þriðjudagur, desember 7

Súdan

Eins og þið takið líklega eftir er einhver mökkur af linkum í mp3-blogg hér hægra megin. Mest af þessu er eitthvað indídrasl sem enginn fílar nema bjánar eins og ég. Svo leynast þarna ýmsir forvitnilegir hlutir, einsog bloggið sem mig langar að minnast á í dag og er að verða eitt af mínum uppáhalds bloggum. Það er Vestur-Afríska bloggið Benn loxo du tàccu. Ég veit lítið um gestgjafann, nema hvað hann er með dellu á háu stigi fyrir afrískri tónlist, og þá popptónlist, sérstaklega 70's fönki frá Nígeríu. Þar að auki fræðir hann lesendur um lönd og lýði í Afríku þannig að þarna fara saman fróðleikur og skemmtun. Eins og t.d. nýjasta færslan þar sem saman fer ýmis fróðleikur um Súdan og tónlist Abdel Gadir Salim All-Stars. Mæli með þessu.

Engin ummæli: