miðvikudagur, janúar 12

kúlið

Þetta fer nú að vera orðið gott, ég kannski set inn einn eða tvo svona pósta í viðbót.

Það er sitthvað að kokkast í Króatíu, allavega virðist tónlistarlífið blómstra þar. No Name No Fame var ein af litlu uppgötvununum á árinu, þau gefa út á Egoboobitsmerkinu, sem er útgáfa sem gefur út frjálsa tónlist (sbr. frjáls hugbúnaður). Það er því hægt að nálgast tónlist hljómsveitanna sem gefa út hjá þeim á heimasíðu útgáfunnar. Þetta lag með No Name No Fame sunkaði inn í kollinn á mér og fór ekki þaðan út. Leynir á sér.

No Name No Fame - Winter Poem (For lost souls)


Það drýpur líka kúlið af stöllunum í Electrelane í þessu lagi. Rataði meir að segja inn í OC. Þær gáfu út sína aðra plötu, Power Out, á árinu, sem svíkur ekki.
Electrelane - On Parade (kaupa hér)


Mus koma frá Astúríuhéraði á Spáni. Þau hafa verið starfandi frá 2000-2001 og hafa róið svolítið á svipuð mið og Low upp á síðkastið. Þetta lag er reyndar frá upphafsárum hljómsveitarinnar þegar elektróníkin var meira áberandi, en ekki verra fyrir það.
Mus - Duerme, nenu duermete


Engin ummæli: