laugardagur, janúar 15

rúgg end rúll

Ég veit ekki hvort það er ellin en ég virðist vera hallast meira að melló poppi og endurhvarfselektrói, allavega ef mið er tekið af liðnu ári. Það voru nú samt nokkur rokklög sem læddust inn í hlustir mínar svona endrum og eins, og hér koma sýnidæmi:


Mahjongg er sveit frá Chicago, alveg þokkalega í þessum póst-pönk fíling sem svo mjög var að gera sig í fyrra. Þeir eru samt rokkaðri en margir á þessum kantinum, það eru fleiri áhrif í gangi en bara Gang of Four. Þeir gáfu út EP-plötu/disk í fyrra sem kallast Machinegong, sem óhætt er að mæla með. Og hér kemur tóndæmi:
Mahjongg - Aluminum (Kaupa hér)Oxford Collapse eru drengir frá Brooklyn. Ég veit svosem ekkert óskaplega mikið um þá, nema hvað þeir eru fjári skemmtilegir og gáfu út prýðisgóða plötu í fyrra, Some Wilderness.
Oxford Collapse - 1991 KidsMae Shi eru rugludallar frá LA, sem eru kannski á svipaðri bylgjulengd og Liars. Þeim finnst greinilega gaman að öskra og vera með læti, og ekkert nema gott eitt um það að segja. Gáfu líka út plötu í fyrra, Terrorbird, sem er svolítið ójöfn, en þó nokkrar matarholur eins og þessi hér:
Mae Shi - Power to the Power Bite 2

Engin ummæli: