mánudagur, janúar 24

hitto'hetta

Nokkrir gleðigjafar fyrir ykkur.


Smoosh er hljómsveit frá Seattle. Það útaf fyrir sig er ekkert nýtt. Meðlimir hljómsveitarinnar eru tvær systur, Chloe níu ára sem spilar á trommur og Asya 11 ára, sem spilar á hljómborð og syngur. Þær vonast til að geta bráðum bætt Mayu, 8 ára systur sinni, í hljómsveitina á bassa. Þær gáfu út plötuna She Like Electric í fyrra sem þær tóku upp heima hjá sér og gefa út sjálfar. Það er hægt að hlusta á meira með þeim á heimasíðu KEXP 90.3 FM, og svo er viðtal á Rolling Stone. Fylgist með frá upphafi, ómengaðra gerist það varla.
Smoosh - Massive Cure


Ég minntist á heimspekinginn Penny Lim hérna um daginn, og því kannski ekki úr vegi að uppljóstra um hverja er að ræða. Singapúrsk stúlkukind sem tætti allt og tryllti á sjöunda áratugnum, skilst mér. Þetta lag er víst einhvers konar nýárslag (þá líklega í tengslum við kínverska nýárið), og þar kemur fyrir þessi líka fína speki, "happiness is so much fun". Auðvitað. Við leitum hamingjunnar af því að það er svo gaman að vera hamingjusamur. Að manni skuli ekki hafa dottið það í hug fyrr.
Penny Lim and the Silverstones - Kung See, Kung See, Let's be Happy

Svo er mikið talað um nýjasta myndband Bjarkar og kattarins Mura. Það er víst hægt að nálgast það á heimasíðu Bjarkar. Getið tékkað á því hversu marga þið þekkið í Sirkus-atriðinu.

(Hvað eru annars margir að sækja lög hjá mér? Óformleg könnun: ef þið sækið lag, skiljið þá eftir komment, þarf ekkert að vera undir nafni. Þarf ég kannski að hafa áhyggjur...?)

Engin ummæli: