fimmtudagur, desember 16

pakk

"Ég skil ekki á hvaða villigötum umræður um innflytjendamál eru, ef það er talið ámælisvert, að hér séu ekki fleiri hælisleitendur. Þeir, sem þannig tala, vita ekki um hvað málið snýst og hvílík vandamál steðja að mörgum þjóðum vegna þess, hve erfiðlega gengur að stemma stigu við hælisleitendum."
(Af www.bjorn.is, ekki fyrir viðkvæmar sálir)

"Séu þeir ríkir og hvítir kallast það túrismi.
En séu þeir fátækir úr suðri, bíður þeirra ofríki og rasismi"
(mótmælaspjald í Madrid, lauslega snarað)
Þvílíkt ömurlegt helvítis stjórnkerfi er þetta sem við búum við. Annars er best fyrir ykkur að lesa Múrinn, þeir segja þetta miklu betur en ég gæti nokkurn tímann.

Engin ummæli: