laugardagur, febrúar 12

bloggþurrð

Bloggþurrð í gangi, já. Það er bara aðeins of mikið að gera, netflakk mætir afgangi þessa dagana. Vinna á daginn, leikæfingar á kvöldin. Og verður þannig áfram, þar sem brátt líður að frumsýningu. Mér gengur meir að segja illa að halda við leiklistarblogginu, á eftir að setja inn tvær færslur þar. Svona er þetta.

Allavega, nýja vinnan er á leikskóla. Það er gaman og skemmtilegt, börnin eru dúllur og finnst ég frábær og allt í góðu með það. Ég ætla ekkert að tjá mig um launin. Leikstarfsemin er eitthvað það besta sem ég hef gert sjálfum mér í langan tíma, meðleikararnir og leikstjórinn og asstleikstjórinn eru öll alveg æðislegt fólk sem auðgar líf manns til muna. Tjámm.

Annars veit ég ekkert hvert þetta blogg stefnir. Þetta átti aldrei að verða neitt mp3-blogg, ekkert frekar sko, en síðustu færslur hafa allar verið í þá átt. Og kemur örugglega meira af því. Svo dettur manni alltaf í hug einhver spekin, en gengur lítið að böggla henni saman í setningar. Læt Hreini og Hvelinu það eftir. Ég er líka orðinn leiður á skoðunum, það eru allir með skoðanir og reyna sitt besta að troða þeim að manni. Þá nenni ég ekkert að troða mínum skoðunum að líka, enda eru þær ekkert gáfulegri en gengur og gerist. Reyndar ætlaði ég alltaf að segja eitthvað fleira (mis)gáfulegt um kvikmyndir, ef mér dettur eitthvað í hug geri ég það, annars ekki. Svo set ég kannski fleiri vídeó inn. Svona ef það dettur í mig. Kannski verður þetta bara vídeóblogg, hmmmm, þá þarf ég ekki að hafa fyrir því að böggla saman setningum...

Semst, þetta blogg stefnir hvorki eitt né neitt sem er nú bara ágætt. Best líður manni þegar maður veit ekkert í sinn haus.

Og jú, svo ætla ég að pósta hérna lagi á Valentínusardaginn (er það ekki á mánudag?), stay tuned...

Engin ummæli: