föstudagur, desember 10

Tinni eilífðartáningurÍ merkilegri kanadískri rannsókn, Acquired growth hormone deficiency and hypogonadotropic hypogonadism in a subject with repeated head trauma, or Tintin goes to the neurologist, komast vísindamennirnir á myndinni að því að aldursleysi Tinna megi rekja til hinna mörgu höfuðáverka sem hann hlaut á ferli sínum sem blaðamaður. Eins og vísindamennirnir komast að orði: "We believe we have discovered why Tintin, the young reporter whose stories were published between 1929 and 1975, never grew taller and never needed to shave."

Rannsóknin fór þannig fram: "The first author (A.C., 5 years old) looked through all of the books along with the second author (L.O.C., 7 years old), who knows how to read and count higher than 10. A.C. was responsible for identifying pictures in which Tintin "tombait dans les pommes" (literally, "fell into the apples," i.e., "lost consciousness"). This procedure had to be re-evaluated after 2 books because of the obvious lack of "apples" in Tintin's adventures."

Niðurstaðan er sláandi. Tinni missir meðvitund alls 50 sinnum í 16 bókum og færi í hausinn múrsteina, flöskur og hin ýmsu barefli. Hann er meðvitundarlaus að meðaltali í 7.5 myndaramma og að meðaltali 7.5 hlutir snúast yfir höfði hans þegar hann rotast.

Og niðurstaðan: "We hypothesize that Tintin has growth hormone deficiency and hypogonadotropic hypogonadism from repeated trauma. This could explain his delayed statural growth, delayed onset of puberty and lack of libido."

Og Bangsímon á við sín vandamál að stríða, sem einnig virðast orsakast af höfuðáverkum, eins og segir hér: "Early on we see Pooh being dragged downstairs bump, bump, bump, on the back of his head. Could his later cognitive struggles be the result of a type of Shaken Bear Syndrome?" Og Grísli og Tumi tígur eru ekki betur settir.

Já það er ekki allt fallegt í barnabókunum. Skógurinn hans Bangsímons sem virðist svo friðsæll leynir á sér: "Sadly, the forest is not, in fact, a place of enchantment, but rather one of disenchantment, where neurodevelopmental and psychosocial problems go unrecognized and untreated."

Hafiði annars tekið eftir karlrembunni sem grasserar í Múmínálfunum?

Engin ummæli: