sunnudagur, desember 5

nú er lítið um blogg og sunnanvind...

Jú, reyndar er einhver sunnanátt í gangi. Allavega er blautt úti og grátt. Við feðgar eyddum morgni í piparkökubakstur. Svo ætlum við að rölta niður í bæ og sjá þegar ljós verða kveikt á oslóartrénu á Austurvelli, sjá jólasveina og svona. Jólafílingurinn rjátlast svona inn smátt og smátt.

Í tilefni af því og af því að það er nú aðventudagur nr. 2 þá er hér krækt í jólalag. Þetta birtist á Music for Robots blogginu. Þetta er hún Darlene Love að syngja um jólin. Rugludallurinn og séníið Phil Spector stjórnar tökkum, og gott ef lagið er ekki eftir hann. Drullustuð og sveifla og gott dæmi um stíl Spectors sem kallast "wall of sound", þar sem hann dældi í heilu sinfóníuhljómsveitunum og bjöllukórum og ég veit ekki hverju, ásamt góðri slummu af rívörbi þar til allt var við það að fara í graut. Silfurfægingar og afþurrkanir verða hrein skemmtun þegar þetta kemst á fóninn.
Darlene Love - Christmas (Baby Please Come Home)

Engin ummæli: