fimmtudagur, febrúar 3

neðanmáls

Ég fann Bláu bókina eftir Wittgenstein í kassa inni í geymslu (ég var satt að segja búinn að gleyma því að ég ætti hana) svo ég fór eitthvað að myndast við að lesa hana. Byrjaði auðvitað á innganginum sem Þorsteinn Gylfason skrifar. Og eins og allir góðir fræðimenn setur Þorsteinn það sem mestu máli skiptir í neðanmálsgreinarnar (Wittgeinstein notar hvorki neðanmálsgreinar né heimildir). Og þar er m.a. þessi neðanmálsgrein:
"Hér styðst ég við óprentuð drög að ævisögu Wittgensteins eftir hagfræðinginn víðkunna Friedrich A. Hayek. W. Mays háskólakennari í Manchester lét mér ljósrit af þeim í té fyrir milligöngu vinar míns, Ólafs Ragnars Grímssonar."
Ég er ekki frá því að hér leynist sneið.

Þetta minnir mig á það, af hverju halda sagnfræðingar í þann leiðinda ósið að nota eftirmálsgreinar í stað neðanmálsgreina eins og almenninlegt fólk? Ekkert eins leiðinlegt að lesa sagnfræðidoðrant og fletta fram og til baka endalaust.

Engin ummæli: