þriðjudagur, ágúst 31

In the mood for love

Hún Lára var að tala um óvenjulega uppákomu í ríkissjónvarpinu um daginn, nefnilega að þeir skyldu sýna góða bíómynd á föstudagskveldi. Og svei mér þá, næstkomandi laugardagskvöld ætla þeir að sýna sko ekkert slor mynd. Vonandi verður áframhald á þessari smekkvísi rúvara. Myndin sem um ræðir heitir In The Mood For Love og er þvílíkt snilldarstykki að það hálfa væri nóg.Leikstjórinn er höfuðsnillingurinn Wong Kar Wai og kvikmyndatakan einstaklega fögur í höndum Christopher Doyle. Reyndar er þetta óvenjuleg mynd í höfundarverki Kar Wai's, engin handheld skot, engin neonljós og ekkert atriði þar sem leikari horfir á sjónvarp í búðarglugga (hann er soldið fyrir að kommentera á krísu nútímamannsins). Þó þetta sé ekki uppáhaldsmyndin mín eftir Wong Kar Wai (Happy Together fær líklega þann vinning), þá er þetta snilldarstykki sem ekki má láta framhjá sér fara og hana nú!

Gagnrýni um myndina er almennt mjög jákvæð, þó eru fýlupúkar sem eru aldrei ánægðir með neitt. Svo er hérna grein og svo önnur grein um téða mynd.


mánudagur, ágúst 30

olé olé olé olé...

Neinei, ekkert fótboltastuð hér. Vildi bara kynna fyrir fólki kalifornísku sveitina Olé sem spilar draumkennt og sykursætt popp með smá viðbættum hávaða af og til, með góðum árangri. Svo er þetta hið fallegasta fólk, sem ekki er til að spilla fyrir.Það er hægt að nálgast slatta af mp3 skrám á heimasíðu þeirra. Mæli sérstaklega með The Love Between Us.

sunnudagur, ágúst 29

lokahátíð með tveimur hálfvitum takk

Þessir hálfvitar á íþróttadeild rúv eru alveg að slá sjálfum sér við. Hópur kínverja uppi á sviði að gera tai-chi æfingar, og íslenski hálfvitinn röflar yfir: "já, þetta er langfrægasti þjóðdans kínverja, táknar félagslyndi og örlæti." What? Birni Bjarna hefur áreiðanlega verið skemmt.

Annars var vel til fundið hjá grikkjum að enda lokahátíðina með grísku sveitaballi, með glimrandi júrótrashi og vottnott. Jájá, og hvað var ég að gera með að horfa á þessa þvælu?

tónlist; ljóskur; Barcelona

Tónlist í gangi þessa dagana:

 • Adem - Homesongs
  Sætt og rólegt, soldið í anda Sufjan Stevens. Gæinn kemur á airwaves, má ekki missa af því

 • Juana Molina - Segundo
  Argentínsk músa, syngur eins og engill. Þessi plata frá 2000, er víst komin með nýja.

 • Bacon - Krieg
  Íslensk hljómsveit og óútgefið efni, experimental raftónlist, lofar góðu. Þarna eru einhverjir meðlimir Stjörnukisa innbyrðis.

 • Tom Waits - Rain Dogs
  Tja, hvað getur maður eiginlega sagt...

 • Bebo y Cigala - Lágrimas negras
  Latínódjass með flamencosöng. Toppdiskur
---

Svo eru Blonde Redhead að koma. Ekki slæmt það. Loksins fæ ég að sjá uppáhaldshljómsveitina mína til margra ára, búinn að missa af þeim tvisvar áður (var nýfarinn til útlanda þegar þau komu hingað og nýfarinn heim þegar þau spiluðu í Madrid skömmu síðar). En nú skal það ganga.

---

Annars var ég að taka eftir því að Sufjan Stevens og Devendra Banhart spila sömu helgina í Barcelona í byrjun okt. Nú er komin úrvals afsökun fyrir helgarferð, enda er ég búinn að vera viðþolslaus eftir spánarferðina í júní. Damn! Það er reyndar eitt vandamál. Peningar. Hmmm. Nú fer maður að skilja bónusræningjana betur...

laugardagur, ágúst 28

Fer í fíling...

Hmmm, já, það er nú það.

Quiz Me
Gummi was
a Creative Dancer
in a past life.

Discover your past lives @ Quiz MeAnnars er ein spurning sem enginn kemur til með að svara. Af hverju er lag úr Flashdance notað í íslensku Fame?

föstudagur, ágúst 27

Bull og vitleysa

Voðalega finnst mér erfitt að semja fyrsta póst. Eitthvað sálfræðilegt, sjálfsagt til nafn á þetta heilkenni. Annars finnst mér alltaf erfitt að byrja á öllu sem heitir skriftir. Sit og stari á auða(n) síðu/skjá og finn tómleikann ná tökunum. Man þá eftir uppvaskinu sem eftir var, eða þessari líka fínu bloggsíðu sem þarf að lesa eða bókinni sem ég á bara eftir að lesa í einn kafla og áður en ég veit af er kominn háttatími. Svo ekkert verður úr hinu ódauðlega kvikmyndahandriti eða bloggi eða hvað það nú er. En nú er komið herbragð sem kannski virkar. Nú set ég inn leiðinlegan og langdreginn bullpóst um það hvað það sé erfitt að semja fyrsta bullpóst og þá kannski detta álögin út. Er svo ekki hægt að dílíta svona drasli seinna, þegar maður er kominn í gang?