fimmtudagur, mars 31

leiðtognun

Það er ráðist að manni á götum úti og maður yfirheyrður um það hvort maður ætli nú ekki örglega að taka þátt í leiðtogaslagnum. Eins og mér sé ekki sama um leiðtognanir í Samflykkingunni. Kíkti samt á nýju síðuna hennar Ingibjargar, þar er fullt af liði að segja voða fallega hluti um hana: fæddur leiðtogi, besti leiðtoginn, algjört æði, creme de la creme (það segir það reyndar enginn en mér finnst gaman að slá um mig). Einn reynir meir að segja að sannfæra sjálfan sig: "leiðtogar skipta máli" segir hann. Við þetta lið vil ég segja: Leiðtogar skipta máli. Verið leiðtogarnir í ykkar eigin lífi og hættið að reyna að finna einhverja plebba til að dýrka og dá. Jamm, þetta var pólitíska innlitið inn í hausinn á mér. Eða eins og krakkarnir á leikskólanum segja þegar maður byrjar að nöldra: bla bla bla bla...

Kannski ég djoíni Siggu Láru bara í snarrótinni.

þriðjudagur, mars 22

ó reykjavík, ó reykjavík...


Þetta væntanlega niðurrif húsa á Laugaveginum er eitthvað að bögglast fyrir mér. Reyndar hef ég takmarkaðar skoðanir á húsunum sem slíkum. Sum hef ég aldrei spáð í né komið inn í, í öðrum hefur búið fólk sem ég þekki og hafa því talsvert tilfinningalegt gildi. Og svo framvegis og svo framvegis... Skiptir svo sem ekki öllu máli.

Það er samt einn punktur í þessu öllu sem enginn virðist hafa áhuga á að velta upp, og það er menningarlegt hlutverk Laugavegarins. Það er nefnilega eitt af einkennum Laugavegarins (og hliðargötum) að þar hefur náð að grassera alls kyns menning á einhverjum jaðri (mismikið þó) sem einmitt kemur til af því að þarna er talsvert af "kofaskriflum" og tiltölulega ódýru húsnæði. Nefni sem dæmi Grammið, verslanirnar Kjallarann og Spútnik, Vinnufatabúðina, Hljómalind, Dead-búð Jóns Sæmundar, allt staðir sem myndu aldrei spretta upp í Smáralind eða Kringlunni. Allar eru þessar búið tengdar íslenskri poppmenningu síðastliðinna 20-30 ára órjúfanlegum böndum. Eins mætti nefna Hjá Magna, sem er ein af skemmtilegri búðum bæjarins. Sé öllum þessum "kofum" kippt niður og reist dýrara húsnæði í staðinn hverfur sjálfsagt þessi menning af Laugaveginum. Sem er kannski eitthvað sem sumir vilja, en mér myndi allavega þykja missir af því. Eins má nefna að nýja kaffihúsið, Hljómalind, er einmitt hægt að reka sem "co-op" vegna ódýrs húsnæðis sem er óneitanlega ferskt innlegg í íslenskan verslunarheim. Það dettur einhvern veginn engum í hug að opna kaffihús öðruvísi en það sé stílíserað og sterílt og hannað eftir mínímalisma dauðans. Þetta eru steindauðir staðir. Kaffivagninn er og verður besta kaffihúsið í bænum, verst bara hvað kaffið þar er vont...

Og bílastæðavandinn? Jújú, gröfum heila hæð undir Laugaveginn eins og hann leggur sig þar sem er nóg af stæðum, má t.d. keyra inn frá Lækjargötu eða eitthvað þvíumlíkt. Svo getur fólk farið með lyftu eða rúllustiga upp á yfirborðið á nokkrum stöðum, svona eins og á neðanjarðarstöðvum í Evrópu. Er þetta eitthvað svo fáránlegt?

miðvikudagur, mars 16

Meira um Nico

Kristín Parísardama minntist á son Nico og Alains Delon í kommenti í síðust færslu, "the super-beautiful progeny of a union between the North and the Mediterranean". Það vill nú reyndar svo til að ég rakst í gær á brot úr bókinni Nico, Songs They Never Play On The Radio, sem er eftir fyrrum hljómborðsleikara í hljómsveit Nico. Frekar súrar djammsögur þar á ferð. M.a. þessi hjartnæmi kafli um endurfundi mæðginanna (Nico var heróínfíkill og kom syni sínum á bragðið):


NICO's LOVING SON ARI

There was a figure, waving, at the bay window that overlooked the untended garden. Nico suddenly seemed overjoyed and rushed on ahead. Raincoat cast a glance up at the house.

'I see we 'ave Le Fils with us, Le Vray Baujolly Neuvo 'imself ... Le Kid.'

'Her kid?' I'd forgotten about the son.

'Yeh,' said Echo, 'her very own creation. Yer gonna love 'im.,

'What's he called?' I asked.

'Ari.'

'Yeh.' Raincoat glowered up at the window. 'An' we're jus' wild about Ari.'

Ari, Le Kid, was about nineteen, the super-beautiful progeny of a union between the North and the Mediterranean, Nico and Alain Delon. Nico had a brief fling with Delon in her model days. Now Delon absolutely didn't want to know. Le Kid had turned up at the matinee idol's Paris apartment, only to be turned away by the maid. Even though Delon's mother took him in, Le Kid did not exist. Neither did he exist properly for Nico. While he was still in the womb she'd dropped acid along with the usual family favourites, and when he'd cried she found the most expedient solution was to lock him in a cupboard. It must have pained Ari to see pictures of that other Delon Jr, waterskiing with Princess Pixie of Monaco. Famous folk usually buy off responsibility with money - Nico hadn't got it, Delon wouldn't give it. Le Kid opened the door.

'Maman. Maman.' They embraced. He looked over her shoulder at us. His nose twitched in that Frenchified manner, like there was a bad odeur. Who were we? More shit she'd picked up on her boots. He turned away from us.

'Maman ... suis-moi, j'ai un petit cadeau pour toi.'

We followed them down the hall, me walking backwards, clattering the harmonium against the walls.

'Ferme les yeux,' he said to her. I don't know why, but I did too. 'Bien ... ouvre!'He held out a shining new hypodermic, loaded and ready to go. Nico gasped with joy.

A truly loving son understands (and shares) his mother's needs.

mánudagur, mars 14

teutonic sex goddess

Jájá, titillinn í dag á örugglega eftir að laða að misjafna sauði sem gúggla eftir einhverjum óþverranum. Segið svo að ég kunni ekki að markaðssetja mig. En hann tengist samt efninu, sem er þýska þokkagyðjan Nico.


Henni sást bregða fyrir í níðþröngu leðurdressi í Doors-myndinni um daginn (hence the title), og féll Jim Morrison auðvitað kylliflatur fyrir henni. Þar var nú samt fulllítið gert úr þessari merkilegu konu.

Nico (réttu nafni Christa Päffgen) hóf feril sinn sem módel í Evrópu í kringum 1960 og kom fram í einhverjum kvikmyndum (bregður m.a. fyrir í La Dolce Vita Fellinis). Hún flutti til New York 1965 og kynntist þar Andy Warhol og liðinu í verksmiðjunni hans. Það var hann sem kom því í kring að hún syngi á fyrstu plötu Velvet Underground, þótt hljómsveitin samþykkti hana aldrei sem fullgildan meðlim. Hún hélt þó ótrauð áfram tónlistariðkun eftir að hún yfirgaf hljómsveitina. Sólóplöturnar voru misjafnar að gæðum en hún náði þó nokkrum hæðum af og til, þótt hún sé vissulega ekki allra. Fyrstu tvö lögin sem ég set hér koma af hennar fyrstu plötu, Chelsea Girl, sem kom út 1967 (sama ár og plata Velvet). Þar vann hún með ýmsum tónlistarmönnum, þ.á.m. hinum þá 17 ára Jackson Browne sem samdi fyrir hana þrjú lög á plötunni og var eitthvað í rómantískum tygjum við hana á þessum tíma. Þar á meðal er "Fairest of the Seasons", sem sumir kynnu að kannast við úr myndinni The Royal Tenenbaums. Titilllag plötunnar var svo samið af þeim Lou Reed og Sterling Morrison úr Velvet Underground.
Nico - Fairest of the Seasons (af Chelsea Girl)
Nico - Chelsea Girl (af Chelsea Girl)
Á næstu plötum kaus Nico að semja alla tónlistina sjálf, og kom þá í ljós að hún hafði ansi drungalega sýn á lífið. Næsta lag kemur af þriðju plötu Nico, Desertshore, sem kom út 1970. Sú plata er eins langt frá poppinu á Chelsea Girl og hægt er, þetta er býsna avant garde stöff. En magnað samt, skyldi maður hafa smekk fyrir því. Hitt lagið er útgáfa Nico á Doors-laginu "The End" og er tekið af samnefndri plötu (1974) sem var að einhverju leyti tileinkuð Jim Morrison.
Nico - Janitor of Lunacy (af Desertshore)
Nico - The End (af The End)
Desertshore og The End eru almennt taldar merkustu plötur Nico. Eftir útgáfu þeirrar síðarnefndu lá leiðin niður á við, hún átti við alvarlega eiturlyfjafíkn að stríða og lést loks úr heilablæðingu á Ibiza 1988. Síðasta lagið kemur af síðustu plötu hennar, Camera Obscura, sem kom út 1985. Hér er þekktur standard á ferð sem Nico gerir að sínum.
Nico - My Funny Valentine (af Camera Obscura)
Nico er ekki þekktasta nafnið í tónlistarsögunni enda nokkuð á skjön við það sem var að gerast í kringum hana. Kannski er hægt að skilja tónlist hennar betur ef litið er á hana sem framþróun á þýsku hefðinni (Lotte Lenya, Marlene Dietrich) frekar en tengja hana bara við hipparokk síns tíma. Nico hefur oft verið kölluð fyrsti "gotharinn" og hafði mikil áhrif á þá tónlistarstefnu (sjálf sagði hún um "gotharana": "Those groups are good, but they only play with the darkness. I live with it.") en einnig má greina augljós áhrif í tónlist Stereolab og Lali Puna, sérstaklega í söngstílnum. Hún var í það minnsta annað og meira en bara tevtónsk ástargyðja.

sunnudagur, mars 13

doors...

Þegar ég sá The Doors í bíó á sínum tíma fannst mér hún bæði hipp og kúl. Núna finnst mér hún mikið til vera tilgerðarlegt kjaptæði (með góðum punktum inn á milli). Annaðhvort okkar hefur ekki elst nógu vel.

föstudagur, mars 11

black adder

Nursie (to Elizabeth): Ointment. That's what you need when your head's been cut off. That's what I gave your sister Mary when they done her. 'There, there,' I said. 'You'll soon grow a new one.'
Black Adder þótti mér fyndinn. Nú eru víst uppi hugmyndir um að gera nýja seríu. Þangað til má skoða ýmislegt skemmtilegt á heimasíðu BBC um þessa ágætu þætti. T.d. er þessi Quote Generator ágætlega skemmtilegur.
Flashheart: She's got a tongue like an electric eel and she likes the taste of a man's tonsils.

miðvikudagur, mars 9

frumsýning...


Frumsýningin gekk hið besta, fullur salur og góð stemning. Frumsýningarpartíið var hins vegar í rólegri kantinum, enda vinnudagur daginn eftir. Og gagnrýni er þegar farin að birtast. Ég er ekki sammála þessum hérna um það sem hann segir um verkið, en get ekki annað en verið sáttur við minn hlut.

föstudagur, mars 4

dekk og sjó

Þegar ég var lítill bjó ég í sveit með sauðfé á beit. Þess vegna fattaði ég aldrei alveg hvaða fútt var í því að dansa uppá dekki.

Annars er frumsýningarhelgi framundan, generall á morgun og svo frums á sunnudagskvöld. Það er auðvitað galli að frumsýna á sunnudegi, frumsýningarpartíið verður þá ekki eins fjörugt þar sem allir þurfa að mæta í vinnu daginn eftir. En það verða tekin önnur partí. Partí, já! Fyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvað ég er eiginlega að tala þá skal það upplýst að leikritið heitir "Patataz" (hét áður Aðfaranótt), undirtitillinn er "Fjölmenningarlegur fjölskylduleikur", höfundur er Björn Margeir Sigurjónsson (bróðir hans er frægur leikhúskall, og getiði nú...) og leikstjóri Bergur æðislegi (öðru nabbni Bergur Þór Ingólfsson). Sýnt verður í Stúdíó 4, Vatnagörðum 4, sýningarplanið sem hér segir:

Sun. 6. mars FRUMSÝNING
Fös. 11. mars
Fös. 18. mars
Lau. 19. mars
Mið. 23. mars (fyrir skírdag)
Mán. 28. mars (2. í páskum)
Fö. 8 apríl
Lau 9. apríl

.. kl. 20:00 alla dagana.

Jájá, hvet alla til að koma og sjá þetta meistarastykki. Ég held að það kosti litlar 1500 krónur, verkið sjálft klukkutími og kortér eða þar um bil. Tilvalin kvöldskemmtun alveg.

Svo ætla ég í leikhús í kvöld á lokasýningu á Memento mori. Á bara von á góðu.

miðvikudagur, mars 2

monní meiks ðe vörld gó ránd...

Útborgunardagur er góður dagur. Næsti mánuður virðist þó ætla að verða jafnmagur og sá síðasti, og er þá ansi langt gengið. Þessi vetur verður í endurminningum mínum kallaður horfellisveturinn mikli. Nei nei, ekki af því að ég er búinn að vera neitt sérstaklega kvefaður, heldur vegna þess að ég er að detta í sundur úr hor. Allavega, eníveis, jájá, ég hélt semsagt upp á að hafa fé greypt í plast á milli handa með sama hætti og ég geri stundum, fékk mér feitan hamborgara og snúning með marsi, dæm og smartís eftir leikæfingu. Betra að nota peningana áður en þeir klárast. Nú ligg ég og kvarta ekki út af horfelli. Eiginlega var þetta tú möts, kláraði ekki einu sinni frönskurnar. Ég veit að ég ætti að öpplóda einhverju lagi fyrir ykkur, en ég nenni því bara ekki. Auk þess á ég engin lög sem fjalla um horfelli, hamborgara og ís.