
Mahjongg er sveit frá Chicago, alveg þokkalega í þessum póst-pönk fíling sem svo mjög var að gera sig í fyrra. Þeir eru samt rokkaðri en margir á þessum kantinum, það eru fleiri áhrif í gangi en bara Gang of Four. Þeir gáfu út EP-plötu/disk í fyrra sem kallast Machinegong, sem óhætt er að mæla með. Og hér kemur tóndæmi:
Mahjongg - Aluminum (Kaupa hér)

Oxford Collapse eru drengir frá Brooklyn. Ég veit svosem ekkert óskaplega mikið um þá, nema hvað þeir eru fjári skemmtilegir og gáfu út prýðisgóða plötu í fyrra, Some Wilderness.
Oxford Collapse - 1991 Kids

Mae Shi eru rugludallar frá LA, sem eru kannski á svipaðri bylgjulengd og Liars. Þeim finnst greinilega gaman að öskra og vera með læti, og ekkert nema gott eitt um það að segja. Gáfu líka út plötu í fyrra, Terrorbird, sem er svolítið ójöfn, en þó nokkrar matarholur eins og þessi hér:
Mae Shi - Power to the Power Bite 2
Engin ummæli:
Skrifa ummæli