sunnudagur, nóvember 28

aðventa

Oh, and dreams have a knack of just not coming true
(Morrisey)
Já, í stað þess að lýsa því hvernig mér líður set ég inn spaklegar tilvitnanir sem segja miklu meira og stundum miklu minna og stundum alls ekki neitt. En allavega, nú er fyrsti í aðventu og þá er bara best að setja inn jólalög, þótt það sé ennþá bara nóvember. Þetta er sú dásamlega hljómsveit Low og lögin koma af þeirra dásamlegu jólaplötu sem heitir einfaldlega Christmas (kaupa hérna). Annað er frumsamið, hitt er gamalt Presleylag.
Low - Just Like Christmas
Low - Blue Christmasfimmtudagur, nóvember 25

æjá...

Kaffi er miklu nauðsynlegra en nokkur hugsjón.
(Jóhamar)
Biðröðin að kassanum gengur hægt. Allir í röðinni eru með troðfullar körfur nema ungi maðurinn sem er aftastur, hann er með eina af þessum litlu gulu handkörfum sem stendur á Bónus og búinn að setja ofan í mjólk, þvottefni, sjampó og spagettísósu. Strákurinn á kassanum ekki eldri en 12 ára og hefur greinilega aldrei gert þetta áður. Til að drepa tímann fer ungi maðurinn að leita að einhverju til að lesa á. Tímaritin öll í plasti, bölvað hallæri. DV í rekka við hinn kassann og ekki innan seilingar. Þegar hann nálgast kassann sér hann sælgætisumbúðirnar sem hanga þar í röðum. Þær eru flestar á skandinavísku. Les þær samt gaumgæfilega, fátt annað að gera í stöðunni. Röðin kemur loks að konunni á undan honum, hún þrælar mánaðarbirgðum upp á færibandið og strákurinn á kassanum hamast við, rauður í kinnum. Ungi maðurinn lítur eftir einhverjum umbúðum til að lesa. Smokkapakki blasir við. Það vekur athygli hans að umbúðirnar eru á íslensku. Svo fer hann að lesa: "Gagnlegt við getnaði, HIV og öðrum kynsjúkdómum". Hann flissar hljóðlega. Konan, sem er búin að koma öllu upp úr körfunni, lítur á hann og svo á smokkapakkann. Ungi maðurinn ákveður að það sé ekki góð hugmynd að útskýra brandarann og fer að lesa utan á tyggjópakkana, eins kæruleysislega og hann getur.

merdre...

Í tilefni af síðasta kvikmyndapistli kemur hér lag. Titil lagsins ætla ég að taka til mín til að minna mig á að fyrst ég er farinn að hafa skoðanir þurfa nú kannski verknaðir að fylgja í kjölfarið. Þið eruð vitni. Þetta er lag með þeirri ágætu sveit Brian Jonestown Massacre, plötum hennar hef ég verið að dunda mér við að dánlóda hér, á bráðlöglegan máta. Mæli með því:

Brian Jonestown Massacre - "Talk-Action=Shit"

mánudagur, nóvember 22

kvikmyndir í kviksyndi

Ég var að uppgötva greinar á vefsíðu LogS, tímariti Félags kvikmyndagerðarmanna, það var svolítið langt um liðið síðan ég kíkti síðast og svona. En allavega, ég ætla að reyna að hugsa upphátt um eitthvað af því sem ég fann þarna. Sérstaklega grein Hávars Sigurjónssonar, sem birtist víst fyrst í Mogganum 6. nóvember, en ég missti af þar, Mogginn kemur aldrei hér innum lúgu. Svo var líka mjög góð grein eftir hann Hauk Má, sem ég held að stundi líka hvalveiðar. Ég tala kannski um hana seinna, ef ég gefst ekki upp eftir þetta bull hérna.

Allavega, Hávar skrifar góða grein þar sem hann leggur út af spurningunni af hverju íslenskar bíómyndir fái svona lélega aðsókn. Reyndar talar hann mest um af hverju og að hvaða leyti íslensk kvikmyndahandrit séu svona slöpp. Sem hann skrifar aðallega á leti og áhugaleysi, ekki vankunnáttu. Mmmm, kannski. Allavega, hann tínir til þrjár punkta:
  • Söguþráður í íslenskum kvikmyndum er oftast veikur og lítið á honum að græða, reynt að gera of mikið úr of litlu
  • Það vantar alla dramatíska vigt í íslensk kvikmyndahandrit, samtöl eru illa skrifuð og hugsuð, lögð of mikil áhersla á myndræna þáttinn og allt sem heitir persónusköpun fer út í veður og vind
  • Svo eiga íslenskar myndir lítið erindi við samtíma sinn, að mati Hávars, íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafi ekkert að segja (á mannamáli má segja að þetta sé mest bara prívatrúnk til þess að komast á Edduverðlaunaafhendinguna (ekki orðalag Hávars!)).
Já, það má alveg vera sammála mörgu hérna. Þetta með leti og áhugaleysi er kannski rétt, ég veit það ekki, allavega finnst manni hlutirnir ganga alltof oft út á það að vera kúl og komast í blöðin. En það á ekki bara við um kvikmyndagerð, þetta er einkenni á íslensku samfélagi eins og það leggur sig. Er Ísland kannski póstmódernískasta land í heimi?

En hvað á Hávar eiginlega við með þessu spjalli um veikan söguþráð og skort á dramatík? Vill hann fá leikrit á filmu? Fólk að rífast í eldhúsum? Nei, það held ég ekki, en þetta orð, dramatík, er kannski of aðeins of merkingarhlaðið til að henta vel í svona umræðu (nema maður hafi sama bakgrunn og Hávar og viti um hvað hann er að tala).

Sko, (og nú er ég að hugsa upphátt) í góðri kvikmynd kemur bæði fyrir frásögn (narrative) og dramatík. Eins í leikhúsi, nema þar er dramatíkin í hávegum höfð og frásögnin styður aðeins við ef á þarf að halda (já ég veit, mikil einföldun) og í skáldsögum er frásögnin aðalmálið, þó dramatísk element birtast líka oft í formi samtala, en eru sjaldnast aðalmálið (já, líka einföldun, en...). Í kvikmyndum ætti þetta að vera þokkalega balanserað, ljósasta dæmið um frásögn er þegar sögumaður leiðir áhorfandann í gegnum söguna, en oftast er frásögnin myndræn, við sjáum umhverfi og athafnir persónanna sem leiða áhorfandann frá einni senu til annarrar auk þess sem upplýsingar koma fram í samtölum persónanna og þetta skapar frásagnarlegan þráð myndarinnar. Dramatíkin felst auðvitað í samskiptum persónanna og þá helst í samtölum, en getur líka verið myndræn. Dramatíska uppbyggingu má útskýra á eftirfarandi hátt (með skelfilega mikilli einföldun): Í hverri sögu er aðalpersóna (protagonist) sem vill ná einhverju marki, t.d. James Bond, sem vill bjarga heiminum frá glötun, (og komast yfir allt kvenfólk sem á vegi hans verður, en það er annað mál) og svo andstæðingur (antagonist) sem leggur stein í götu hans og geta verið fleiri en einn, hjá Bond er það vondi kallinn sem er að byggja leiserbyssu sem splundrar tunglinu og allt vonda fólkið sem vinnur fyrir hann og er alltaf eitthvað að stríða Bond og koma í veg fyrir að hann nái í skottið á vonda kallinum.

Gott og vel, dramatíkin í samtölum kemur einnig fram í þessum andstæðuleik, þ.e. einhver segir eitthvað og annar setur sig upp á móti honum. Þá þarf fólk ekki endilega að vera að rífast, en með svona dramatískri uppbyggingu myndast dramatísk spenna og í vel skrifuðum samtölum er spenna á milli allra setninga. Spennan getur verið góðlátlegt, fjandsamleg, pirrandi, vottever, allt eftir þörfum sögunnar. Þannig að frásögnin og dramatíkin mynda saman vel heppnað handrit. Svo maður noti nú kléna og hallærislega myndlíkingu, þá er frásögnin eins og raflögn og dramatíkin straumurinn. Það er gott og blessað að hafa góða raflögn, en ef enginn er straumurinn kviknar ekkert ljós.

T.d. senan í byrjun Fargo, þar sem Jerry Lundegaard kemur og hittir tilvonandi mannræningja. Það hefði verið hægt að skrifa hana þannig að Lundegard kæmi inn, kynnti sig, mannræningjarnir kynntu sig, hann segði hvað hann vildi, þeir segðu já, og svo væri allt klappað og klárt. Öllum upplýsingum komið til skila, en ekkert sérlega áhugavert samtal, ládautt. En svona gerðu Coen bræður það:
JERRY: I'm, uh, Jerry Lundegaard -
CARL: You're Jerry Lundegaard?
JERRY: Yah, Shep Proudfoot said -
CARL: Shep said you'd be here at 7:30. What gives, man?
JERRY: Shep said 8:30.
CARL: We been sitting here an hour. I've peed three times already.
JERRY: I'm sure sorry. I - Shep told me 8:30. It was a mix-up, I guess.
CARL: Ya got the car?
JERRY: Yah, you bet. It's in the lot there. Brand-new burnt umber Ciera.
CARL: Yeah, okay. Well, siddown then. I'm Carl Showalter and this is my associate Gaear Grimsrud.
JERRY: Yah, how ya doin'. So, uh, we all set on this thing, then?
CARL: Sure, Jerry, we're all set. Why wouldn't we be?
JERRY: Yah, no, I'm sure you are. Shep vouched for you and all. I got every confidence in you fellas.
They stare at him. An awkward pause.
JERRY: ... So I guess that's it, then. Here's the keys -
CARL: No, that's not it, Jerry.
JERRY: Huh?
CARL: The new vehicle, plus forty thousand dollars.
JERRY: Yah, but the deal was, the car first, see, then the forty thousand, like as if it was the ransom. I thought Shep told you -
CARL: Shep didn't tell us much, Jerry.
Strax eftir fyrstu setningu er komin spenna í dæmið, sem um leið skilgreinir persónurnar og samskipti þeirra. Og heldur áhuga áhorfandans.

Annað dæmi er fjölskyldudinnerinn í byrjun Donnie Darko:
Elizabeth Darko: I'm voting for Dukakis
Eddie Darko: Hmm, well. Maybe when you have children of your own and they need braces, and you can't afford them because half of your husbands pay check goes to the federal government, you will regret that decision...
Elizabeth Darko: My husbands pay cheque?
Rose Darko: (Chuckles).
Elizabeth Darko: Anyway, I'm not going to squeeze one out till I'm, like, 30.
Donnie Darko: Will you still be working at the Yarn Barn? Because I hear that's a really great place to raise children.
Elizabeth Darko: That's really funny
Rose Darko: No, I think a year of partying is enough. She'll be going to Harvard next fall.
Elizabeth Darko: Mom, I haven't even gotten in yet.
Rose Darko: Do you honestly think Michael Dukakis will provide for this country till you're ready to squeeze one out?
Elizabeth Darko: Yeah, I do.
Samantha Darko: When can I squeeze one out?
Donnie Darko: Not until 8th grade.
Rose Darko: Excuse me?
Elizabeth Darko: Donnie, you're such a dick.
Donnie Darko: Whoa, Elizabeth! A little hostile there. Maybe you should be the one in therapy. Then Mom and Dad can pay someone $200 an hour to listen to your thoughts so we don't have to.
Elizabeth Darko: OK, you want to tell Mom and Dad why you stopped taking your medication?
Donnie Darko: You're such a fuck-ass!
Elizabeth Darko: What?!
Rose Darko: Please.
Elizabeth Darko: Did you just call me a 'fuck-ass'?
Rose Darko: Elizabeth, that's enough.
Elizabeth Darko: You can go suck a fuck.
Donnie Darko: Oh please tell me, Elizabeth, how exactly does one suck a fuck?
Elizabeth Darko: You want me to tell you?
Donnie Darko: Please, tell me.
Rose Darko: We will not have this at the dinner table. Stop.
Elizabeth Darko: Fuck.
Samantha Darko: What's a fuck-ass?
Sumsé, dramatík frá fyrstu setningu, en um leið komið til skila hvenær myndin gerist, að Donnie sé á geðlyfjum sem hann er hættur að taka, að Elizabeth sé að útskrifast og búin að ná kosningaaldri. Dramatíkin gerir líka dýnamíkina í samskiptum fjölskyldumeðlima greinilega. Og áhugi manns dvínar aldrei. Jamm, mjög gott. Man einhver eftir íslenskum samtölum sem virka svona vel? Man ekki eftir neinu í svipinn, kannski Sódómu Reykjavík.

Það leiðir einmitt að einu vandamáli við íslenska handritsgerð, sem er sú að oft og tíðum eru íslenskir skáldsagnahöfundar fengnir til að skrifa handritin. Málið er með skáldsagnahöfunda að þeir kunna vel að segja sögu, þ.e. segja frá. Þeir kunna ekkert endilega að meðhöndla dramatíkina, því hún er svolítið fjarri þeirra hugsunarhætti. Gott dæmi um þetta er Gabriel Garcia Marques. Einn besti skáldsagnahöfundur sem fæðst hefur í þessum heimi. Kann svo sannarlega að segja sögu. Það vita það hins vegar færri að hann hefur skrifað eitthvað af kvikmyndahandritum sem hafa verið gerðar myndir eftir, en engin þeirra hefur náð nokkurri frægð að ráði. Hvers vegna skyldi Marques ganga svona illa með kvikmyndahandritin sín, því nú kann maðurinn svo sannarlega að skrifa? Af því að hann skrifar handritin eins og hann sé að segja sögu (eða svo er mér sagt af fróðum manni), það vantar alla dramatík. Þess vegna vekja myndirnar ekki áhuga áhorfenda. Ég held svosem að leikskáld væru ekkert endilega betri, þá væri bara farið út í hinar öfgarnar, þ.e. samtöl út í eitt (eins og sumar fyrstu myndir David Mamets bera svolítið merki). Þeir sem kunna á miðilinn og hafa eitthvað að segja og kunna að koma því frá sér skrifa góð handrit. Punktur og basta barasta.

Annars virðist hugmynd íslenskra handritshöfunda að samtölum vera orðin einhvern veginn sú að því hversdagslegri sem þau séu því betri verði þau:
Kona1: Sko, svo ef, þú veist, hérna, ef maður, hérna, tekur upp á því að, þú veist deyja. Nei, ég meina, sko, maður, hérna, veit aldrei,...
Kona2: Nei, einmitt, sko, rosa sniðugt, ha..
Kona1: Já, einmitt, sko, þá, hérna, heldur fjölskyldan mín, þú veist, þau fá alveg, sko, svona 70% af laununum mínum, hérna, alveg í 7 ár.
Kona2: já, vá, hérna, rosa sniðugt
Kona3: (á innsoginu) hjáh...
Íslenskur díalógur í hnotskurn? Þekkið þið einhverja sem tala svona? Enda er þetta bara búllsjitt, góður leikari getur tekið nokkurn veginn hvaða díalóg sem er og flutt hann af sannfæringu. Það er hægt að gera tilraun með þetta. Taka af handahófi einhverja spólu úr safni BBC á uppfærslum leikrita Shakespeares, kíkja á atriði af handahófi og það bregst ekki að þar er breskur leikari að fara með íambískan pentametra á þann hátt að maður trúir því að hann sé að hugsa þennan andskota upp á staðnum.

Hávar segir líka:
Vel skrifuð samtöl segja yfirleitt mun meira en orðin sjálf, undirtexti heitir það og er allt að því óþekkt í íslenskum kvikmyndum.
Þetta er náttúrlega rétt, en kannski ekki öll sagan sögð. Það er hægt að skrifa mjög plein samtal sem virðist ósköp hreint og klárt og túlkunin eftir orðanna hljóðan:
LIANE: Please don't wash your hands in the sink.
WIGAND: Where should I wash them?
LIANE: Use the bathroom.
WIGAND: What's the difference...
LIANE: That's for food.
But he ignores her, washing his hands... And she turns the water off. He turns it back on. He thinks, then turns it off. Then she turns it on.
LIANE: (cont'd) Leave it on! Just leave it on, okay?!
(Úr The Insider). Þetta virðast bara vera hjón að kýta, eins og þau hafa gert hundrað sinnum. En eins og það er leikið og framsett í myndinni, og í samhengi með því sem kemur á undan og á eftir er ljóst að við erum að horfa á hjónaband að sigla í strand, þau eru að brotna undan farginu. Undirtextinn er semsagt ekki bara hvernig samtölin eru skrifuð, heldur líka hvernig þau eru túlkuð af leikurum og leikstjóra. Ef tvær manneskjur tala um veðrið og strjúka yfir hendi hvers annars um leið og enda samtalið á ástríðufullum kossi, er ljóst að samtalið segir eitt en túlkun leikaranna segir eitthvað allt annað. Þarna held ég að sé eitt af stóru vandamálunum. Ekki endilega í handritinu, heldur að íslenskir leikstjórar vita ekkert hvað þeir eiga að gera með þessa leikara og vilja ekki/nenna ekki/þora ekki að taka afstöðu til textans. Þegar Keith Carradine lék í Fálkum kom hann til Friðriks Þórs og vildi tala um persónusköpun. Friðrik umlaði: "persónusköpun? Hehe..." og sneri sér svo við og fór að gera eitthvað annað, og það var ekki rætt meir. Þetta er ekkert annað en hræðsla við að eiga við leikara, hvað sem Friðrik vill kalla það. Hann er reyndar það klár að velja sér leikara sem fitta í týpuna, eins og Gísla Halldórsson, en allir fínni núansar hverfa. Þessi "beini" leikstíll sem kemur út úr þessu er það sem fer mest í taugarnar á mér, þar sem allar setningar eru leiknar nokkurn veginn hástöfum (takk varríus), og ekki er pláss fyrir neina túlkun, engin tvíræðni, enginn undirtexti. Og það er leikstjórunum að kenna. Það er alltof oft kvartað yfir ofleik íslenskra leikara í kvikmyndum, en það er ekki þeim að kenna, þegar leikarar fá ekki leiðsögn heldur eru skildir eftir í lausu lofti er kannski kraftaverk að það sé eftir allt saman hægt að finna góðan leik í íslenskum myndum. Þetta hefur reyndar farið skánandi og komnir leikstjórar sem nenna að vinna með leikurunum. Íslenskir leikarar eru líka að verða vanari miðlinum, hafa kannski horft á sjálfa sig á tjaldinu og eru því í betri aðstöðu til að leikstýra sjálfum sér en áður. Sem er samt ekkert jákvætt, bara minna pirrandi.

Reyndar er pirringur Hávars á hinum myndræna þætti í kvikmyndum kannski fullmikill. Það eru til fullt af dæmum þar sem myndræn framsetning virkar vel. T.d. er varla sagt orð í Paris Texas, en er samt ein af betri myndum sem gerð hefur verið. Þar er myndræn framsetning aðalmálið, sagan er sögð í löngum tökum, þar sem hádramatískar samræður hefðu verið alveg út úr kú. En þar er samt drama, því dramatík þarf ekki endilega að vera í samtölum, heldur líka í því hvernig persónur horfa og horfa ekki á hverja aðra, hvernig og hvenær þær þegja, o.s.frv. Svo er myndræn framsetning stundum best til þess fallin að koma sögunni á framfæri. Tökum t.d. atriðið úr Close Encounters of the Third Kind. Richard Dreyfuss er að keyra um nótt á trukknum sínum. Hann er villtur og stöðvar bílinn til að skoða kort. Í gegnum afturrúðuna sjáum við bílljós nálgast. Allt í einu lyftast ljósin frá jörðu og svífa hratt upp í himininn. Segir meira en þúsund orð. En það er auðvitað rétt hjá Hávari, ef myndin er ekki um neitt mikið bjarga fallegar myndir engu.

Þetta með innihaldsleysið... Já, það eru ekki margar íslenskar myndir sem virðast snerta við kvikuna í manni. Fáar reyndar. Ef nokkrar. Hér er enginn Ken Loach eða Mike Leigh. Enginn Charlie Kaufmann eða Lars Von Trier. Einhver sem hefur svo mikinn og brennandi áhuga á einhverju og svo mikla þörf til að segja frá því að stundum þyki manni nóg um. Einhver sem getur smitað mann með ástríðunni. Ég get nefnt nokkrar erlendar myndir sem hafa haft slík áhrif á mig að ég hef gengið um í vímu á eftir, en engin íslensk kemst þar inn. Sem er mjög leitt.

Það sagði einhver ítalskur kvikmyndaleikstjóri að ítölsk kvikmyndagerð hefði byrjað að hnigna þegar ítalskir leikstjórar hættu að ferðast um með almenningssamgöngum. Kannski þetta sé vandamálið, strætókerfið í Reykjavík er svo lélegt að leikstjórum dettur ekki í hug að taka strætó. Ef þeir tækju strætó sæju þeir rónana á hlemmi, manninn frá Costa Rica sem er á leið í fiskvinnu út á granda, austurlensku stúlkurnar sem spjalla saman á sínu hvella tónamáli á leið sinni í ræstingarnar, gamla fólkið sem eru korter að komast út úr vagninum, unglingana sem setja lappirnar upp á sætin og fá skammir frá bílstjóranum. Lífið í borginni. Eða eitthvað

Og ég er ekki að segja að ég geti gert betur. En kannski vil ég trúa ég því innst inni? Hmmm. Allavega nú er nóg komið. Hvalurinn bíður betri tíma.

föstudagur, nóvember 19

Falludja enn og aftur

"Fallujah has been laid waste. It is a hell on earth of shattered bodies, shattered buildings and the stench of death. The city will enter history as the place where US imperialism carried out a crime of immense proportions in November 2004." (meira hér)
Ég sendi tölvupóst á forsætisráðherra, utanríkisráðherra og þingmenn í utanríkismálanefnd Alþingis áðan sem innihélt eftirfarandi:

Hæstvirtur forsætisráðherra, hæstvirtur utanríkisráðherra og hæstvirtir þingmenn í utanríkismálanefnd Alþingis:Það hefur verið framinn hræðilegur stríðsglæpur í borginni Fallujah í Írak. Við höfum verið gerð meðsek í þessum og fleiri voðaverkum að okkur forspurðum. Ég mótmæli þessum glæp af öllu hjarta, og krefst þess að íslenska ríkisstjórnin komi mótmælum á framfæri við bandarísk stjórnvöld og krefjist þess að aðgerðum verði hætt nú þegar, og að stuðningur íslendinga við stríðið í Írak verði dreginn til baka.

Virðingarfyllst,

Guðmundur Erlingsson
Reykjavík

Ég hvet alla til að gera það sama. Setjið þetta á bloggið ykkar og hvetjið aðra til að gera það sama. Það er ekki hægt að taka þessu þegjandi. Ef ykkur finnst ljósmyndin of mikið tilfinningarúnk, þá má finna nóg hér: http://fallujapictures.blogspot.com/

Netföngin eru hér (copí/peista draslið í "to:" dálkinn í póstforritinu):
david@althingi.is, halldor@althingi.is, aoa@althingi.is, bryndish@althingi.is, dagny@althingi.is, drifah@althingi.is, einarg@althingi.is, gak@althingi.is, gudlaugurthor@althingi.is, garni@althingi.is, gunnb@althingi.is, hjalmara@althingi.is, jbjart@althingi.is, rannveig@althingi.is, skk@althingi.is, siv@althingi.is, solveigp@althingi.is, sjs@althingi.is, tsv@althingi.is, ossur@althingi.is

fimmtudagur, nóvember 18

með maskara í alaska

Next blog takkinn kemur sér vel þegar manni leiðist, eins og Hreinn hefur bent svo skilmerkilega á. Þessi takki leiðir mann líka oft á vit hins óþekkta og spennandi. Kunio var skemmtilegur, en hann er latur við að uppfæra bloggið sitt. En upp á síðkastið hef ég ánetjast lífi tveggja unglingsstúlkna í Alaska. Hvað er í Alaska annað en fjöll og skógar og sífreri og rauðhnakkar með frosna sál og haglabyssu um öxl sem kjósa Bush? Tja, fátt annað, hefði ég sagt fyrir einungis viku síðan. En viti menn, þar er víst líka að finna unglinga. Og enga venjulega unglinga.

Becca og Kai, tvær 14 ára hnátur í smábænum Juneau í Alaska halda úti vinkvennabloggi, Lick the camper Fluffers. Þær skiptast á að setja inn færslur og kommenta hjá hvor annarri.

Smábæjarlífið er þeim hugleikið. T.d. segir Becca: "Now more than ever I'm hating Juneau. There's just something about this place that makes me feel choked or someting. It's just too small. Not in land size, sure. But there are not enough people! [...] You know when you buy perfume from those cool companies in Saks and they have the names of cities on them? Well they always have three cities, New York, Paris and London. I just want to live in the places that the perfume companies acknowledge."

Þessi angist beinist í miklum mæli að kynhvötinni. Kai virðist eitthvað óviss um eigin langanir: "Like this girl... we'll call her Tree (sorry, CTY joke there). So, me and tree kind of kissed, but I think she was much more into this guy who we both like, we'll call him Moss. So, I see Moss and Tree in the halls together sometimes, but then they both act like they're into me, so is this a love triangle, or a three-way waiting to happen? I'm so confused, the one thing I do know though, is I will be sad if Tree and Moss get together and I'm not even invited to join in... tee-hee! Just kidding babes... or maybe not? Tee-hee!"

Becca virðist nokkuð viss í sinni sök, en lendir oft í þeirri krísu að finnast kærastar vinkvenna sinna sætir: "Dear God, I hate to write about Cate's "boyfriend" of seven hours like this, but he is really hott. I mean, REALLY REALLY WAY MORE HOTT THEN PEOPLE NAMED MYLES ARE ALLOWED TO BE HOTT."

Og stundum virðist unglingsangistin ekki eiga sér neina sérstaka uppsprettu, eins og Becca segir: "Damn these hormones!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Now I did not adopt this blog from Kai (I LOVE YOU KAI) to turn it into a little angst orgy. But sadly, that's the mood I'm in."

Og Kai segir: "There's a mad drilling holes in my ceiling. I can't open my bag of chips. MAJOR STRESSAGE OVER SF APPLICATION! STRESS! STRESS! STRESS!!"

Nei, þetta er ekki auðvelt líf.

Svo eiga þær sín skemmtilegu móment. Sérstaklega varð gleðin mikil þegar þessar einöngruðu sálir komust í pínulitla snertingu við hinn ytri og svalari heim. Becca heldur mikið upp á pistlahöfundinn Sarah Lewitinn og segir reglulega fréttir af henni. Einn daginn kom þetta: "Ok, so Sarah Lewitinn retired from her column at SPIN. This is really more than a bit of a poo, but since I cant make her go back to it, I'mma just have to deal. I sent her an IM saying it's too bad, but I'm pretty sure she just deleted it. That's what people have to do when they get thousands of IMs a day. I'm happy if I get one and half. Today I got...one. So yea."

En viti menn, Sarah henti ekki skeytinu út: "OH MAH GAH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!I can hardly breathe. I know it's just another thank you to her and to you guys it's just another weird thing Becca does. But to me, it's like I just talked to Jesus. Which would matter if I wasn't Jewish. Anways. Sarah Lewitinn responded. WOAH!"

Og Kai kommentar og samgleðst henni: "ok, im sooooo happy for you. i have never really talked to sarah lewitinn or jesus before, so i can't really relate, but im really happy for you."

Og svo verða þær yfir sig hrifnar þegar einhver ókunnugur kommentar hjá þeim (nei, ég hef ekki kommentað). Einn dag skildi einhver Frank eftir komment: "becca i LOVE you!!! you make me laugh and thats cool."

Þetta þótti Kai saga til næsta bæjar: "Oh my god Becca, someone named Frank loves you! Omg... someone named Frank reads our blog! omg! someone we don't know ACTUALLY READS THIS THING! Wtf mate."

Já, það er gott að geta glaðst yfir litlu. Og ég er ekki að gera grín að þeim hnátum, ef þið haldið það. Mér finnst þær æði. Ég er búinn að vera soldið vængbrotinn eftir að One Tree Hill rann sitt skeið í sjónvarpinu, en þetta er miklu skemmtilegra. Svo held ég að það hljóti að verða eitthvað mikið úr þeim stúlkum.

þriðjudagur, nóvember 16

you can't trust these people

"I would have shot the insurgent too. Two shots to the head," said Sergeant Nicholas Graham. "You can't trust these people. He should not be investigated. He did nothing wrong." (Úr "Guardian")

Já það er Fallúdja. Til hvers í ósköpunum voru þið þá að "frelsa" þá, helvítis heimsku ameríkanar?!! Hálfvitar og fífl!! Reyndar hugsar arabaheimurinn nákvæmlega svona um ameríkana. Að þeim sé ekki treystandi. Og það er auðvitað hárrétt hjá þeim. Annars útskýrir Sverrir þetta miklu betur en ég. Ekki búin að lesa greinina? Skamm skamm!

Annars eru sumir ameríkanar sorrí. En mér reynist það alltaf erfiðara og erfiðara að muna að til er þokkalegt fólk í því landi, svei mér þá. Og ekki fer það skánandi við svona fréttir.

föstudagur, nóvember 12

Gertrude

Þar sem ég er andlegur tvífari Gertrude Stein (sjá síðustu færslu) þá kemur hér smá bútur úr verki hennar As A Wife Has A Cow: A Love Story (lengri útgáfa hér, neðarlega á síðunni). Hér sést vel aðaleinkenni skáldskapar Gertrude, þar sem hún reynir að ná fram í ljóðrænu máli sömu áhrifum og Picasso og félagar í kúbískum málverkum:
As a Wife Has a Cow: A Love Story, by Gertrude Stein

Nearly all of it to be as a wife has a cow, a love story. All of it to be as a wife has a cow, all of it to be as a wife has a cow, a love story.

As to be all of it as to be a wife as a wife has a cow, a love story, all of it as to be all of it as a wife all of it as to be as a wife has a cow a love story, all of it as a wife has a cow as a wife has a cow a love story.

Has made, as it has made as it has made, has made has to be as a wife has a cow, a love story. Has made as to be as a wife has a cow a love story. As a wife has a cow, as a wife has a cow, a love story. Has to be as a wife has a cow a love story. Has made as to be as a wife has a cow a love story.

When he can, and for that when he can, for that. When he can and for that when he can. For that. When he can. For that when he can. For that. And when he can and for that. Or that, and when he can. For that and when he can.

And to in six and another. And to and in and six and another. And to and in and six and another. And to in six and and to and in and six and another. And to and in and six and another. And to and six and in and another and and to and six and another and and to and in and six and and to and six and in and another.

In came in there, came in there come out of there. In came in come out of there. Come out there in came in there. Come out of there and in and come out of there. Came in there, come out of there.

Feeling or for it, as feeling or for it, came in or come in, or come out of there or feeling as feeling or feeling as for it.

As a wife has a cow.

Came in and come out.

As a wife has a cow a love story.

As a love story, as a wife has a cow, a love story.
Nánar má lesa um líf Gertrude og eiginkonu hennar, Alice B. Toklas á Salon. Þar kemur einnig fram þessi litla saga (kannski var Gertrude einmitt að skrifa verkið hér fyrir ofan): "And of course Alice, in the classic role of an artist's lover, served as Gertrude's muse. But given that Gertrude's art was not of the classic genre, this could take the form of not-so-classic endeavors. One guest remembers watching Gertrude instruct Alice to bat a -- what else? -- cow from one side of a field to the other, while Gertrude sat writing on a campstool."

fimmtudagur, nóvember 11

hmmm....

HASH(0x89d4b44)
You are Gertrude Stein, turn of the century
word-smith. You stretched language to its
outermost limit, while collecting scads of
other artists and writers.


Which 20th Century Poet Are You?
brought to you by Quizilla

my friend...

Þoli ekki að vera andvaka. Eins og núna. Vakna eftir að hafa sofið í hálftíma og geta ekki sofnað aftur. Sem betur fer gerist þetta ekki oft. Á svona stundum langar mig mest til að vera einhver annar. Til dæmis Kunio:

"My favorite animals aredogs.
I like people who are slim and violente girls.
icouldn't live without eyeglasses.
I have never been to abroad.
If I had 20,000,000yen I would spend quiet days until running out them.
I'm frightened of big sounds.
Sleeping make me feel good.
Everybody should make friends with.
The last time I laughed a lot was Mabuti's talking, my friend, about ''sexy event''.
I'd like to have good family."


Ég sé sjálfan mig fyrir mér í líki Kunios á Ölstofunni þar sem ég (sem Kunio) geng að barnum og heilsa stúlkunni við hlið mér: "Hi. I'm Kunio. I like you slim. Are you violente girl?" Getur ekki klikkað. Og ef það klikkar segi ég (Kunio) bara: "I have 20,000,000 yen. Will you spend quiet days, violente girl?" Ég held það sé gaman að vera Kunio.

Ææhh, sleeplessness make blog stupid...

sunnudagur, nóvember 7

spænskt popp #5


¡Ay que mona! Barnastjarnan Marisol

Hún kallaði sig Marisol, en rétt nafn hennar er Josefa Flores Gonzáles, fædd 1948 í Málaga á Suður-Spáni. Dans og tónlist voru henni í blóð borin og hún hóf feril sinn sem dansari aðeins 6 ára gömul. Hún var uppgötvuð í spænska sjónvarpinu 1959 og í framhaldi af því tók framleiðandinn Manuel Goyanes hana upp á arma sína og gerði hana að barnastjörnu. Hún sló fyrst í gegn í kvikmyndinni Un rayo de luz ("Ljósgeisli") sem gerð var 1960. Marisol varð stjarna, fyrirmynd ungra stúlkna sem söng eins og engill og heillaði alla með geislandi brosi. Hún gekk að eiga Carlos, son Manuels Goyanes, árið 1969 og lífið brosti við henni.En barnastjarnan Marisol áttaði sig brátt á því að hún var í raun þræll Goyanes. Hún vildi ekki vera Marisol alla ævi. Hún rifti öllum samningum við Goyanes eldri og skildi við Goyanes yngri 1972 og kaus upp frá því að vera þekkt sem Pepa Flores þó hún hafi notað Marisol-nafnið eftir sem áður. Hún kynntist danshöfundinum Antonio Gades og þau gengu í hjónaband á Kúbu og Castro sjálfur var svaramaður (Pepa var þá orðin sannfærður kommúnisti). Marisol/Pepa Flores hélt þó áfram að gefa út tónlist og leika í bíómyndum, m.a. má sjá henni bregða fyrir í Carmen e. Carlos Saura (þar var Gades danshöfundur).Síðasta myndin sem hún lék í var gerð 1985 og þau Gades skildu 1986. Í dag býr Marisol/Pepa Flores í Málaga, hætt að syngja og leika í bíómyndum og vill ekki einu sinni koma fram í viðtölum. Einu tengslin sem hún hefur við skemmtaniðnaðinn er þegar hún heimsækir dóttur sína, Maríu Esteve leikkonu.

Og hér koma tvö lög með Marisol. Það fyrra, Tómbola, er úr samnefndri kvikmynd sem gerð var 1962 og er líklega þekktasta lag hennar og oftar en ekki er þetta lag nefnt í sömu andrá og nafn Marisol. Inntakið er eins og segir í viðlaginu:
La vida es una tómbola, ton-ton tómbola
Mætti útleggja "Lífið er lotterí, já það er lotterí". (Neinei, ekki sama lagið).

Marisol - Tómbola

Seinna lagið, La tarara úr myndinni Las 4 bodas de Marisol frá árinu 1967. Væri ekkert út úr kú í Tarantino-mynd.
Marisol - La tarara

P.S. Stenst ekki að bæta við öðru lagi með Marisol. Þetta er af plötu sem heitir "Galería de perpetuas" og kom út 1980. Sérstaklega er útsetningin skemmtileg, klavinetið á fullu spítti. Gunni Þórðar hefði ekki gert betur:
Marisol - Ay Rosa

föstudagur, nóvember 5

"myndi segja af mér ef ég væri Þórólfur"

... segir Björn mannvitsbrekka Bjarnason í mogganum í gær. Hvaða helv.... hálfvitaskapur er þetta hjá manninum að láta svona út úr sér? Trúir nokkur þessu bulli? Hann Bjössi fékk nú kjörið tækifæri til að sýna siðferðilegan styrk sinn þegar hann var fundinn sekur um að brjóta jafnréttislög, en lét ekki haggast. Sannleikurinn er auðvitað sá að Björn mun aldrei nokkurn tímann segja af sér, hvað sem á dynur. Það þarf enginn að efast lengur gáfnafarið hans Bjössa. Þetta kallast að nota magann á liggjandi manni sem trampólín.

Hérna er svo nokkuð sem ég fékk sent í pósti um daginn. Skerí sjitt þetta:
Já, kemur svosem ekki á óvart, en gaman að sjá svona grafíska staðfestingu.

borgarstjóri

Þórólfur borgarstjóri hefur svolítið undarlegan talanda. Eins og hann hafi drukkið aðeins of marga bjóra og þurfi að reyna talsvert á sig til að drafa ekki. Nú hef ég aldrei séð hann fullann, en það væri fróðlegt að sjá (heyra) hvort hann talar eins fullur og hann gerir ófullur. Annars finnst mér að hann eigi að segja af sér. Ekki hægt að hafa borgarstjóra sem virkar alltaf nett hífaður.

fimmtudagur, nóvember 4

bush...

Á maður eitthvað að vera að tjá sig um þetta? Ég var allavega fyrir löngu búinn að fá ógeð á þessum kosningum og vil ekki sjá fleiri kosningar í bráð. Og ógeðið hann Bush heldur sínu striki. Nema hvað Colin Powell verður látinn taka pokann sinn, og þá er farinn sá eini í þessari stjórn sem hægt var að tengja að einhverju marki við þetta fyrirbæri sem kallast "skynsemi". Vinkona mín segir að þetta sé karma, þetta hafi átt að fara svona. Til að breytingar geti átt sér stað verði allt fyrst að fara til fjandans. Kannski það. Kannski fer allt til fjandans. Vona bara að við fylgjum ekki með. Best að enda þetta á ljóði:

The Situation
Things will not be necessarily continuous.
The fact that they are something other than perfectly continuous
Ought not to be characterized as a pause.
There will be some things that people will see.
There will be some things that people won't see.
And life goes on.
(D.H. Rumsfeld)


Og að lokum: Geymum svartsýnina til betri tíma.

Hvað djöfuls fílósófíska drulla vellur út úr manni í dag? Jahérna...

miðvikudagur, nóvember 3

kosningavakt

3 kaffibollar - 50 kall
misgáfulegt hjal gesta í sjónvarpssal - túkall
hnyttni Dan Rathers - 5 aurar
Sú tilfinning að vilja helst bruna niður í sjónvarp og murka líftóruna úr Ólafi Sigurðssyni fréttamanni - ómetanleg

þriðjudagur, nóvember 2

kosningar

Í tilefni kosninganna í dag er hér vísun á heimasíðu þar sem sá hópur kjósenda sem kýs Bush hefur verið greindur. Samkvæmt niðurstöðunum er hinn dæmigerði Bush-kjósandi líklegur til að:

1. vera ekki langskólagenginn
2. vera hvítur
3. vera akfeitur
4. og versla í Wal-Mart

Af einhverjum ástæðum kom þetta mér ekki mikið á óvart.

svona var ástin

Ég sagði henni:
- Augu þín heilla mig

Og hún sagði:
- Líkar þér þau ein eða með maskara

- Stór
Svaraði ég án hiks

Og einnig án hiks
skildi hún þau eftir fyrir mig á diski og þreifaði sig burt
(Ángel Gonzales)