mánudagur, desember 6

tilnefningar...

Þegar ég heyrði upptalninguna á tilnefningum til "fagurbókmennta" hugsaði ég að þetta væri nú frekar íhaldssamt og melló. Jú reyndar Arnaldur og svo þarna barnabók, en hitt bara svona eins og venjulega. Svo fóru allir að tala um að þetta væru svo "djarfar" tilnefningar. Ha? Ef Steinar Bragi hefði verið þarna hefði það strax orðið aðeins djarfara. Eða Eiríkur Guðmundsson. Vel á minnst, af hverju er bara talað um jólabækurnar? Af hverju ekki bókina hans Eiríks? Kannski vissi nefndin ekki hvort þau ættu að setja hana í "fagur"bókmenntaflokkinn eða sem rit almenns eðlis. Kannski er þetta bara klíka, hehe...

Kannski er það bara þetta lýsingarorð, "djarfur". Passar einhvern veginn ekki inn í þessa melló, rauðvínslegnu bókmenntaumræðu. Þegar ég ólst upp var þetta mest notað þegar bíóeigendur vildu auglýsa klámmyndirnar sínar án þess að láta neitt uppi um að þetta væru klámmyndir (sem þó allir vissu). Emanuelle var t.d. "djörf mynd". Devil in Miss Jones var "djörf mynd". Og Arnaldur er "djarfur kostur". Já, þetta er skemmtilegt.

Engin ummæli: