nú eiginlega ekki jólalag. En svo maður vitni í Zúra, ef þetta lag fær mann ekki til að fara í kirkju um jólin er ekkert sem dugar. Þetta er amrísk hljómsveit sem heitir King Missile og náði nokkrum frama upp úr 1990 og er enn starfandi. Hlustið og sannfærist. Já, ætli ég tileinki þetta ekki bara sveinunum kátu á vantrú.net fyrir ötula og ósérhlífna baráttu fyrir betri heimi.
King Missile - Jesus Was Way Cool

fimmtudagur, desember 16

pakk

"Ég skil ekki á hvaða villigötum umræður um innflytjendamál eru, ef það er talið ámælisvert, að hér séu ekki fleiri hælisleitendur. Þeir, sem þannig tala, vita ekki um hvað málið snýst og hvílík vandamál steðja að mörgum þjóðum vegna þess, hve erfiðlega gengur að stemma stigu við hælisleitendum."
(Af www.bjorn.is, ekki fyrir viðkvæmar sálir)

"Séu þeir ríkir og hvítir kallast það túrismi.
En séu þeir fátækir úr suðri, bíður þeirra ofríki og rasismi"
(mótmælaspjald í Madrid, lauslega snarað)
Þvílíkt ömurlegt helvítis stjórnkerfi er þetta sem við búum við. Annars er best fyrir ykkur að lesa Múrinn, þeir segja þetta miklu betur en ég gæti nokkurn tímann.

guð mín góð, if they only knew...

My angst tastes like...
black licorice
Black Licorice
Find your angst's flavor
Unique and difficult to place, your angst finds its source in something you keep hidden. You have something serious and possibly traumatic, but you try to hide it from everyone and just tell them to ignore you when you seem troubled, that everything's really OK. You might think that you have good reasons for not telling people, and some of them may in fact be true, but most likely a lifetime of keeping your secrets has led to a resolution fortified by rationalization that nobody else can shake simply because you never give them a chance. Ask yourself if it would really be that horrible to open up to others; nobody says you have to do it all at once, even. But you should at least try getting out of your shell a little. It's not healthy to internalize everything and conceal it. Anyway, if people really care for you, and they probably do, then they'll be loving and supportive regardless of any reason to the contrary.

kinsey

"There are only three kinds of sexual abnormalities: abstinence, celibacy and delayed marriage."
(Kinsey)
Kinsey hét maður. Hann var siðsamur og sómakær, en mikill vísindamaður. Hann fékk áhuga á kynlífi og rannsakaði það af þvílíkri elju að hann gjörsamlega kortlagði kynlífsiðju bandaríkjamanna, og það um miðja síðustu öld. Gefin var út þykk og mikil skýrsla með niðurstöðunum, sem seldist svo vel að það þurfti víst að endurprenta hana mörgum sinnum. Helsta niðurstaða hennar má segja að hafi verið að ameríkanar af öllum stærðum, gerðum stéttum og kynþáttum gerðu bókstaflega allan fjandann í rúminu.

En nú er semsagt búið að gera bíómynd um þennan ágæta mann. Ég hef ekki hugmynd hvort hún er góð eða vond, skilst samt að hún sé ansi siðsöm miðað við umfjöllunarefnið. Leikstjórinn gerði áður snilldarmyndina Gods and Monsters, þar sem Brendan Frazier sýndi að hann getur leikið. Það sem er kannski athyglisvert við svona mynd er viðbröðgin sem hún vekur. Kíkjum á tvö dæmi.

Trotskíistarnir segja
:
"Condon's film is an intelligent and humane look at the scientist-dubbed the 'American Freud'-who at the time of his death was the world's most renowned sex researcher."
"In creating Kinsey, the filmmakers have brought attention to a largely forgotten figure, who courageously enhanced the body of knowledge about a vital aspect of the human condition."
"...in contrast with the thoroughly formulaic character of most contemporary biographical films, Condon creates a more or less convincing drama within which his central concerns emerge with some degree of spontaneity. There is simplification, some of it almost inevitable, and 'poetic license,' but on the whole the filmmakers have done a commendable job of condensing a complex life and career."


Og endurbornu kristláfsþrælarnir segja:

""Kinsey" is an effort to rehabilitate a 'father' of the hellish sexual revolution who has been discredited because of his debauched lifestyle and the misinformation he spread about sex."
"No mention is made in the film of the grievous harms that flowed from the sexual revolution Kinsey helped bring about-harms such as:
  • Unwed teen pregnancies, abortions and single parent families
  • An epidemic of sexually transmitted diseases, including AIDS
  • Proliferation and 'mainstreaming' of softcore and hardcore
  • Marriages prevented, marriages damaged and marriages broken
  • Sexual abuse of children, sexual harassment, sexual assault, and rape"
"Excerpts from Kinsey's work made me sick to my stomach. The details and depths of perversion that he masquerades as science has paved the way and justified the molesting of many of my generation. Kinsey's legacy is not one of sexual enlightenment, as this movie would lead you to believe, rather Alfred Kinsey is responsible in part for my generation being forced to deal face-to-face with the devastating consequences of deadly sexually transmitted diseases, pornography, and abortion."
Jájá, það er nú eiginlega meira gaman að kvóta kristláfsþrælana.


sunnudagur, desember 12

þriðji í aðventu

Sumsé, þriðji sunnudagur í aðventu, og ætli ég haldi ekki upp uppteknum hætti og setji inn jólalag. Þetta er gömul klassík og ný, þ.e. gamalt, klassískt jólalag í nýjum búningi. Eric Cartman heitir ungur maður, sem oft hefur vakið athygli fyrir fallegan söng. Hér ætlar hann að flytja okkur gamla jólalagið "O Holy Night". Hann á reyndar eitthvað erfitt með að muna textann, þannig að vinir hans hjálpa honum aðeins.
Eric Cartman - O Holy Night

föstudagur, desember 10

Tinni eilífðartáningurÍ merkilegri kanadískri rannsókn, Acquired growth hormone deficiency and hypogonadotropic hypogonadism in a subject with repeated head trauma, or Tintin goes to the neurologist, komast vísindamennirnir á myndinni að því að aldursleysi Tinna megi rekja til hinna mörgu höfuðáverka sem hann hlaut á ferli sínum sem blaðamaður. Eins og vísindamennirnir komast að orði: "We believe we have discovered why Tintin, the young reporter whose stories were published between 1929 and 1975, never grew taller and never needed to shave."

Rannsóknin fór þannig fram: "The first author (A.C., 5 years old) looked through all of the books along with the second author (L.O.C., 7 years old), who knows how to read and count higher than 10. A.C. was responsible for identifying pictures in which Tintin "tombait dans les pommes" (literally, "fell into the apples," i.e., "lost consciousness"). This procedure had to be re-evaluated after 2 books because of the obvious lack of "apples" in Tintin's adventures."

Niðurstaðan er sláandi. Tinni missir meðvitund alls 50 sinnum í 16 bókum og færi í hausinn múrsteina, flöskur og hin ýmsu barefli. Hann er meðvitundarlaus að meðaltali í 7.5 myndaramma og að meðaltali 7.5 hlutir snúast yfir höfði hans þegar hann rotast.

Og niðurstaðan: "We hypothesize that Tintin has growth hormone deficiency and hypogonadotropic hypogonadism from repeated trauma. This could explain his delayed statural growth, delayed onset of puberty and lack of libido."

Og Bangsímon á við sín vandamál að stríða, sem einnig virðast orsakast af höfuðáverkum, eins og segir hér: "Early on we see Pooh being dragged downstairs bump, bump, bump, on the back of his head. Could his later cognitive struggles be the result of a type of Shaken Bear Syndrome?" Og Grísli og Tumi tígur eru ekki betur settir.

Já það er ekki allt fallegt í barnabókunum. Skógurinn hans Bangsímons sem virðist svo friðsæll leynir á sér: "Sadly, the forest is not, in fact, a place of enchantment, but rather one of disenchantment, where neurodevelopmental and psychosocial problems go unrecognized and untreated."

Hafiði annars tekið eftir karlrembunni sem grasserar í Múmínálfunum?

miðvikudagur, desember 8

jólagjöfin í ár...

Jibbí! Ég sé að Helgi Gúmm er kominn með nýja bók. Það er gaman. Sérstaklega er ég spenntur að lesa kaflann um baskana á Þingeyri 1664. Við eigum nefnilega þetta áhugamál sameiginlegt, baskana alltso. Þeir sem ekki skilja um hvað ég er að tala geta nú bara átt sig. Nei ég segi svona, þið eruð nú alveg ágæt.

þriðjudagur, desember 7

Súdan

Eins og þið takið líklega eftir er einhver mökkur af linkum í mp3-blogg hér hægra megin. Mest af þessu er eitthvað indídrasl sem enginn fílar nema bjánar eins og ég. Svo leynast þarna ýmsir forvitnilegir hlutir, einsog bloggið sem mig langar að minnast á í dag og er að verða eitt af mínum uppáhalds bloggum. Það er Vestur-Afríska bloggið Benn loxo du tàccu. Ég veit lítið um gestgjafann, nema hvað hann er með dellu á háu stigi fyrir afrískri tónlist, og þá popptónlist, sérstaklega 70's fönki frá Nígeríu. Þar að auki fræðir hann lesendur um lönd og lýði í Afríku þannig að þarna fara saman fróðleikur og skemmtun. Eins og t.d. nýjasta færslan þar sem saman fer ýmis fróðleikur um Súdan og tónlist Abdel Gadir Salim All-Stars. Mæli með þessu.

mánudagur, desember 6

lifi svartsýnin!

From a scientific point of view, optimism and pessimism are alike objectionable: optimism assumes, or attempts to prove, that the universe exists to please us, and pessimism that it exists to displease us. Scientifically, there is no evidence that it is concerned with us either one way or the other. The belief in either pessimism or optimism is a matter of temperament, not of reason, but the optimistic temperament has been much commoner among Western philosophers. A representative of the opposite party is therefore likely to be useful in bringing forward considerations which would otherwise be overlooked.
(Bertrand Russell, A History of Western Philosophy)

tilnefningar...

Þegar ég heyrði upptalninguna á tilnefningum til "fagurbókmennta" hugsaði ég að þetta væri nú frekar íhaldssamt og melló. Jú reyndar Arnaldur og svo þarna barnabók, en hitt bara svona eins og venjulega. Svo fóru allir að tala um að þetta væru svo "djarfar" tilnefningar. Ha? Ef Steinar Bragi hefði verið þarna hefði það strax orðið aðeins djarfara. Eða Eiríkur Guðmundsson. Vel á minnst, af hverju er bara talað um jólabækurnar? Af hverju ekki bókina hans Eiríks? Kannski vissi nefndin ekki hvort þau ættu að setja hana í "fagur"bókmenntaflokkinn eða sem rit almenns eðlis. Kannski er þetta bara klíka, hehe...

Kannski er það bara þetta lýsingarorð, "djarfur". Passar einhvern veginn ekki inn í þessa melló, rauðvínslegnu bókmenntaumræðu. Þegar ég ólst upp var þetta mest notað þegar bíóeigendur vildu auglýsa klámmyndirnar sínar án þess að láta neitt uppi um að þetta væru klámmyndir (sem þó allir vissu). Emanuelle var t.d. "djörf mynd". Devil in Miss Jones var "djörf mynd". Og Arnaldur er "djarfur kostur". Já, þetta er skemmtilegt.

sunnudagur, desember 5

nú er lítið um blogg og sunnanvind...

Jú, reyndar er einhver sunnanátt í gangi. Allavega er blautt úti og grátt. Við feðgar eyddum morgni í piparkökubakstur. Svo ætlum við að rölta niður í bæ og sjá þegar ljós verða kveikt á oslóartrénu á Austurvelli, sjá jólasveina og svona. Jólafílingurinn rjátlast svona inn smátt og smátt.

Í tilefni af því og af því að það er nú aðventudagur nr. 2 þá er hér krækt í jólalag. Þetta birtist á Music for Robots blogginu. Þetta er hún Darlene Love að syngja um jólin. Rugludallurinn og séníið Phil Spector stjórnar tökkum, og gott ef lagið er ekki eftir hann. Drullustuð og sveifla og gott dæmi um stíl Spectors sem kallast "wall of sound", þar sem hann dældi í heilu sinfóníuhljómsveitunum og bjöllukórum og ég veit ekki hverju, ásamt góðri slummu af rívörbi þar til allt var við það að fara í graut. Silfurfægingar og afþurrkanir verða hrein skemmtun þegar þetta kemst á fóninn.
Darlene Love - Christmas (Baby Please Come Home)

sunnudagur, nóvember 28

aðventa

Oh, and dreams have a knack of just not coming true
(Morrisey)
Já, í stað þess að lýsa því hvernig mér líður set ég inn spaklegar tilvitnanir sem segja miklu meira og stundum miklu minna og stundum alls ekki neitt. En allavega, nú er fyrsti í aðventu og þá er bara best að setja inn jólalög, þótt það sé ennþá bara nóvember. Þetta er sú dásamlega hljómsveit Low og lögin koma af þeirra dásamlegu jólaplötu sem heitir einfaldlega Christmas (kaupa hérna). Annað er frumsamið, hitt er gamalt Presleylag.
Low - Just Like Christmas
Low - Blue Christmasfimmtudagur, nóvember 25

æjá...

Kaffi er miklu nauðsynlegra en nokkur hugsjón.
(Jóhamar)
Biðröðin að kassanum gengur hægt. Allir í röðinni eru með troðfullar körfur nema ungi maðurinn sem er aftastur, hann er með eina af þessum litlu gulu handkörfum sem stendur á Bónus og búinn að setja ofan í mjólk, þvottefni, sjampó og spagettísósu. Strákurinn á kassanum ekki eldri en 12 ára og hefur greinilega aldrei gert þetta áður. Til að drepa tímann fer ungi maðurinn að leita að einhverju til að lesa á. Tímaritin öll í plasti, bölvað hallæri. DV í rekka við hinn kassann og ekki innan seilingar. Þegar hann nálgast kassann sér hann sælgætisumbúðirnar sem hanga þar í röðum. Þær eru flestar á skandinavísku. Les þær samt gaumgæfilega, fátt annað að gera í stöðunni. Röðin kemur loks að konunni á undan honum, hún þrælar mánaðarbirgðum upp á færibandið og strákurinn á kassanum hamast við, rauður í kinnum. Ungi maðurinn lítur eftir einhverjum umbúðum til að lesa. Smokkapakki blasir við. Það vekur athygli hans að umbúðirnar eru á íslensku. Svo fer hann að lesa: "Gagnlegt við getnaði, HIV og öðrum kynsjúkdómum". Hann flissar hljóðlega. Konan, sem er búin að koma öllu upp úr körfunni, lítur á hann og svo á smokkapakkann. Ungi maðurinn ákveður að það sé ekki góð hugmynd að útskýra brandarann og fer að lesa utan á tyggjópakkana, eins kæruleysislega og hann getur.

merdre...

Í tilefni af síðasta kvikmyndapistli kemur hér lag. Titil lagsins ætla ég að taka til mín til að minna mig á að fyrst ég er farinn að hafa skoðanir þurfa nú kannski verknaðir að fylgja í kjölfarið. Þið eruð vitni. Þetta er lag með þeirri ágætu sveit Brian Jonestown Massacre, plötum hennar hef ég verið að dunda mér við að dánlóda hér, á bráðlöglegan máta. Mæli með því:

Brian Jonestown Massacre - "Talk-Action=Shit"

mánudagur, nóvember 22

kvikmyndir í kviksyndi

Ég var að uppgötva greinar á vefsíðu LogS, tímariti Félags kvikmyndagerðarmanna, það var svolítið langt um liðið síðan ég kíkti síðast og svona. En allavega, ég ætla að reyna að hugsa upphátt um eitthvað af því sem ég fann þarna. Sérstaklega grein Hávars Sigurjónssonar, sem birtist víst fyrst í Mogganum 6. nóvember, en ég missti af þar, Mogginn kemur aldrei hér innum lúgu. Svo var líka mjög góð grein eftir hann Hauk Má, sem ég held að stundi líka hvalveiðar. Ég tala kannski um hana seinna, ef ég gefst ekki upp eftir þetta bull hérna.

Allavega, Hávar skrifar góða grein þar sem hann leggur út af spurningunni af hverju íslenskar bíómyndir fái svona lélega aðsókn. Reyndar talar hann mest um af hverju og að hvaða leyti íslensk kvikmyndahandrit séu svona slöpp. Sem hann skrifar aðallega á leti og áhugaleysi, ekki vankunnáttu. Mmmm, kannski. Allavega, hann tínir til þrjár punkta:
  • Söguþráður í íslenskum kvikmyndum er oftast veikur og lítið á honum að græða, reynt að gera of mikið úr of litlu
  • Það vantar alla dramatíska vigt í íslensk kvikmyndahandrit, samtöl eru illa skrifuð og hugsuð, lögð of mikil áhersla á myndræna þáttinn og allt sem heitir persónusköpun fer út í veður og vind
  • Svo eiga íslenskar myndir lítið erindi við samtíma sinn, að mati Hávars, íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafi ekkert að segja (á mannamáli má segja að þetta sé mest bara prívatrúnk til þess að komast á Edduverðlaunaafhendinguna (ekki orðalag Hávars!)).
Já, það má alveg vera sammála mörgu hérna. Þetta með leti og áhugaleysi er kannski rétt, ég veit það ekki, allavega finnst manni hlutirnir ganga alltof oft út á það að vera kúl og komast í blöðin. En það á ekki bara við um kvikmyndagerð, þetta er einkenni á íslensku samfélagi eins og það leggur sig. Er Ísland kannski póstmódernískasta land í heimi?

En hvað á Hávar eiginlega við með þessu spjalli um veikan söguþráð og skort á dramatík? Vill hann fá leikrit á filmu? Fólk að rífast í eldhúsum? Nei, það held ég ekki, en þetta orð, dramatík, er kannski of aðeins of merkingarhlaðið til að henta vel í svona umræðu (nema maður hafi sama bakgrunn og Hávar og viti um hvað hann er að tala).

Sko, (og nú er ég að hugsa upphátt) í góðri kvikmynd kemur bæði fyrir frásögn (narrative) og dramatík. Eins í leikhúsi, nema þar er dramatíkin í hávegum höfð og frásögnin styður aðeins við ef á þarf að halda (já ég veit, mikil einföldun) og í skáldsögum er frásögnin aðalmálið, þó dramatísk element birtast líka oft í formi samtala, en eru sjaldnast aðalmálið (já, líka einföldun, en...). Í kvikmyndum ætti þetta að vera þokkalega balanserað, ljósasta dæmið um frásögn er þegar sögumaður leiðir áhorfandann í gegnum söguna, en oftast er frásögnin myndræn, við sjáum umhverfi og athafnir persónanna sem leiða áhorfandann frá einni senu til annarrar auk þess sem upplýsingar koma fram í samtölum persónanna og þetta skapar frásagnarlegan þráð myndarinnar. Dramatíkin felst auðvitað í samskiptum persónanna og þá helst í samtölum, en getur líka verið myndræn. Dramatíska uppbyggingu má útskýra á eftirfarandi hátt (með skelfilega mikilli einföldun): Í hverri sögu er aðalpersóna (protagonist) sem vill ná einhverju marki, t.d. James Bond, sem vill bjarga heiminum frá glötun, (og komast yfir allt kvenfólk sem á vegi hans verður, en það er annað mál) og svo andstæðingur (antagonist) sem leggur stein í götu hans og geta verið fleiri en einn, hjá Bond er það vondi kallinn sem er að byggja leiserbyssu sem splundrar tunglinu og allt vonda fólkið sem vinnur fyrir hann og er alltaf eitthvað að stríða Bond og koma í veg fyrir að hann nái í skottið á vonda kallinum.

Gott og vel, dramatíkin í samtölum kemur einnig fram í þessum andstæðuleik, þ.e. einhver segir eitthvað og annar setur sig upp á móti honum. Þá þarf fólk ekki endilega að vera að rífast, en með svona dramatískri uppbyggingu myndast dramatísk spenna og í vel skrifuðum samtölum er spenna á milli allra setninga. Spennan getur verið góðlátlegt, fjandsamleg, pirrandi, vottever, allt eftir þörfum sögunnar. Þannig að frásögnin og dramatíkin mynda saman vel heppnað handrit. Svo maður noti nú kléna og hallærislega myndlíkingu, þá er frásögnin eins og raflögn og dramatíkin straumurinn. Það er gott og blessað að hafa góða raflögn, en ef enginn er straumurinn kviknar ekkert ljós.

T.d. senan í byrjun Fargo, þar sem Jerry Lundegaard kemur og hittir tilvonandi mannræningja. Það hefði verið hægt að skrifa hana þannig að Lundegard kæmi inn, kynnti sig, mannræningjarnir kynntu sig, hann segði hvað hann vildi, þeir segðu já, og svo væri allt klappað og klárt. Öllum upplýsingum komið til skila, en ekkert sérlega áhugavert samtal, ládautt. En svona gerðu Coen bræður það:
JERRY: I'm, uh, Jerry Lundegaard -
CARL: You're Jerry Lundegaard?
JERRY: Yah, Shep Proudfoot said -
CARL: Shep said you'd be here at 7:30. What gives, man?
JERRY: Shep said 8:30.
CARL: We been sitting here an hour. I've peed three times already.
JERRY: I'm sure sorry. I - Shep told me 8:30. It was a mix-up, I guess.
CARL: Ya got the car?
JERRY: Yah, you bet. It's in the lot there. Brand-new burnt umber Ciera.
CARL: Yeah, okay. Well, siddown then. I'm Carl Showalter and this is my associate Gaear Grimsrud.
JERRY: Yah, how ya doin'. So, uh, we all set on this thing, then?
CARL: Sure, Jerry, we're all set. Why wouldn't we be?
JERRY: Yah, no, I'm sure you are. Shep vouched for you and all. I got every confidence in you fellas.
They stare at him. An awkward pause.
JERRY: ... So I guess that's it, then. Here's the keys -
CARL: No, that's not it, Jerry.
JERRY: Huh?
CARL: The new vehicle, plus forty thousand dollars.
JERRY: Yah, but the deal was, the car first, see, then the forty thousand, like as if it was the ransom. I thought Shep told you -
CARL: Shep didn't tell us much, Jerry.
Strax eftir fyrstu setningu er komin spenna í dæmið, sem um leið skilgreinir persónurnar og samskipti þeirra. Og heldur áhuga áhorfandans.

Annað dæmi er fjölskyldudinnerinn í byrjun Donnie Darko:
Elizabeth Darko: I'm voting for Dukakis
Eddie Darko: Hmm, well. Maybe when you have children of your own and they need braces, and you can't afford them because half of your husbands pay check goes to the federal government, you will regret that decision...
Elizabeth Darko: My husbands pay cheque?
Rose Darko: (Chuckles).
Elizabeth Darko: Anyway, I'm not going to squeeze one out till I'm, like, 30.
Donnie Darko: Will you still be working at the Yarn Barn? Because I hear that's a really great place to raise children.
Elizabeth Darko: That's really funny
Rose Darko: No, I think a year of partying is enough. She'll be going to Harvard next fall.
Elizabeth Darko: Mom, I haven't even gotten in yet.
Rose Darko: Do you honestly think Michael Dukakis will provide for this country till you're ready to squeeze one out?
Elizabeth Darko: Yeah, I do.
Samantha Darko: When can I squeeze one out?
Donnie Darko: Not until 8th grade.
Rose Darko: Excuse me?
Elizabeth Darko: Donnie, you're such a dick.
Donnie Darko: Whoa, Elizabeth! A little hostile there. Maybe you should be the one in therapy. Then Mom and Dad can pay someone $200 an hour to listen to your thoughts so we don't have to.
Elizabeth Darko: OK, you want to tell Mom and Dad why you stopped taking your medication?
Donnie Darko: You're such a fuck-ass!
Elizabeth Darko: What?!
Rose Darko: Please.
Elizabeth Darko: Did you just call me a 'fuck-ass'?
Rose Darko: Elizabeth, that's enough.
Elizabeth Darko: You can go suck a fuck.
Donnie Darko: Oh please tell me, Elizabeth, how exactly does one suck a fuck?
Elizabeth Darko: You want me to tell you?
Donnie Darko: Please, tell me.
Rose Darko: We will not have this at the dinner table. Stop.
Elizabeth Darko: Fuck.
Samantha Darko: What's a fuck-ass?
Sumsé, dramatík frá fyrstu setningu, en um leið komið til skila hvenær myndin gerist, að Donnie sé á geðlyfjum sem hann er hættur að taka, að Elizabeth sé að útskrifast og búin að ná kosningaaldri. Dramatíkin gerir líka dýnamíkina í samskiptum fjölskyldumeðlima greinilega. Og áhugi manns dvínar aldrei. Jamm, mjög gott. Man einhver eftir íslenskum samtölum sem virka svona vel? Man ekki eftir neinu í svipinn, kannski Sódómu Reykjavík.

Það leiðir einmitt að einu vandamáli við íslenska handritsgerð, sem er sú að oft og tíðum eru íslenskir skáldsagnahöfundar fengnir til að skrifa handritin. Málið er með skáldsagnahöfunda að þeir kunna vel að segja sögu, þ.e. segja frá. Þeir kunna ekkert endilega að meðhöndla dramatíkina, því hún er svolítið fjarri þeirra hugsunarhætti. Gott dæmi um þetta er Gabriel Garcia Marques. Einn besti skáldsagnahöfundur sem fæðst hefur í þessum heimi. Kann svo sannarlega að segja sögu. Það vita það hins vegar færri að hann hefur skrifað eitthvað af kvikmyndahandritum sem hafa verið gerðar myndir eftir, en engin þeirra hefur náð nokkurri frægð að ráði. Hvers vegna skyldi Marques ganga svona illa með kvikmyndahandritin sín, því nú kann maðurinn svo sannarlega að skrifa? Af því að hann skrifar handritin eins og hann sé að segja sögu (eða svo er mér sagt af fróðum manni), það vantar alla dramatík. Þess vegna vekja myndirnar ekki áhuga áhorfenda. Ég held svosem að leikskáld væru ekkert endilega betri, þá væri bara farið út í hinar öfgarnar, þ.e. samtöl út í eitt (eins og sumar fyrstu myndir David Mamets bera svolítið merki). Þeir sem kunna á miðilinn og hafa eitthvað að segja og kunna að koma því frá sér skrifa góð handrit. Punktur og basta barasta.

Annars virðist hugmynd íslenskra handritshöfunda að samtölum vera orðin einhvern veginn sú að því hversdagslegri sem þau séu því betri verði þau:
Kona1: Sko, svo ef, þú veist, hérna, ef maður, hérna, tekur upp á því að, þú veist deyja. Nei, ég meina, sko, maður, hérna, veit aldrei,...
Kona2: Nei, einmitt, sko, rosa sniðugt, ha..
Kona1: Já, einmitt, sko, þá, hérna, heldur fjölskyldan mín, þú veist, þau fá alveg, sko, svona 70% af laununum mínum, hérna, alveg í 7 ár.
Kona2: já, vá, hérna, rosa sniðugt
Kona3: (á innsoginu) hjáh...
Íslenskur díalógur í hnotskurn? Þekkið þið einhverja sem tala svona? Enda er þetta bara búllsjitt, góður leikari getur tekið nokkurn veginn hvaða díalóg sem er og flutt hann af sannfæringu. Það er hægt að gera tilraun með þetta. Taka af handahófi einhverja spólu úr safni BBC á uppfærslum leikrita Shakespeares, kíkja á atriði af handahófi og það bregst ekki að þar er breskur leikari að fara með íambískan pentametra á þann hátt að maður trúir því að hann sé að hugsa þennan andskota upp á staðnum.

Hávar segir líka:
Vel skrifuð samtöl segja yfirleitt mun meira en orðin sjálf, undirtexti heitir það og er allt að því óþekkt í íslenskum kvikmyndum.
Þetta er náttúrlega rétt, en kannski ekki öll sagan sögð. Það er hægt að skrifa mjög plein samtal sem virðist ósköp hreint og klárt og túlkunin eftir orðanna hljóðan:
LIANE: Please don't wash your hands in the sink.
WIGAND: Where should I wash them?
LIANE: Use the bathroom.
WIGAND: What's the difference...
LIANE: That's for food.
But he ignores her, washing his hands... And she turns the water off. He turns it back on. He thinks, then turns it off. Then she turns it on.
LIANE: (cont'd) Leave it on! Just leave it on, okay?!
(Úr The Insider). Þetta virðast bara vera hjón að kýta, eins og þau hafa gert hundrað sinnum. En eins og það er leikið og framsett í myndinni, og í samhengi með því sem kemur á undan og á eftir er ljóst að við erum að horfa á hjónaband að sigla í strand, þau eru að brotna undan farginu. Undirtextinn er semsagt ekki bara hvernig samtölin eru skrifuð, heldur líka hvernig þau eru túlkuð af leikurum og leikstjóra. Ef tvær manneskjur tala um veðrið og strjúka yfir hendi hvers annars um leið og enda samtalið á ástríðufullum kossi, er ljóst að samtalið segir eitt en túlkun leikaranna segir eitthvað allt annað. Þarna held ég að sé eitt af stóru vandamálunum. Ekki endilega í handritinu, heldur að íslenskir leikstjórar vita ekkert hvað þeir eiga að gera með þessa leikara og vilja ekki/nenna ekki/þora ekki að taka afstöðu til textans. Þegar Keith Carradine lék í Fálkum kom hann til Friðriks Þórs og vildi tala um persónusköpun. Friðrik umlaði: "persónusköpun? Hehe..." og sneri sér svo við og fór að gera eitthvað annað, og það var ekki rætt meir. Þetta er ekkert annað en hræðsla við að eiga við leikara, hvað sem Friðrik vill kalla það. Hann er reyndar það klár að velja sér leikara sem fitta í týpuna, eins og Gísla Halldórsson, en allir fínni núansar hverfa. Þessi "beini" leikstíll sem kemur út úr þessu er það sem fer mest í taugarnar á mér, þar sem allar setningar eru leiknar nokkurn veginn hástöfum (takk varríus), og ekki er pláss fyrir neina túlkun, engin tvíræðni, enginn undirtexti. Og það er leikstjórunum að kenna. Það er alltof oft kvartað yfir ofleik íslenskra leikara í kvikmyndum, en það er ekki þeim að kenna, þegar leikarar fá ekki leiðsögn heldur eru skildir eftir í lausu lofti er kannski kraftaverk að það sé eftir allt saman hægt að finna góðan leik í íslenskum myndum. Þetta hefur reyndar farið skánandi og komnir leikstjórar sem nenna að vinna með leikurunum. Íslenskir leikarar eru líka að verða vanari miðlinum, hafa kannski horft á sjálfa sig á tjaldinu og eru því í betri aðstöðu til að leikstýra sjálfum sér en áður. Sem er samt ekkert jákvætt, bara minna pirrandi.

Reyndar er pirringur Hávars á hinum myndræna þætti í kvikmyndum kannski fullmikill. Það eru til fullt af dæmum þar sem myndræn framsetning virkar vel. T.d. er varla sagt orð í Paris Texas, en er samt ein af betri myndum sem gerð hefur verið. Þar er myndræn framsetning aðalmálið, sagan er sögð í löngum tökum, þar sem hádramatískar samræður hefðu verið alveg út úr kú. En þar er samt drama, því dramatík þarf ekki endilega að vera í samtölum, heldur líka í því hvernig persónur horfa og horfa ekki á hverja aðra, hvernig og hvenær þær þegja, o.s.frv. Svo er myndræn framsetning stundum best til þess fallin að koma sögunni á framfæri. Tökum t.d. atriðið úr Close Encounters of the Third Kind. Richard Dreyfuss er að keyra um nótt á trukknum sínum. Hann er villtur og stöðvar bílinn til að skoða kort. Í gegnum afturrúðuna sjáum við bílljós nálgast. Allt í einu lyftast ljósin frá jörðu og svífa hratt upp í himininn. Segir meira en þúsund orð. En það er auðvitað rétt hjá Hávari, ef myndin er ekki um neitt mikið bjarga fallegar myndir engu.

Þetta með innihaldsleysið... Já, það eru ekki margar íslenskar myndir sem virðast snerta við kvikuna í manni. Fáar reyndar. Ef nokkrar. Hér er enginn Ken Loach eða Mike Leigh. Enginn Charlie Kaufmann eða Lars Von Trier. Einhver sem hefur svo mikinn og brennandi áhuga á einhverju og svo mikla þörf til að segja frá því að stundum þyki manni nóg um. Einhver sem getur smitað mann með ástríðunni. Ég get nefnt nokkrar erlendar myndir sem hafa haft slík áhrif á mig að ég hef gengið um í vímu á eftir, en engin íslensk kemst þar inn. Sem er mjög leitt.

Það sagði einhver ítalskur kvikmyndaleikstjóri að ítölsk kvikmyndagerð hefði byrjað að hnigna þegar ítalskir leikstjórar hættu að ferðast um með almenningssamgöngum. Kannski þetta sé vandamálið, strætókerfið í Reykjavík er svo lélegt að leikstjórum dettur ekki í hug að taka strætó. Ef þeir tækju strætó sæju þeir rónana á hlemmi, manninn frá Costa Rica sem er á leið í fiskvinnu út á granda, austurlensku stúlkurnar sem spjalla saman á sínu hvella tónamáli á leið sinni í ræstingarnar, gamla fólkið sem eru korter að komast út úr vagninum, unglingana sem setja lappirnar upp á sætin og fá skammir frá bílstjóranum. Lífið í borginni. Eða eitthvað

Og ég er ekki að segja að ég geti gert betur. En kannski vil ég trúa ég því innst inni? Hmmm. Allavega nú er nóg komið. Hvalurinn bíður betri tíma.

föstudagur, nóvember 19

Falludja enn og aftur

"Fallujah has been laid waste. It is a hell on earth of shattered bodies, shattered buildings and the stench of death. The city will enter history as the place where US imperialism carried out a crime of immense proportions in November 2004." (meira hér)
Ég sendi tölvupóst á forsætisráðherra, utanríkisráðherra og þingmenn í utanríkismálanefnd Alþingis áðan sem innihélt eftirfarandi:

Hæstvirtur forsætisráðherra, hæstvirtur utanríkisráðherra og hæstvirtir þingmenn í utanríkismálanefnd Alþingis:Það hefur verið framinn hræðilegur stríðsglæpur í borginni Fallujah í Írak. Við höfum verið gerð meðsek í þessum og fleiri voðaverkum að okkur forspurðum. Ég mótmæli þessum glæp af öllu hjarta, og krefst þess að íslenska ríkisstjórnin komi mótmælum á framfæri við bandarísk stjórnvöld og krefjist þess að aðgerðum verði hætt nú þegar, og að stuðningur íslendinga við stríðið í Írak verði dreginn til baka.

Virðingarfyllst,

Guðmundur Erlingsson
Reykjavík

Ég hvet alla til að gera það sama. Setjið þetta á bloggið ykkar og hvetjið aðra til að gera það sama. Það er ekki hægt að taka þessu þegjandi. Ef ykkur finnst ljósmyndin of mikið tilfinningarúnk, þá má finna nóg hér: http://fallujapictures.blogspot.com/

Netföngin eru hér (copí/peista draslið í "to:" dálkinn í póstforritinu):
david@althingi.is, halldor@althingi.is, aoa@althingi.is, bryndish@althingi.is, dagny@althingi.is, drifah@althingi.is, einarg@althingi.is, gak@althingi.is, gudlaugurthor@althingi.is, garni@althingi.is, gunnb@althingi.is, hjalmara@althingi.is, jbjart@althingi.is, rannveig@althingi.is, skk@althingi.is, siv@althingi.is, solveigp@althingi.is, sjs@althingi.is, tsv@althingi.is, ossur@althingi.is

fimmtudagur, nóvember 18

með maskara í alaska

Next blog takkinn kemur sér vel þegar manni leiðist, eins og Hreinn hefur bent svo skilmerkilega á. Þessi takki leiðir mann líka oft á vit hins óþekkta og spennandi. Kunio var skemmtilegur, en hann er latur við að uppfæra bloggið sitt. En upp á síðkastið hef ég ánetjast lífi tveggja unglingsstúlkna í Alaska. Hvað er í Alaska annað en fjöll og skógar og sífreri og rauðhnakkar með frosna sál og haglabyssu um öxl sem kjósa Bush? Tja, fátt annað, hefði ég sagt fyrir einungis viku síðan. En viti menn, þar er víst líka að finna unglinga. Og enga venjulega unglinga.

Becca og Kai, tvær 14 ára hnátur í smábænum Juneau í Alaska halda úti vinkvennabloggi, Lick the camper Fluffers. Þær skiptast á að setja inn færslur og kommenta hjá hvor annarri.

Smábæjarlífið er þeim hugleikið. T.d. segir Becca: "Now more than ever I'm hating Juneau. There's just something about this place that makes me feel choked or someting. It's just too small. Not in land size, sure. But there are not enough people! [...] You know when you buy perfume from those cool companies in Saks and they have the names of cities on them? Well they always have three cities, New York, Paris and London. I just want to live in the places that the perfume companies acknowledge."

Þessi angist beinist í miklum mæli að kynhvötinni. Kai virðist eitthvað óviss um eigin langanir: "Like this girl... we'll call her Tree (sorry, CTY joke there). So, me and tree kind of kissed, but I think she was much more into this guy who we both like, we'll call him Moss. So, I see Moss and Tree in the halls together sometimes, but then they both act like they're into me, so is this a love triangle, or a three-way waiting to happen? I'm so confused, the one thing I do know though, is I will be sad if Tree and Moss get together and I'm not even invited to join in... tee-hee! Just kidding babes... or maybe not? Tee-hee!"

Becca virðist nokkuð viss í sinni sök, en lendir oft í þeirri krísu að finnast kærastar vinkvenna sinna sætir: "Dear God, I hate to write about Cate's "boyfriend" of seven hours like this, but he is really hott. I mean, REALLY REALLY WAY MORE HOTT THEN PEOPLE NAMED MYLES ARE ALLOWED TO BE HOTT."

Og stundum virðist unglingsangistin ekki eiga sér neina sérstaka uppsprettu, eins og Becca segir: "Damn these hormones!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Now I did not adopt this blog from Kai (I LOVE YOU KAI) to turn it into a little angst orgy. But sadly, that's the mood I'm in."

Og Kai segir: "There's a mad drilling holes in my ceiling. I can't open my bag of chips. MAJOR STRESSAGE OVER SF APPLICATION! STRESS! STRESS! STRESS!!"

Nei, þetta er ekki auðvelt líf.

Svo eiga þær sín skemmtilegu móment. Sérstaklega varð gleðin mikil þegar þessar einöngruðu sálir komust í pínulitla snertingu við hinn ytri og svalari heim. Becca heldur mikið upp á pistlahöfundinn Sarah Lewitinn og segir reglulega fréttir af henni. Einn daginn kom þetta: "Ok, so Sarah Lewitinn retired from her column at SPIN. This is really more than a bit of a poo, but since I cant make her go back to it, I'mma just have to deal. I sent her an IM saying it's too bad, but I'm pretty sure she just deleted it. That's what people have to do when they get thousands of IMs a day. I'm happy if I get one and half. Today I got...one. So yea."

En viti menn, Sarah henti ekki skeytinu út: "OH MAH GAH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!I can hardly breathe. I know it's just another thank you to her and to you guys it's just another weird thing Becca does. But to me, it's like I just talked to Jesus. Which would matter if I wasn't Jewish. Anways. Sarah Lewitinn responded. WOAH!"

Og Kai kommentar og samgleðst henni: "ok, im sooooo happy for you. i have never really talked to sarah lewitinn or jesus before, so i can't really relate, but im really happy for you."

Og svo verða þær yfir sig hrifnar þegar einhver ókunnugur kommentar hjá þeim (nei, ég hef ekki kommentað). Einn dag skildi einhver Frank eftir komment: "becca i LOVE you!!! you make me laugh and thats cool."

Þetta þótti Kai saga til næsta bæjar: "Oh my god Becca, someone named Frank loves you! Omg... someone named Frank reads our blog! omg! someone we don't know ACTUALLY READS THIS THING! Wtf mate."

Já, það er gott að geta glaðst yfir litlu. Og ég er ekki að gera grín að þeim hnátum, ef þið haldið það. Mér finnst þær æði. Ég er búinn að vera soldið vængbrotinn eftir að One Tree Hill rann sitt skeið í sjónvarpinu, en þetta er miklu skemmtilegra. Svo held ég að það hljóti að verða eitthvað mikið úr þeim stúlkum.

þriðjudagur, nóvember 16

you can't trust these people

"I would have shot the insurgent too. Two shots to the head," said Sergeant Nicholas Graham. "You can't trust these people. He should not be investigated. He did nothing wrong." (Úr "Guardian")

Já það er Fallúdja. Til hvers í ósköpunum voru þið þá að "frelsa" þá, helvítis heimsku ameríkanar?!! Hálfvitar og fífl!! Reyndar hugsar arabaheimurinn nákvæmlega svona um ameríkana. Að þeim sé ekki treystandi. Og það er auðvitað hárrétt hjá þeim. Annars útskýrir Sverrir þetta miklu betur en ég. Ekki búin að lesa greinina? Skamm skamm!

Annars eru sumir ameríkanar sorrí. En mér reynist það alltaf erfiðara og erfiðara að muna að til er þokkalegt fólk í því landi, svei mér þá. Og ekki fer það skánandi við svona fréttir.

föstudagur, nóvember 12

Gertrude

Þar sem ég er andlegur tvífari Gertrude Stein (sjá síðustu færslu) þá kemur hér smá bútur úr verki hennar As A Wife Has A Cow: A Love Story (lengri útgáfa hér, neðarlega á síðunni). Hér sést vel aðaleinkenni skáldskapar Gertrude, þar sem hún reynir að ná fram í ljóðrænu máli sömu áhrifum og Picasso og félagar í kúbískum málverkum:
As a Wife Has a Cow: A Love Story, by Gertrude Stein

Nearly all of it to be as a wife has a cow, a love story. All of it to be as a wife has a cow, all of it to be as a wife has a cow, a love story.

As to be all of it as to be a wife as a wife has a cow, a love story, all of it as to be all of it as a wife all of it as to be as a wife has a cow a love story, all of it as a wife has a cow as a wife has a cow a love story.

Has made, as it has made as it has made, has made has to be as a wife has a cow, a love story. Has made as to be as a wife has a cow a love story. As a wife has a cow, as a wife has a cow, a love story. Has to be as a wife has a cow a love story. Has made as to be as a wife has a cow a love story.

When he can, and for that when he can, for that. When he can and for that when he can. For that. When he can. For that when he can. For that. And when he can and for that. Or that, and when he can. For that and when he can.

And to in six and another. And to and in and six and another. And to and in and six and another. And to in six and and to and in and six and another. And to and in and six and another. And to and six and in and another and and to and six and another and and to and in and six and and to and six and in and another.

In came in there, came in there come out of there. In came in come out of there. Come out there in came in there. Come out of there and in and come out of there. Came in there, come out of there.

Feeling or for it, as feeling or for it, came in or come in, or come out of there or feeling as feeling or feeling as for it.

As a wife has a cow.

Came in and come out.

As a wife has a cow a love story.

As a love story, as a wife has a cow, a love story.
Nánar má lesa um líf Gertrude og eiginkonu hennar, Alice B. Toklas á Salon. Þar kemur einnig fram þessi litla saga (kannski var Gertrude einmitt að skrifa verkið hér fyrir ofan): "And of course Alice, in the classic role of an artist's lover, served as Gertrude's muse. But given that Gertrude's art was not of the classic genre, this could take the form of not-so-classic endeavors. One guest remembers watching Gertrude instruct Alice to bat a -- what else? -- cow from one side of a field to the other, while Gertrude sat writing on a campstool."

fimmtudagur, nóvember 11

hmmm....

HASH(0x89d4b44)
You are Gertrude Stein, turn of the century
word-smith. You stretched language to its
outermost limit, while collecting scads of
other artists and writers.


Which 20th Century Poet Are You?
brought to you by Quizilla

my friend...

Þoli ekki að vera andvaka. Eins og núna. Vakna eftir að hafa sofið í hálftíma og geta ekki sofnað aftur. Sem betur fer gerist þetta ekki oft. Á svona stundum langar mig mest til að vera einhver annar. Til dæmis Kunio:

"My favorite animals aredogs.
I like people who are slim and violente girls.
icouldn't live without eyeglasses.
I have never been to abroad.
If I had 20,000,000yen I would spend quiet days until running out them.
I'm frightened of big sounds.
Sleeping make me feel good.
Everybody should make friends with.
The last time I laughed a lot was Mabuti's talking, my friend, about ''sexy event''.
I'd like to have good family."


Ég sé sjálfan mig fyrir mér í líki Kunios á Ölstofunni þar sem ég (sem Kunio) geng að barnum og heilsa stúlkunni við hlið mér: "Hi. I'm Kunio. I like you slim. Are you violente girl?" Getur ekki klikkað. Og ef það klikkar segi ég (Kunio) bara: "I have 20,000,000 yen. Will you spend quiet days, violente girl?" Ég held það sé gaman að vera Kunio.

Ææhh, sleeplessness make blog stupid...

sunnudagur, nóvember 7

spænskt popp #5


¡Ay que mona! Barnastjarnan Marisol

Hún kallaði sig Marisol, en rétt nafn hennar er Josefa Flores Gonzáles, fædd 1948 í Málaga á Suður-Spáni. Dans og tónlist voru henni í blóð borin og hún hóf feril sinn sem dansari aðeins 6 ára gömul. Hún var uppgötvuð í spænska sjónvarpinu 1959 og í framhaldi af því tók framleiðandinn Manuel Goyanes hana upp á arma sína og gerði hana að barnastjörnu. Hún sló fyrst í gegn í kvikmyndinni Un rayo de luz ("Ljósgeisli") sem gerð var 1960. Marisol varð stjarna, fyrirmynd ungra stúlkna sem söng eins og engill og heillaði alla með geislandi brosi. Hún gekk að eiga Carlos, son Manuels Goyanes, árið 1969 og lífið brosti við henni.En barnastjarnan Marisol áttaði sig brátt á því að hún var í raun þræll Goyanes. Hún vildi ekki vera Marisol alla ævi. Hún rifti öllum samningum við Goyanes eldri og skildi við Goyanes yngri 1972 og kaus upp frá því að vera þekkt sem Pepa Flores þó hún hafi notað Marisol-nafnið eftir sem áður. Hún kynntist danshöfundinum Antonio Gades og þau gengu í hjónaband á Kúbu og Castro sjálfur var svaramaður (Pepa var þá orðin sannfærður kommúnisti). Marisol/Pepa Flores hélt þó áfram að gefa út tónlist og leika í bíómyndum, m.a. má sjá henni bregða fyrir í Carmen e. Carlos Saura (þar var Gades danshöfundur).Síðasta myndin sem hún lék í var gerð 1985 og þau Gades skildu 1986. Í dag býr Marisol/Pepa Flores í Málaga, hætt að syngja og leika í bíómyndum og vill ekki einu sinni koma fram í viðtölum. Einu tengslin sem hún hefur við skemmtaniðnaðinn er þegar hún heimsækir dóttur sína, Maríu Esteve leikkonu.

Og hér koma tvö lög með Marisol. Það fyrra, Tómbola, er úr samnefndri kvikmynd sem gerð var 1962 og er líklega þekktasta lag hennar og oftar en ekki er þetta lag nefnt í sömu andrá og nafn Marisol. Inntakið er eins og segir í viðlaginu:
La vida es una tómbola, ton-ton tómbola
Mætti útleggja "Lífið er lotterí, já það er lotterí". (Neinei, ekki sama lagið).

Marisol - Tómbola

Seinna lagið, La tarara úr myndinni Las 4 bodas de Marisol frá árinu 1967. Væri ekkert út úr kú í Tarantino-mynd.
Marisol - La tarara

P.S. Stenst ekki að bæta við öðru lagi með Marisol. Þetta er af plötu sem heitir "Galería de perpetuas" og kom út 1980. Sérstaklega er útsetningin skemmtileg, klavinetið á fullu spítti. Gunni Þórðar hefði ekki gert betur:
Marisol - Ay Rosa

föstudagur, nóvember 5

"myndi segja af mér ef ég væri Þórólfur"

... segir Björn mannvitsbrekka Bjarnason í mogganum í gær. Hvaða helv.... hálfvitaskapur er þetta hjá manninum að láta svona út úr sér? Trúir nokkur þessu bulli? Hann Bjössi fékk nú kjörið tækifæri til að sýna siðferðilegan styrk sinn þegar hann var fundinn sekur um að brjóta jafnréttislög, en lét ekki haggast. Sannleikurinn er auðvitað sá að Björn mun aldrei nokkurn tímann segja af sér, hvað sem á dynur. Það þarf enginn að efast lengur gáfnafarið hans Bjössa. Þetta kallast að nota magann á liggjandi manni sem trampólín.

Hérna er svo nokkuð sem ég fékk sent í pósti um daginn. Skerí sjitt þetta:
Já, kemur svosem ekki á óvart, en gaman að sjá svona grafíska staðfestingu.

borgarstjóri

Þórólfur borgarstjóri hefur svolítið undarlegan talanda. Eins og hann hafi drukkið aðeins of marga bjóra og þurfi að reyna talsvert á sig til að drafa ekki. Nú hef ég aldrei séð hann fullann, en það væri fróðlegt að sjá (heyra) hvort hann talar eins fullur og hann gerir ófullur. Annars finnst mér að hann eigi að segja af sér. Ekki hægt að hafa borgarstjóra sem virkar alltaf nett hífaður.

fimmtudagur, nóvember 4

bush...

Á maður eitthvað að vera að tjá sig um þetta? Ég var allavega fyrir löngu búinn að fá ógeð á þessum kosningum og vil ekki sjá fleiri kosningar í bráð. Og ógeðið hann Bush heldur sínu striki. Nema hvað Colin Powell verður látinn taka pokann sinn, og þá er farinn sá eini í þessari stjórn sem hægt var að tengja að einhverju marki við þetta fyrirbæri sem kallast "skynsemi". Vinkona mín segir að þetta sé karma, þetta hafi átt að fara svona. Til að breytingar geti átt sér stað verði allt fyrst að fara til fjandans. Kannski það. Kannski fer allt til fjandans. Vona bara að við fylgjum ekki með. Best að enda þetta á ljóði:

The Situation
Things will not be necessarily continuous.
The fact that they are something other than perfectly continuous
Ought not to be characterized as a pause.
There will be some things that people will see.
There will be some things that people won't see.
And life goes on.
(D.H. Rumsfeld)


Og að lokum: Geymum svartsýnina til betri tíma.

Hvað djöfuls fílósófíska drulla vellur út úr manni í dag? Jahérna...

miðvikudagur, nóvember 3

kosningavakt

3 kaffibollar - 50 kall
misgáfulegt hjal gesta í sjónvarpssal - túkall
hnyttni Dan Rathers - 5 aurar
Sú tilfinning að vilja helst bruna niður í sjónvarp og murka líftóruna úr Ólafi Sigurðssyni fréttamanni - ómetanleg

þriðjudagur, nóvember 2

kosningar

Í tilefni kosninganna í dag er hér vísun á heimasíðu þar sem sá hópur kjósenda sem kýs Bush hefur verið greindur. Samkvæmt niðurstöðunum er hinn dæmigerði Bush-kjósandi líklegur til að:

1. vera ekki langskólagenginn
2. vera hvítur
3. vera akfeitur
4. og versla í Wal-Mart

Af einhverjum ástæðum kom þetta mér ekki mikið á óvart.

svona var ástin

Ég sagði henni:
- Augu þín heilla mig

Og hún sagði:
- Líkar þér þau ein eða með maskara

- Stór
Svaraði ég án hiks

Og einnig án hiks
skildi hún þau eftir fyrir mig á diski og þreifaði sig burt
(Ángel Gonzales)

föstudagur, október 29

spænskt popp #4

Já, meira popp. Gamalt og nýtt, nýtt og gamalt. Þetta eru reyndar tvær útgáfur á sama laginu. Lagið heitir "La bién pagá" ("Sú sem fær vel borgað" eða eitthvað í þá áttina), spænsk copla (hefðbundið spænskt dægurlagaform, vísar eiginlega til forms söngtextans, þ.e. fjórar línur þar sem 1. og 3. og svo 2. og 4. ríma. Sumsé ferskeytla) blandað með flamenco-áhrifum og var samin af þeim félögum Pereillo og Mostazo. Það hafa ýmsir sungið þetta lag í gegnum tíðina, en frægasta túlkunin kemur frá Miguel de Molina. Ég var að horfa á Qué he hecho yo para merecer esto e. Pedro Almodóvar um daginn (það er myndin þar sem Carmen Maura drepur tuddalegan eiginmann sinn með því að lemja hann í hausinn með kjötlæri), og þar kemur þessi útgáfa lagsins fyrir, reyndar mæmar Almodóvar það sjálfur í myndinni í svona plat-sjónvarpsuppfærslu. Og það er líklega engin tilviljun að Almodóvar velji þennan söngvara og þetta lag.


Miguel de Molina

Molina náði vinsældum á Spáni rétt áður en borgarastyrjöldin braust út 1936. Hann söng mikið flamenco, en tók þá hina hefðbundnu "macho" ímynd flamencosöngvarans og sneri henni á haus, kom iðulega fram í kjól og blandaði í þetta kabarettáhrifum. Skemmti hermönnum lýðveldissinna á meðan á stríðinu stóð við miklar vinsældir, en sætti ofsóknum eftir að Franco náði völdum vegna kvenlegrar ímyndar og þess að hann fór aldrei í felur með samkynhneigð sína. Á endanum flúði hann land og settist loks að í Argentínu undir verndarvæng Evu Perón og lést þar 1993 (Safndiskur til sölu hér)


Bebo Valdés og Diego el Cigala

Seinni útgáfan er frá því í fyrra. Þetta eru þeir kumpánar Bebo Valdés, kúbanskur píanósnillingur, og Diego el Cigala, einn fremsti flamencosöngvarinn á Spáni í dag. Þeir gáfu út diskinn Lágrimas Negras í fyrra þar sem þeir taka fyrir spænsk og suður-amerísk dægurlög og setja í nýjan búning þar sem blandað er saman flamencosöng og latínsku djassbíti. Snilldardiskur sem hægt er að nálgast hjá Amazon, auk þess sem hann hefur dúkkað upp í búðum hér á landi.

Miguel de Molina - La bién pagá
Bebo y Cigala - La bién pagá

blogger

blogger er hreinlega að skíta á sig þessa dagana, seinn í vöfum og leiðinlegur. Í gærkvöldi eyddi ég löngum tíma í að föndra stóra færslu með myndum og vottnott, en þegar ég smellti á "send" fór allt til fjandans, allt glatað og gröllurum gefið. Andskotinn. Maður ætti kannski að fylgja Hreini yfir á typepad? Nei, vil ekki herma... Set bráðum inn meira spænskt popp, alltaf gaman af því.

þriðjudagur, október 26

blessuð sé minning hans...

Þá er John Peel víst horfinn úr þessum heimi. Það var fúlt. Hérna er uppáhaldslagið hans, svona til minningar:

Undertones - Teenage Kicks

Ég veit ekki hvernig á að túlka það, en allavega fannst mér það viðeigandi að einn þeirra sem skrifa á minningarsíðuna hjá BBC heitir Ian Curtis.

laugardagur, október 23

Stefán Máni revisited

Ég fann þess grein eftir Stefán Mána sem heitir Þar sem Hallærisplanið rís..., og ég verð að segja að hann óx pínkulítið í áliti hjá mér. Aðallega fyrir þennan bút:

... og ég í árlegri stórborgarheimsókn í Litlu-Berlín, henni Reykjavík, Rokk í Reykjavík, tólf eða þrettán ára landsbyggðarlúði, skíthræddur, tvístígandi á Laugaveginum og ennþá minni að innan en ég var að utan, klæddur í allt of nýjan og of lítið snjáðan gallajakka, búinn að þora inn í Þúsund og eina nótt, með magann í hnút og hraðan hjartslátt, að kaupa gaddaól, bol með hauskúpumynd og nokkur merki til að sauma á jakkann, anarkí og deþþ og god seif ðe kvín, nýkominn úr Gramminu, frá Kidda og Ása, með troðfullan plastpoka af glansandi vínil, Stranglers, EGÓ, Clash, Spliff, meiri Stranglers + fyrsta Nina Hagen platan, og þá kemur engin önnur en sjálf nýbylgjupönkdrottningin Björk askvaðandi yfir götuna, þá söngkona í Tappa Tíkarrassi eða Kukli - ég elskaði Tappa Tíkarrass, klædd í sjálflýsandi neongrænt frá toppi til táar, grænt hár, græn gleraugu, græn peysa og/eða skyrta, grænt pils, grænar sokkabuxur, grænir skór, allt voða fríkað og út í loftið og æðislega smart og mikið útpælt, og hún alveg kúl, orðin heimsfræg inni í höfðinu á sér, og ég fraus í Adidas TopTen strigaskónum, varð ástfanginn á augabragði, lamaður af ást, gleymdi því meira að segja í fáeinar mínútur að ég var búinn að giftast Ninu Hagen í huganum, en það var leyndó.


Ég fæ svona á tilfinninguna að Stefán Máni hafi fylgst með mér í Reykjavík á unglingsárunum, því þetta var nákvæmlega svona þegar ég skrapp í bæinn, oftast í skólaferðalagi. Vestfjarðaleið. BSÍ. Nema hvað þegar ég sá Björk var hún á bakvið afgreiðsluborðið í Gramminu og afgreiddi mig þegar ég keypti einhverja plötuna og eintak af Race Today því mér fannst Linton Kwesi Johnson eitthvað svo kúl og var klæddur í skræpótta hermannajakkann sem ég var nýbúinn að þora að kaupa í Vinnufatabúðinni og núna er ég farinn að skrifa eins og Stefán Máni og verð að hætta því núna punktur... Svo man ég líka aumingjahrollinn sem fór um mig þegar ég frumsýndi hermannajakkann á Hallærisplaninu á föstudagskvöldi, 13 ára rindill sem náði ekki að fylla upp í jakkann og barnslegt andlitið sjálfsagt í hrópandi ósamræmi við umgjörðina og barmmerkin, allavega komu tveir stórir strákar að mér og ýttu við mér spurðu hvort ég vildi slást, fannst sniðugt að pína aðeins litla pönkarann. Sem betur fer voru bekkjarsystur mínar með mér og björguðu litla sveitalubbanum úr klípunni.

Annars fjallar grein Stefáns Mána mest um bækur Páls Kr. Pálssonar, Hallærisplanið og Beðið eftir strætó, sem ég sjálfur las af áfergju á milli mjalta eða á heimavistinni, ég man ekki alveg. Svo las ég líka Sjáðu sæta naflann minn, allavega einn kafla aftarlega í bókinni. Svo var Ekkert mál mikil upplifun, en hún kom reyndar soldið seinna. Þá var ég farinn úr sveitinni í fiskinn á Hornafirði og þá lá ég mest í unglingabömmer og hlustaði á Smiths og Violent Femmes af því ég þekkti engan og sá fram á að verða hreinn sveinn alla ævi.
----

En fyrst maður er kominn í nostalgíuna þá verð ég að segja að ég er nú bara soldið spenntur yfir að sjá the Fall í nóvember. Dr. Gunni linkar í grein úr Melody Maker um heimsókn þeirra 1981. Bráðskemmtilegt alveg:

Mark E. Smith, lead singer with the Fall, spent the night drinking schnaps until it come out of his ears, repaired to a disco called Hollywood that looked like a Thirties nightclub in Berlin, bopped alone on the dance floor, loudly abused the disc-jockey for repeatedly playing "Stars On 45" and their ilk, and collapsed, fully-clothed, into a coma at the Hotel Esjna. It was a good first night.


Reyndar er ég ennþá spenntari fyrir að sjá Vonbrigði, sem var ein af uppáhaldshljómsveitunum mínum á þeim tíma. Þeir voru víst frábærir á tónleikum, en ég sá það auðvitað aldrei, hangandi úti í sveit eins og hálfviti.
----

Annars vona ég Nino Bravo hafi skemmt ykkur. Megið alveg skilja eftir komment ef ykkur líkar tónlistin. Æi, nú er ég orðinn húkkt á þessum kommentum...

miðvikudagur, október 20

spænskt popp #3


Hann fæddist 1944 í Aielo de Malferit, litlu þorpi nálægt Valensíu á Spáni og var gefið nafnið Luis Manuel Ferri Llopis. Þegar hann er eins árs flytur fjölskylda hans til borgarinnar í leit að betri framtíð. Luis þurfti að byrja að vinna snemma þar sem fjölskyldan var fátæk en hafði alla tíð mikinn áhuga á tónlist og uppúr 1960 stofnar hann sína fyrstu hljómsveit, Los Hispanicos. Sú sveit stoppar stutt við og 1962 gerist hann söngvari Los Superson's sem nær nokkrum vinsældum og spila mikið á Benidorm sem þá er á uppleið sem sumardvalarstaður. Hann er kallaður í herinn 1964 og lýkur þá tíma hans í tónlistinni um skeið. 1968 ákveður hann að nú sé rétti tíminn til að reyna fyrir sér í tónlistinni á nýjan leik og hefur samband við þekktan umboðsmann í Valensíu. Sá ráðleggur honum að finna sér þjálla nafn, og fyrir valinu verður Nino Bravo. Nino færir sig til Madridar og baslast við að ná einhverjum árangri í tónlistarheiminum. 1970 gefur hann loks út sína fyrstu stóru plötu, Te quiero, te quiero sem nær miklum vinsældum á Spáni.

Loks virðist lukkan brosa við Nino. Hann giftist söngkonunni Maríu Amparo 1971 og ári síðar fæðist dóttirin Amparo. Vinsældir hans aukast með hverri plötunni, jafnt á Spáni sem í Suður Ameríku, auk þess sem orðspor hans breiðist út til annarra evrópulanda. Seinni dóttir hans, Eva, fæðist 1973. Nino nær þó ekki að kynnast dóttur sinni, því hann lætur lífið í bílslysi á leið til Madrid frá Valensíu síðar sama ár.

Og hér koma tvö sýnishorn af söng Nino. Þetta er silkimjúkur barítónn, minnir óneitanlega svolítið á Scott Walker í sínum poppaðri gír. Hægt er að kaupa góðan safndisk með lögum hans hjá Amazon.

Nino Bravo - Un beso y una flor

Nino Bravo - Amanecer

sunnudagur, október 17

jamm

Rithöfundur í dulargervi? Hvað ætli hann hafi gert, sett á sig gerviskegg og gleraugu? Klætt sig eins og Diana Ómel? Þetta er fallegt, minnir á soldáninn í 1001 nótt, sem gekk um götur klæddur sem förumaður svo enginn þekkti hann. Hins vegar þekki ég ekki Stefán Mána og myndi því ekki þekkja hann, með dulargervi eða án. Kannski þekkir hann enginn. Þá hefur dulargervið verið óþarfa fyrirhöfn. Nema hann hafi gaman af svona hlutverkaleikjum. Ég bíð allavega spenntur eftir þættinum. Og kannski er þess virði að lesa þessa bók. Hefur einhver lesið eitthvað eftir hann? Ég nenni ekki að lesa bækur nema einhver mæli sérstaklega með þeim.

Hins vegar leiðist mér þegar opnunartími veitingastaða er gagnrýndur. Eitthvað fasískt við þetta. Er þetta ekki bara eins og bárujárnið og tannskemmdirnar? Er ekki skýringin á aukinni dópneyslu og glæpum frekar sú að félagsleg fyrring hafi aukist í beinu samhengi við setu ríkisstjórnarinnar? Með meiri frjálshyggju minnkar félagslegt aðhald, hver verður sjálfum sér næstur og allir hugsa um að græða og er sama þótt gróðinn komi illa niður á einhverjum öðrum. Ég mundi allavega vilja frekar sjá fréttaskýringu um það. Opnunartími veitingastaða finnst mér ódýrt plott, og að rithöfundurinn skuli taka þátt í því veldur því að ég missi trú á honum. Listamenn eiga að kafa dýpra, ekki bara grípa þægilegustu skýringuna. En best að horfa á fréttaskýringuna fyrst áður en maður fer að grýta grjóti.

P.S. Þeir sem ekki skilja um hvað verið er að tala ættu að horfa á viðtal við Stefán Mána í fréttum sjónvarps, sunnudaginn 17. okt. Hægt að nálgast á www.ruv.is

laugardagur, október 16

stolið

Þetta fann ég á blogginu hans Más. Ég veit það er ljótt að krosslinka, en ég stenst það ekki í þetta sinn. Þetta er einkar glæsilegur og sannfærandi úrdráttur frá flokksþingi repúblikana.

miðvikudagur, október 13

pælingar

Ætli heyrnarlausir finni á sér þegar frétt kemur í sjónvarpið um málefni heyrnarlausra? Afhverju er settur texti á þessar fréttir (þá sjaldan sem þær birtast) en aldrei annars? Eða er ég of heimskur til að fatta plottið?

spænskt popp #2

Í tilefni af lokum spænskrar viku í Kópavogi læt ég hér flakka eitt spænskt popp til viðbótar. Lagið ættu allir að þekkja. Þetta er ættjarðarlag sem fjallar um söknuð hins brottflutta spánverja eftir móðurjörðinni.Glöggir hlustendur átta sig líklega á að söngvarinn syngur með andalúsískum hreim. Sá heitir Manolo Escobar og er frægur í sínu landi. Fæddur nálægt Almeríu í Andalúsíu 1932, og varð geysivinsæll á Spáni uppúr 1960. Lék einnig í fjölda kvikmynda og oftast var hans hlutverk þar að ganga um í polyester-skyrtu á ströndum Suður-Spánar og heilla sænskar ljóskur sem voru a.m.k. höfðinu hærri en hann. Gengur enn um syngjandi en er hættur að eltast við sænskar ljóskur. Alltént, hér kemur lagið. Og allir saman nú...

Manolo Escobar - Qué viva España

slint...

Slint eru að koma saman aftur! Það er semsagt möguleiki á að fá að berja þessa goðumlíku póstrokkara augum, því þeir ætla að spila á All Tomorrows Parties í London í febrúar. Nú verð ég að setja trukk í atvinnuleitina...

mánudagur, október 11

one tree hill

One Tree Hill prittí möts sökkaði í kvöld. Þetta var nú meiri grátþátturinn, og ekki bætti úr skák þegar í endinn var skellt á mann ömurlegri útgáfu af "Everybody hurts". Meir að segja Dan, sem venjulega hefur getað skemmt manni með skepnuskap og almennum kúkalabbahætti var bara frekar melló og næs. Svo var þessi endalausi skírlífis áróður alveg að drepa mann. Verða að bæta sig ef ég á að nenna að horfa á þetta áfram.

laugardagur, október 9

runni

Bush var víst í góðu sambandi á fyrstu kappræðunum. Spurning hvort Þórhallur miðill geti fundið út hvaðan röddin kom. Hann (Bush) á víst einhvern tímann að hafa sagt að gvuð sjálfur talaði í gegnum sig. Það er auðvitað spurning.

fimmtudagur, október 7

stststststam

Langi einhvern til að hlusta á mig stama í útvarpi má hlusta á Víðsjá á morgun, milli 5 og 6. Svo má líka koma á málþing í Salnum í Kópavogi á laugardagsmorgun kl. 10, þar stama ég í tíu mínútur um spænska kvikmyndagerð. Ahem...

draugur í skel

Ghost in the Shell heitir ein japönsk teiknimynd. Hún tilheyrir þeirri tegund sem kölluð er anime, sem ég svosem er enginn sérfræðingur í. Í þessum flokki teiknimynd má finna hörmungar eins og Pokemon og Yu Gi Oh, en einnig snilldarverk eins og Mononoke prinsessu og Síðustu ferð Chihiro. Ghost in the Shell er einnig ansi mögnuð, nokkurs konar Blade Runner í teiknimyndaformi. Það sem gerir svo útslagið er ótrúleg tónlist í myndinni. Tónskáldið heitir Kenji Kawai og hefur m.a. samið tónlistina við hrollvekjurnar Ringu, Ringu 2 og Dark Water. Læt hér fljóta með eitt sýnishorn úr Ghost in the Shell. Þetta er nú með því flottara sem ég hef heyrt.

Ghost in the Shell - Making of Cyborg

miðvikudagur, október 6

í múmíndalnum

Víðsjárspekingar gera því í skóna að næsti nóbelshafi í bókmenntum verði kona. Allavega þykja einhverjar líkur til þess. Ég geri ráð fyrir að það sé of seint að veita Tove Janson verðlaunin. Það var leitt.

mánudagur, október 4

sunnudagshækjan.... hækan meina ég

æ, ég nenn'ekki
að semja nýja hæku
fæ mér bara bjór(Þetta andleysi er nú farið að verða vandræðalegt.)

laugardagur, október 2

skemmtun

Októberfest á háskólalóðinni er góð skemmtun (þ.e. þar til allt fyllist af fólki). Að dansa á 22 er góð skemmtun (þó að djeinn sökki). Að dansa á Hressó við Prince og Missy Elliot er líka góð skemmtun. Að dansa á Kaffibarnum er ekki síðri skemmtun, sérstaklega eftir svona mikinn bjór og þegar Egó og Madness eru á pleilistanum. Að dansa aftur á 22 er ekki síðri skemmtun (djeinn sökkaði aðeins minna í þetta sinn). Ég viðurkenni samt að þegar vinkona mín benti mér á að ég væri að dansa rass við rass við Juliu Stiles, þá varð ég pínu meðvitaður um sjálfan mig. Hún lítur út fyrir að vera jafn ung og hún er.


P.S. Um daginn gengum við Forrest Whitaker hlið við hlið inn í Landsbankann í Austurstræti, ég til að bjarga visakortinu frá lögfræðingum og hann til að hliðra til auðlegðinni, býst ég við. My brush with fame. Balti, ég elska þig!

föstudagur, október 1

spænskt popp #1

Ég var að horfa á myndina Cría Cuervos e. Carlos Saura í gær, frábært spænskt drama frá 1975. Myndin ber þess merki frá hvaða tíma hún er, fjallar um stúlkuna Önu sem hefur misst móður sína, og eitrar (að því er hún telur sjálf) fyrir föður sínum. Þarna má sjá alls kyns freudiskar og feminískar pælingar í gangi, auk þess sem lítið mál er að heimfæra myndina upp á spænskt samfélag síns tíma. Slíkar tengingar eru þó ekki nauðsynlegar til að maður njóti myndarinnar, þetta er einfaldlega mjög góð mynd.

Flestir þekkja Saura fyrir flamenco-myndirnar sínar (Carmen líklega sú frægasta), sem hann gerði á öndverðum 8. áratugnum, en þessi mynd er frá gjöfulasta tímabilinu hans, frá ca. 1960-1980. Hann semsagt átti sitt blómatímabil á síð-frankótímanum, og eins og virðist eiga við marga listamenn sem vinna undir slíku oki, er eins og hann hafi aðeins tapað áttum eftir að lýðræði komst á á Spáni. Hann hefur samt gert gæðamyndir inn á milli og svíkur engan. Annars verður myndin sýnd mánudaginn 11. október í Lögbergi, stofu 101, kl. 17:00, hafi einhver áhuga. Frítt inn.

Allavega, þá er komið að poppinu í titlinum. Jeanette heitir söngkona, fædd í Bretlandi og uppalinn í Bandaríkjunum. Hún flutti til Spánar 1963 og gekk fljótlega til liðs við hljómsveitina Pic-Nic. Síðar reyndi hún fyrir sér á eigin spýtur og náði miklum vinsældum á Spáni. Saura notar lag hennar, "Porqué te vas" sem nokkurs konar þema í Cría Cuervos, og virkar bara vel. Þetta er skemmtilegt lag og barn síns tíma, sem gerir það kannski enn skemmtilegra:

Jeanette - Porque te vas


það messar enginn mit Mackie

Já, hér má hlusta á Bertold Brecht sjálfan syngja "Moritat von Mackie Messer" úr eigin leikriti, Túskildingsóperunni, við undirleik (að því er virðist) lýrukassa. Skemmtilegt, skemmtilegt.

Bertolt Brecht - Moritat von Mackie Messer


dauður

Þegar einhver á að vera dauður í bíómynd horfi ég alltaf eftir því hvernig leikaranum gangi að halda niðri í sér andanum. Þess vegna hættir ítalska atriðið í Night on Earth að vera fyndið um leið og presturinn drepst, því hann er svo greinilega ekki dauður að það er hreinlega pirrandi.

miðvikudagur, september 29

afgrunn

Það er undarleg tómleikatilfinning sem kemur yfir mann þegar maður er búinn að fletta í gegnum öll helstu bloggin og vafra um merkilegustu bókamerkin. Svo situr maður og horfir á skjáinn og reynir að upphugsa einhverja heimasíðu sem gæti verið gaman að skoða. Ætli þetta sé normalt?

þriðjudagur, september 28

fimmtudagur, september 23

á hjólabretti skemmt'ég mér tralalala...

Einn af fylgifiskum kennaraverkfallsins er sá að það er ekki þverfótandi fyrir grislingum á götum borgarinnar sem leggja sjálfa sig og aðra vegfarendur í stórhættu með því að renna sér á hjólabretti af vafasamri færni. Ég er búinn að keyra niður nokkra í dag (eða svona næstum því), um daginn þegar ég beygði niður Stýrimannastíginn á leið heim voru ca. 6 búnir að koma sér fyrir í röð efst í brekkunni, sitjandi á hjólabrettum og hugðust láta sig gossa niður. Gaman hjá þeim. Það dreifðist þó úr hópnum þegar ég lét hvína í flautunni, og nokkrar löngutangir sáust á lofti. Ég tók það auðvitað óskaplega nærri mér. Eða þannig. Af einhverjum ástæðum hef ég bara séð stráka úti við. Stelpurnar virðast skynsamari og gera eitthvað vitrænna, svosem ekki í fyrsta sinn í sögunni. Hvaða hálfvitagen er þetta sem bara strákar virðast fá við fæðingu? Sem betur fer er minn sonur ekki svona, hann vill helst vera inni og teikna eða vera í pleisteisjon og kvartar hástöfum ef maður reynir að hvetja hann til hreyfingar. Hluti af skýringunni er sú að hann er með vott af ilsigi og fær stundum þreytuverki við áreynslu. Hins vegar gruna ég hann um að nýta sér þessa fötlun sem afsökun fyrir því að hreyfa sig aldrei. En nú er hann kominn með innlegg þannig að nú er engin miskunn. Reyndar ætti ég ekki að segja mikið, sjálfur með krónískt ilsig og hreyfi mig ekki spönn. Nema til að hvetja strákinn, en þá get ég ímyndað mér að mínir stirðlegu tilburðir hafi bara öfug áhrif. En nú þarf ég að fara að keyra drenginn og vin hans í fimleika. Það gæti kostað einhverjar fortölur.

þriðjudagur, september 21

spögelse i slagelse

Mér hefur alltaf þótt þöglar myndir heillandi. Sérstaklega ef þær eru þöglar. Hljóðlausar. Fór einu sinni í bíó í Madrid að sjá þögla rússneska mynd eftir Dziga Vertov, sem á ensku kallast "Man with að movie camera". Hún var þögul. Algjörlega. Ekki einu sinni tónlist. Einn kennari minn í kvikmyndafræðum ráðlagði okkur að skrúfa niður hljóðið þegar við horfðum á bíómyndir heima í stofu, til að geta betur einbeitt okkur að myndmálinu. Og það virkar svosem heima í stofu. En ekki í bíósal fullum af fólki. Af einhverjum ástæðum er mjög óþægilegt að sitja í bíói undir bíómynd án hljóðs. Fólk fer að aka sér í sætum. Maður nokkrum sætum aftar fær skyndilegt hóstakast. Garnir byrja að gaula á konunni sem situr tveimur sætum til vinstri við mann. Sjálfur þarf maður að leysa vind, en getur ekki hugsað sér að trufla þögnina með aftansöng. Svo maður heldur í sér af bestu getu. Fyrir vikið er maður upptekinn af öllu sem fram fer í bíósalnum og heyrist venjulega ekki fyrir látunum í myndinni, það að sitja í bíó og horfa á mynd innan um hóp af fólki verður aðalatriðið. Myndin gleymist. Þess vegna man ég betur eftir því hvað þetta var undarleg reynsla heldur en hvað mér fannst um myndina sjálfa.

Og það er líklega þess vegna sem menn fóru að hafa þó ekki væri nema píanóundirleik undir myndum. Til að hjálpa fólki að gleyma sér. Árið 1921 var gerð þögul mynd í Madrid, sem hét La verbena de la paloma og var byggð á geysivinsælli spænskri zarzuelu (söngleikjaform sem vinsælt var á Spáni í denn, ekki ólíkt að formi og söngleikir Gilberts og Sullivans). Nú var þetta þögul mynd. Meikaði þá nokkurn sens að vera að gera mynd eftir söngleik? Leikstjórinn, José Buchs, leysti það vandamál með glans. Hann lét leikarana syngja línurnar í söngleiknum meðan á upptökum stóð. Við frumsýninguna sáu áhorfendur leikarana syngja en heyrðu auðvitað ekkert í þeim. Svo var hljómsveit í salnum sem spilaði tónlistina úr söngleiknum í takt við leikarana á tjaldinu, og áhorfendur, sem kunnu þetta allt aftur á bak og áfram, sungu með af innlifun. Mikið hefði ég viljað vera á þeirri sýningu. Og þá vaknar auðvitað spurningin: fyrst áhorfendur voru mest í því að syngja á sýningunni, ætli þeir hafi munað eitthvað eftir myndinni sjálfri á eftir? Þeir þekktu söngleikinn og söguna, svo það má hugsa sér að þeir hafi ekkert verið að einbeita sér mikið að kvikmyndatökunni eða klippingunni. Enda gera það ekki nema nördar eins og ég. En þetta var semsé fyrsta karaókí sögunnar.

mánudagur, september 20

sunnudagshækan

hækan er ljóðrænt símskeyti
(Ramón Gómez de la Serna)


hún nálgast mig hægt
lyftir óstyrkri hendi
og strýkur hár mittblonde...

vaaaaáááááá......og mómentið þegar Kazu snerti Amedeo.....
laugardagur, september 18

trönubíó

Ágætu lesendur, þetta er bloggið sem veit ekki hvað það vill vera. Eins og eigandinn kannski. Hver veit? Svo farið sé áfram úr einu í annað án samhengis snýst þessi nýja færsla um bíó. Sá nefnilega áðan að Mír ætlar að sýna Trönurnar fljúga, snilldarmynd úr Krústsjof-þýðunni sem vann gullpálmann í Cannes 1958. Þetta er hið indælasta melódrama, en gert með miklum tilþrifum, myndatakan er eiginlega mest í ætt við Martin Scorsese. Enda er Martin kallinn hrifinn af þessum leikstjóra, Kalatozov, sérstaklega af mynd sem sá gerði á Kúbu rétt eftir byltingu og heitir Soy Cuba, svona Riefenstahl áróðursmynd gerð með stæl. Þar fann Martin víst fyrirmyndina af barskotinu fræga í Goodfellas, þar sem skotið gengur í eitthvað 10 mínútur um allan barinn. En allavega, mæli með Trönunum, hún er betri en þið búist við. Myndavélin stoppar varla allan tímann, og sum skot er að því er virðist ómöguleg, gerð fyrir tíma Steadycam og svoleiðis dóts. Já, og það er frítt inn. Á morgun, sunnudag, kl. 15:00. Ef þið komist ekki verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði eftir áramót á vegum Kvikmyndasafns Íslands.

Allavega, hér eru nokkrir linkar sem tengjast trönunum:

Færslan á IMDB
Umfjöllun á Deus Ex Cinema

föstudagur, september 17

skóstara

Zúri gæinn er að rifja upp skóstöruna (e. shoegazer), tónlistartegund sem náði vinsældum um og uppúr 1990. Þetta var skemmtilegt tímabil, draumkennt popprokk, melódíur í felum á bakvið fídbakk og gítarvegg. Fallegur hávaði. Snilldin náði auðvitað hæst með My Bloody Valentine, og fátt sem nær að toppa þá sveit. En það er ekki nóg með að diskópönkið sé að ganga aftur, heldur er eins og skóstaran sé að byrja að smita út frá sér á ný. Reyndar fer þetta allt laumulega fram, engar vinsældasveitir, litlir spámenn að pukra í sínum hornum. Hér koma svo tóndæmi um þetta. Áður hefur verið minnst á Olé, og ekki úr vegi að linka aftur á lagið þeirra fallega:
Olé - The Love Between Us
Önnur sveit rær á svipuð mið, amrísk líka og heitir Sway. Þeir hafa gefið út tvær EP plötur og nýbúnir að koma frá sér smáskífunni Us Girls. Þessi útgáfa lagsins er hins vegar af fyrri ep-plötunni þeirra:
Sway - Us Girls
Þriðja dæmið kemur frá New York eins og fleira gott. Þessi sveit heitir Asobi Seksu, söngkonan er japönsk eða af japönskum ættum og syngur stundum á því fallega máli. Þau er nýbúin að gefa út disk sem heitir sama nafni og hljómsveitin. Hér er tóndæmi, andi My Bloody Valentine svífur hér þungt yfir vötnum:
Asobi Seksu - Sooner

fimmtudagur, september 16

lorca - dali - buñuel

"Ég heimsótti Spán nokkrum sinnum á milli 1925 og 1929 og hitti vini mína á Garði. Í einni þessara ferða kom Dalí til mín og tilkynnti mér hrifinn að Lorca hefði skrifað frábært verk, Ástir don Perlimplín og Belísu í garði hans.
- Ég verð að lesa það fyrir þig.
Federico reyndist ekki viljugur til þess. Honum fannst oft, og ekki af ástæðulausu, að ég væri of frumstæður, of grófur, til að kunna að meta hina fíngerðari þætti leikverka sinna. Dag einn neitaði hann mér jafnvel um að koma með sér í heimsókn til einhverra aristókrata. Hvað um það, vegna þrábeiðni Dalís lét Lorca undan og samþykkti að lesa fyrir mig verkið. Við þrír hittumst á bar í kjallara "Hotel Nacional" þar sem sett höfðu verið upp viðarskilrúm sem mynduðu bása, líkt og í sumum bjórkrám í Mið-Evrópu.
Lorca hóf lesturinn. Hann var frábær lesari eins og ég hef sagt áður. Þrátt fyrir það var eitthvað sem vakti mér ógleði í sögunni um gamla manninn og stúlkuna sem í lok fyrsta þáttar enda saman uppi í himnasæng. Á þeirri stundu kemur dvergur upp úr hvíslarastúkunni og segir: "Gott og vel, ágætu áhorfendur, don Perlimplín og Belísa ..."
Ég stöðva lesturinn með því að slá lófanum í borðið og segi:
- Þetta er nóg, Federico. Þetta er ömurlegt.
Hann fölnar, lokar handritinu og lítur á Dalí. Sá tekur undir með sinni rámu rödd:
- Það er rétt hjá Buñuel, þetta er ömurlegt."
(Úr sjálfsævisögu Buñuels)


Jájá, svona eiga vinir að vera.

miðvikudagur, september 15

ekki fyndið - fyndið

Hver fékk þá brilljant hugmynd að setja baggalút í útvarpið? Þeir eru fyndnir á prenti, stundum meir að segja mjög fyndnir. En í útvarpi? Svo gjörsamlega ófyndnir að það er ekki einu sinni fyndið. Eða þannig.

En þótt baggalútur séu fyndnir á prenti, þá slá þeir ekki út japani. T.d. verður að segjast að þetta er heillandi speki.

þriðjudagur, september 14

bókmenntagetraun...

Getraunatími. Þessi er reyndar svo fáránlega létt að það hálfa væri nóg:

"Aaaah! Það svíkur engan sódavatnið á Akureyri!"
Hver sagði þetta, í hvaða verki og af hvaða tilefni? Verðlaunahafinn má eiga haustlaufin í garði mínum. Rómantísk verðlaun það.

tíví oll ðe tæm

Eina serían sem ég missi ekki af þessa dagana er One Tree Hill. Ekki spyrja afhverju, ég bara festist í þessu í sumar og má ekki missa af neinu nú orðið. Var afar spenntur að sjá hvað Lúkas gerði í kærustumálunum, yrði það Brúkk eða Peiton? Ég var mjög áfram um að hann héldi sig við Brúkk, enda er hún sætari. Svo nottlega klúðraði drengurinn þessu af aðdáunarlega fyrirsjánlegri list. En ég get nú glatt ykkur með því að piltúngurinn sem leikur Lúkas og hnátan sem leikur Brúkk voru víst að trúlofa sig um daginn, svona í arvölunni. Drengurinn poppaði bara á hana hringnum á ferðalagi í Ástralíu. Þetta er nú skemmtilegt líf hjá þessum leikurum, ójá. En ég bíð spenntur eftir næsta þætti. Verst hvað skjár einn sést illa hjá mér...

mánudagur, september 13

laugardagur, september 11

oj...

Ég stend uppi á kolli inni í svefnherbergi og hengi upp nýfaldaðar gardínur,* sonur minn 8 ára og vinur hans sitja inni í stofu og teikna. Allt í einu heyrist í öðrum þeirra: "Oj!!! Hún er á nærbuxunum!!" Ég kíki inn og á sjónvarpið. Viti menn, Crossroads byrjuð og Britney beib að hoppa uppi í rúmi á nærfötunum. Mér segir svo hugur að það séu ekki mörg ár þangað til þeir félagar missi þessa smekkvísi sína í hyldýpi gelgjunnar.


*áður en fólk tekur andköf yfir dugnaði mínum skal þess getið að gardínurnar eru búnar að lafa inn á mitt svefnherbergisfólf og safna ryki í tvo mánuði áður en ég hafði döngun í mér að falda þær (þökk sé Ikea þurfti ég ekki saumavél til).

sunnudagur, september 5

sunnudagshækan

Jæja, best að koma einhverju skikki á þetta blogg. Er þá kynntur til sögunnar nýr dagskrárliður, sunnudagshækan. Fólk getur þá haft eitthvað til að hlakka til í hverri viku. Reyndar er ég þegar búinn að birta eina frekar lítið stolna hæku áður og hér kemur önnur:


saltbragð á vörum
stíg ég keikur ölduna
eftir nótt með þérHmm, dónaskapur er þetta...

fimmtudagur, september 2

svo þreyttur...

Búinn að eyða deginum í að sofa eftir næturvakt dauðans. Nú skal glápt á mynddiska í allt kvöld, með tilheyrandi gosi, súkkulaði. Sykursjokk dauðans. Fátt betra eftir að hafa orðið vitni að mannlegri eymd eins og í nótt. Jamm og já.

þriðjudagur, ágúst 31

In the mood for love

Hún Lára var að tala um óvenjulega uppákomu í ríkissjónvarpinu um daginn, nefnilega að þeir skyldu sýna góða bíómynd á föstudagskveldi. Og svei mér þá, næstkomandi laugardagskvöld ætla þeir að sýna sko ekkert slor mynd. Vonandi verður áframhald á þessari smekkvísi rúvara. Myndin sem um ræðir heitir In The Mood For Love og er þvílíkt snilldarstykki að það hálfa væri nóg.Leikstjórinn er höfuðsnillingurinn Wong Kar Wai og kvikmyndatakan einstaklega fögur í höndum Christopher Doyle. Reyndar er þetta óvenjuleg mynd í höfundarverki Kar Wai's, engin handheld skot, engin neonljós og ekkert atriði þar sem leikari horfir á sjónvarp í búðarglugga (hann er soldið fyrir að kommentera á krísu nútímamannsins). Þó þetta sé ekki uppáhaldsmyndin mín eftir Wong Kar Wai (Happy Together fær líklega þann vinning), þá er þetta snilldarstykki sem ekki má láta framhjá sér fara og hana nú!

Gagnrýni um myndina er almennt mjög jákvæð, þó eru fýlupúkar sem eru aldrei ánægðir með neitt. Svo er hérna grein og svo önnur grein um téða mynd.


mánudagur, ágúst 30

olé olé olé olé...

Neinei, ekkert fótboltastuð hér. Vildi bara kynna fyrir fólki kalifornísku sveitina Olé sem spilar draumkennt og sykursætt popp með smá viðbættum hávaða af og til, með góðum árangri. Svo er þetta hið fallegasta fólk, sem ekki er til að spilla fyrir.Það er hægt að nálgast slatta af mp3 skrám á heimasíðu þeirra. Mæli sérstaklega með The Love Between Us.

sunnudagur, ágúst 29

lokahátíð með tveimur hálfvitum takk

Þessir hálfvitar á íþróttadeild rúv eru alveg að slá sjálfum sér við. Hópur kínverja uppi á sviði að gera tai-chi æfingar, og íslenski hálfvitinn röflar yfir: "já, þetta er langfrægasti þjóðdans kínverja, táknar félagslyndi og örlæti." What? Birni Bjarna hefur áreiðanlega verið skemmt.

Annars var vel til fundið hjá grikkjum að enda lokahátíðina með grísku sveitaballi, með glimrandi júrótrashi og vottnott. Jájá, og hvað var ég að gera með að horfa á þessa þvælu?