miðvikudagur, janúar 19

þarf endilega að hafa titil á öllum færslum?

Það er eins og að þessi mp3-törn hafi rænt mig allri blöggdöngun sem ég átti til í mínum viðkvæmu taugum. Ójá, í kolli mínum geymi ég gullið, og náði loksins að spreða því á blað sem var svo skilað í handritsformi í kvikmyndamiðstöðina. Þar var því stungið ofan í skúffu. En mér er sama, þá þarf ég allavega ekki að endurgreiða handritsstyrkinn, svo nú er bara að snúa sér að næsta skrefi sem er frekari fjármögnun. Verst að ég virðist ekki hafa fengið eitt einasta markaðssetningargen í vöggugjöf, þannig að þessi hluti finnst mér óbærilega leiðinlegur. Og þar sem ég vil bara gera það sem er skemmtilegt fresta ég þessu endalaust. Óska hérmeð eftir duglegri markaðssetningarmanneskju sem vill vinna frítt fyrir mig. Má reykja. Og þar sem ég reyki ekki þarf hann/hún ekki að hafa áhyggjur af því að ég sníki af honum/henni sígarettur. Annars hefur handritsskriftatörnin um helgina gert það að verkum að sólarhringnum er snúið á hvolf, ég blogga á nóttunni og sef frameftir degi.

Já og svo er ég orðinn leikari. Af áhuga. Semsé, fór á æfingu hjá Hugleik og var valinn í hlutverk. Reyndar er sá sem ég á að leika illa haldinn af örvisku og einhverfu, þannig að ég veit ekki hvort ég á að taka þessu sem hóli. Kosturinn er að ég get þá líklega bara verið ég sjálfur á sviðinu. Minni áreynsla. Já, og svo held ég æfingadagbók.

Annars er dögunum eytti í atvinnuleit (þegar ég er ekki sofandi). Gengur... ekki neitt. Sem er ansi skítt. Þannig að ég verð að muna eftir að kaupa víkingalottó á morgun. Ákvörðun morgundagsins verður því: sjálfval, eða treysti ég á spádómsgáfu mína?

Engin ummæli: