fimmtudagur, desember 30

bloggið á tímum hörmunganna

Það er eitthvað tilgangslítið að halda úti yfirborðskenndu bloggeríi þegar þessar hörmungar eru í gangi. Hvet alla til að hringja í 907-2020 og styrkja málefnið. Og kaupa færri flugelda í staðinn.

Annars er Wikipedia með einn besta yfirlitsvefinn um jarðskjálftann og flóðin við Indlandshaf. Svo rakst ég á grein sem er óneitanlega svolítið merkileg pæling, og gengur út á það að e.t.v. hafi olíuleit með hljóðbylgjum undan ströndum Ástralíu áhrif á jarðskorpuna á þessum slóðum (það varð jarðskjálfti á aðfangadag nokkuð langt undan ströndum Tasmaníu, 8.1 á Richter sem er nú ekkert smá). Ég bara hef ekki þekkingu til að hafa mikla skoðun á þessu, get bara sagt "hmm, interesting". Er einhver jarðfræðingur hér?

...

Það hefur ekki komið mikið fram í fréttum (ef nokkuð), en flóðbylgjan á sunnudaginn skall líka á ströndum Afríku. Þannig voru hrifin burt fjöldi þorpa í Sómalíu og fólk lést líka í Kenía og Tansaníu (reyndar fórust fleiri í Tansaníu en Bangladesh). Hérna má sjá yfirlit yfir þetta. Og bandaríska stofnunin NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) gerði þetta líkan af flóðbylgjunni.

sunnudagur, desember 26

jólin allstaðar útumallt og alltumkring

Hamborgarhryggur. Brúnaðar kartöflur. Jólaöl. Grænar baunir. Rjómalöguð sósa. Meira jólaöl. Rjómaís með niðursoðnum ávöxtum. Jólaöl. Konfekt. Jólaöl. Kaffi. Og meira konfekt. Lambahryggur. Sósa. Jólaöl. Ís og ávextir. Meira jólaöl. Konfekt. Jólaöl. Kaffi og konfekt.

Já börnin góð, svona verður ístran til.

Ekkert jólaboð í kvöld þannig að ég kem mér fyrir í sófanum og les og nýt síðan óvenju ríkulegrar sjónvarpsdagskrár á rúv. Ég held bara að aldrei hafi verið boðið upp á jafn margar jafn góðar bíómyndir á einu kvöldi í okkar ágæta ríkissjónvarpi.

fimmtudagur, desember 23

bókmenntaverðlaun gvendarbrunns

Hermann Stefánsson segir að það sé aldrei nóg af bókmenntaverðlaunum, og ég tek hann auðvitað á orðinu og kynni hér bókmenntaverðlaun Gvendarbrunns. Enda er ég alveg jafn kalífíkeraður og allar þessar dómnefndir. Fyrir það fyrsta hef ég ekki lesið neina af jólabókunum (nei ég lýg, ég las Hermann Stefánsson, en meira um það seinna), en mér skilst einmitt að þessar dómnefndir lesi heldur ekki bækurnar sem þær dæma um. Það segja að minnsta kosti allir. Í annan stað er ég með háskólapróf og allt, sem er meira en hægt er að segja um suma sem veljast í dómnefndir. Hvað um það, eftir mikla yfirlegu, áhorf á sjónvarpsauglýsingar, lestur á misgáfulegum hriflum, gagnrýnum og bloggumræðum er niðurstaðan þessi:

Í flokki fagurbókmennta
Mest spennandi bók sem ég á eftir að lesa:

Sólskinsfólkið e. Steinar Braga
Samkvæmisleikir e. Braga Ólafsson

Semsagt, jafntefli. Mig langar mest og jafnmikið til að lesa þessar bækur. Aðrar sem koma vel til greina (og verða eflaust lesnar): Hugsjónadruslan e. EÖN; Hér eftir Kristínu Ómars; Fólkið í kjallaranum e. Auði Jónsdóttur; Lömuðu kennslukonurnar e. Guðberg

Besta bók sem ég hef lesið:

Níu þjófalyklar e. Hermann Stefánsson

Já, þetta er reyndar eina jólabókin sem ég hef lesið þannig að þetta varð niðurstaðan eftir rússneska kosningu.


Í flokki fræðirita
Mest spennandi bók sem ég á eftir að lesa:

Land úr landi e. Helga Guðmundsson

Sorrí, þessi er sú mest spennandi í mínum huga. Og ég er alveg drulluhlutdrægur. Aðrar sem næst komu voru t.d.: Arabíukonur e. Jóhönnu Kristjónsdóttur; Héðinn e. Matthías Viðar (hér er ég líka drulluhlutdrægur) .

Halldór og innbundnu kiljuna læt ég bíða í nokkur ár, enda búinn að fá mig fullsaddan á öllu því helv.... kjaftæði

Og síðast en ekki síst:

Hriflur ársins:

"Geturðu leyft þér þetta Bragi?" e. Þórdísi Gísladóttur
"Súpersex og flört" e. Hauk Má Helgason

Þau ættu bæði að ullast til að skrifa eitthvað matarmeira fyrir okkur hin. Plís, ég er að biðja fallega. Svo legg ég til að Kistufólk finni eitthvað annað orð en "hrifla", mínum finnst það alltof tilgerðarlegt. En ég er nú líka úr sveit...

Verðlaun, já, verðlaunahöfundarnir fá að smakka á (tiltölulega) nýbökuðum smákökum hafi þeir lyst.

þriðjudagur, desember 21

hús hinna fljúgandi daggarðaCrouching Tiger fannst mér æði. Hero var ennþá betri. Það ætti því engan að undra að ég er alveg hreint svakalega spenntur að fá að sjá nýju myndina hans Zhang Yimou. Vona bara að íslenskir viðskiptafræðingar sem stjórna þessum bíóhúsum hérna ullist til að frumsýna hana sem fyrst.

sunnudagur, desember 19

he walked on the water and swam on the land

Já já, fjórði í aðventu og jólin bara að bresta á. Bráðum. Og jólalag, jólalag í boði hér á Gvendarbrunni. Nema hvað þetta er nú eiginlega ekki jólalag. En svo maður vitni í Zúra, ef þetta lag fær mann ekki til að fara í kirkju um jólin er ekkert sem dugar. Þetta er amrísk hljómsveit sem heitir King Missile og náði nokkrum frama upp úr 1990 og er enn starfandi. Hlustið og sannfærist. Já, ætli ég tileinki þetta ekki bara sveinunum kátu á vantrú.net fyrir ötula og ósérhlífna baráttu fyrir betri heimi.
King Missile - Jesus Was Way Cool

fimmtudagur, desember 16

pakk

"Ég skil ekki á hvaða villigötum umræður um innflytjendamál eru, ef það er talið ámælisvert, að hér séu ekki fleiri hælisleitendur. Þeir, sem þannig tala, vita ekki um hvað málið snýst og hvílík vandamál steðja að mörgum þjóðum vegna þess, hve erfiðlega gengur að stemma stigu við hælisleitendum."
(Af www.bjorn.is, ekki fyrir viðkvæmar sálir)

"Séu þeir ríkir og hvítir kallast það túrismi.
En séu þeir fátækir úr suðri, bíður þeirra ofríki og rasismi"
(mótmælaspjald í Madrid, lauslega snarað)
Þvílíkt ömurlegt helvítis stjórnkerfi er þetta sem við búum við. Annars er best fyrir ykkur að lesa Múrinn, þeir segja þetta miklu betur en ég gæti nokkurn tímann.

guð mín góð, if they only knew...

My angst tastes like...
black licorice
Black Licorice
Find your angst's flavor
Unique and difficult to place, your angst finds its source in something you keep hidden. You have something serious and possibly traumatic, but you try to hide it from everyone and just tell them to ignore you when you seem troubled, that everything's really OK. You might think that you have good reasons for not telling people, and some of them may in fact be true, but most likely a lifetime of keeping your secrets has led to a resolution fortified by rationalization that nobody else can shake simply because you never give them a chance. Ask yourself if it would really be that horrible to open up to others; nobody says you have to do it all at once, even. But you should at least try getting out of your shell a little. It's not healthy to internalize everything and conceal it. Anyway, if people really care for you, and they probably do, then they'll be loving and supportive regardless of any reason to the contrary.

kinsey

"There are only three kinds of sexual abnormalities: abstinence, celibacy and delayed marriage."
(Kinsey)
Kinsey hét maður. Hann var siðsamur og sómakær, en mikill vísindamaður. Hann fékk áhuga á kynlífi og rannsakaði það af þvílíkri elju að hann gjörsamlega kortlagði kynlífsiðju bandaríkjamanna, og það um miðja síðustu öld. Gefin var út þykk og mikil skýrsla með niðurstöðunum, sem seldist svo vel að það þurfti víst að endurprenta hana mörgum sinnum. Helsta niðurstaða hennar má segja að hafi verið að ameríkanar af öllum stærðum, gerðum stéttum og kynþáttum gerðu bókstaflega allan fjandann í rúminu.

En nú er semsagt búið að gera bíómynd um þennan ágæta mann. Ég hef ekki hugmynd hvort hún er góð eða vond, skilst samt að hún sé ansi siðsöm miðað við umfjöllunarefnið. Leikstjórinn gerði áður snilldarmyndina Gods and Monsters, þar sem Brendan Frazier sýndi að hann getur leikið. Það sem er kannski athyglisvert við svona mynd er viðbröðgin sem hún vekur. Kíkjum á tvö dæmi.

Trotskíistarnir segja
:
"Condon's film is an intelligent and humane look at the scientist-dubbed the 'American Freud'-who at the time of his death was the world's most renowned sex researcher."
"In creating Kinsey, the filmmakers have brought attention to a largely forgotten figure, who courageously enhanced the body of knowledge about a vital aspect of the human condition."
"...in contrast with the thoroughly formulaic character of most contemporary biographical films, Condon creates a more or less convincing drama within which his central concerns emerge with some degree of spontaneity. There is simplification, some of it almost inevitable, and 'poetic license,' but on the whole the filmmakers have done a commendable job of condensing a complex life and career."


Og endurbornu kristláfsþrælarnir segja:

""Kinsey" is an effort to rehabilitate a 'father' of the hellish sexual revolution who has been discredited because of his debauched lifestyle and the misinformation he spread about sex."
"No mention is made in the film of the grievous harms that flowed from the sexual revolution Kinsey helped bring about-harms such as:
  • Unwed teen pregnancies, abortions and single parent families
  • An epidemic of sexually transmitted diseases, including AIDS
  • Proliferation and 'mainstreaming' of softcore and hardcore
  • Marriages prevented, marriages damaged and marriages broken
  • Sexual abuse of children, sexual harassment, sexual assault, and rape"
"Excerpts from Kinsey's work made me sick to my stomach. The details and depths of perversion that he masquerades as science has paved the way and justified the molesting of many of my generation. Kinsey's legacy is not one of sexual enlightenment, as this movie would lead you to believe, rather Alfred Kinsey is responsible in part for my generation being forced to deal face-to-face with the devastating consequences of deadly sexually transmitted diseases, pornography, and abortion."
Jájá, það er nú eiginlega meira gaman að kvóta kristláfsþrælana.


sunnudagur, desember 12

þriðji í aðventu

Sumsé, þriðji sunnudagur í aðventu, og ætli ég haldi ekki upp uppteknum hætti og setji inn jólalag. Þetta er gömul klassík og ný, þ.e. gamalt, klassískt jólalag í nýjum búningi. Eric Cartman heitir ungur maður, sem oft hefur vakið athygli fyrir fallegan söng. Hér ætlar hann að flytja okkur gamla jólalagið "O Holy Night". Hann á reyndar eitthvað erfitt með að muna textann, þannig að vinir hans hjálpa honum aðeins.
Eric Cartman - O Holy Night

föstudagur, desember 10

Tinni eilífðartáningurÍ merkilegri kanadískri rannsókn, Acquired growth hormone deficiency and hypogonadotropic hypogonadism in a subject with repeated head trauma, or Tintin goes to the neurologist, komast vísindamennirnir á myndinni að því að aldursleysi Tinna megi rekja til hinna mörgu höfuðáverka sem hann hlaut á ferli sínum sem blaðamaður. Eins og vísindamennirnir komast að orði: "We believe we have discovered why Tintin, the young reporter whose stories were published between 1929 and 1975, never grew taller and never needed to shave."

Rannsóknin fór þannig fram: "The first author (A.C., 5 years old) looked through all of the books along with the second author (L.O.C., 7 years old), who knows how to read and count higher than 10. A.C. was responsible for identifying pictures in which Tintin "tombait dans les pommes" (literally, "fell into the apples," i.e., "lost consciousness"). This procedure had to be re-evaluated after 2 books because of the obvious lack of "apples" in Tintin's adventures."

Niðurstaðan er sláandi. Tinni missir meðvitund alls 50 sinnum í 16 bókum og færi í hausinn múrsteina, flöskur og hin ýmsu barefli. Hann er meðvitundarlaus að meðaltali í 7.5 myndaramma og að meðaltali 7.5 hlutir snúast yfir höfði hans þegar hann rotast.

Og niðurstaðan: "We hypothesize that Tintin has growth hormone deficiency and hypogonadotropic hypogonadism from repeated trauma. This could explain his delayed statural growth, delayed onset of puberty and lack of libido."

Og Bangsímon á við sín vandamál að stríða, sem einnig virðast orsakast af höfuðáverkum, eins og segir hér: "Early on we see Pooh being dragged downstairs bump, bump, bump, on the back of his head. Could his later cognitive struggles be the result of a type of Shaken Bear Syndrome?" Og Grísli og Tumi tígur eru ekki betur settir.

Já það er ekki allt fallegt í barnabókunum. Skógurinn hans Bangsímons sem virðist svo friðsæll leynir á sér: "Sadly, the forest is not, in fact, a place of enchantment, but rather one of disenchantment, where neurodevelopmental and psychosocial problems go unrecognized and untreated."

Hafiði annars tekið eftir karlrembunni sem grasserar í Múmínálfunum?

miðvikudagur, desember 8

jólagjöfin í ár...

Jibbí! Ég sé að Helgi Gúmm er kominn með nýja bók. Það er gaman. Sérstaklega er ég spenntur að lesa kaflann um baskana á Þingeyri 1664. Við eigum nefnilega þetta áhugamál sameiginlegt, baskana alltso. Þeir sem ekki skilja um hvað ég er að tala geta nú bara átt sig. Nei ég segi svona, þið eruð nú alveg ágæt.

þriðjudagur, desember 7

Súdan

Eins og þið takið líklega eftir er einhver mökkur af linkum í mp3-blogg hér hægra megin. Mest af þessu er eitthvað indídrasl sem enginn fílar nema bjánar eins og ég. Svo leynast þarna ýmsir forvitnilegir hlutir, einsog bloggið sem mig langar að minnast á í dag og er að verða eitt af mínum uppáhalds bloggum. Það er Vestur-Afríska bloggið Benn loxo du tàccu. Ég veit lítið um gestgjafann, nema hvað hann er með dellu á háu stigi fyrir afrískri tónlist, og þá popptónlist, sérstaklega 70's fönki frá Nígeríu. Þar að auki fræðir hann lesendur um lönd og lýði í Afríku þannig að þarna fara saman fróðleikur og skemmtun. Eins og t.d. nýjasta færslan þar sem saman fer ýmis fróðleikur um Súdan og tónlist Abdel Gadir Salim All-Stars. Mæli með þessu.

mánudagur, desember 6

lifi svartsýnin!

From a scientific point of view, optimism and pessimism are alike objectionable: optimism assumes, or attempts to prove, that the universe exists to please us, and pessimism that it exists to displease us. Scientifically, there is no evidence that it is concerned with us either one way or the other. The belief in either pessimism or optimism is a matter of temperament, not of reason, but the optimistic temperament has been much commoner among Western philosophers. A representative of the opposite party is therefore likely to be useful in bringing forward considerations which would otherwise be overlooked.
(Bertrand Russell, A History of Western Philosophy)

tilnefningar...

Þegar ég heyrði upptalninguna á tilnefningum til "fagurbókmennta" hugsaði ég að þetta væri nú frekar íhaldssamt og melló. Jú reyndar Arnaldur og svo þarna barnabók, en hitt bara svona eins og venjulega. Svo fóru allir að tala um að þetta væru svo "djarfar" tilnefningar. Ha? Ef Steinar Bragi hefði verið þarna hefði það strax orðið aðeins djarfara. Eða Eiríkur Guðmundsson. Vel á minnst, af hverju er bara talað um jólabækurnar? Af hverju ekki bókina hans Eiríks? Kannski vissi nefndin ekki hvort þau ættu að setja hana í "fagur"bókmenntaflokkinn eða sem rit almenns eðlis. Kannski er þetta bara klíka, hehe...

Kannski er það bara þetta lýsingarorð, "djarfur". Passar einhvern veginn ekki inn í þessa melló, rauðvínslegnu bókmenntaumræðu. Þegar ég ólst upp var þetta mest notað þegar bíóeigendur vildu auglýsa klámmyndirnar sínar án þess að láta neitt uppi um að þetta væru klámmyndir (sem þó allir vissu). Emanuelle var t.d. "djörf mynd". Devil in Miss Jones var "djörf mynd". Og Arnaldur er "djarfur kostur". Já, þetta er skemmtilegt.

sunnudagur, desember 5

nú er lítið um blogg og sunnanvind...

Jú, reyndar er einhver sunnanátt í gangi. Allavega er blautt úti og grátt. Við feðgar eyddum morgni í piparkökubakstur. Svo ætlum við að rölta niður í bæ og sjá þegar ljós verða kveikt á oslóartrénu á Austurvelli, sjá jólasveina og svona. Jólafílingurinn rjátlast svona inn smátt og smátt.

Í tilefni af því og af því að það er nú aðventudagur nr. 2 þá er hér krækt í jólalag. Þetta birtist á Music for Robots blogginu. Þetta er hún Darlene Love að syngja um jólin. Rugludallurinn og séníið Phil Spector stjórnar tökkum, og gott ef lagið er ekki eftir hann. Drullustuð og sveifla og gott dæmi um stíl Spectors sem kallast "wall of sound", þar sem hann dældi í heilu sinfóníuhljómsveitunum og bjöllukórum og ég veit ekki hverju, ásamt góðri slummu af rívörbi þar til allt var við það að fara í graut. Silfurfægingar og afþurrkanir verða hrein skemmtun þegar þetta kemst á fóninn.
Darlene Love - Christmas (Baby Please Come Home)