miðvikudagur, febrúar 2

falskur fugl

Pitchfork var að velja 100 bestu lög áranna 2000-2004. Fréttablaðið gerir mikið úr því í dag að Sigur Rós náði 44. sæti með "Svefn-G-englar". Svo vitnar blaðamaðurinn í umfjöllun Pitchfork:
"Hver einasta hlustun á lagið er tilraun til þess að fanga hrollinn sem fæst við fyrstu upplifun af falska tóninum í rödd Jóns Þórs Birgissonar sem er of tær og himnesk fyrir þennan heim."
Hmmm, eitthvað virkar þetta nú skrýtið. Svo maður gluggar í Pitchfork, og þar segir:
"Every subsequent listen to "Svefn-G-Englar" is an attempt to recapture the spine-tingling awe that came with first hearing Jon Thor Birgisson's androgynous falsetto-- too pure and angelic for this debased world"
Sem sýnir bara að hálfvitar sem kunna ekki á orðabók ættu kannski að fá sér einhverja aðra vinnu. (Æ hvað það er gaman að vera besservisser...)

Engin ummæli: