fimmtudagur, mars 31

leiðtognun

Það er ráðist að manni á götum úti og maður yfirheyrður um það hvort maður ætli nú ekki örglega að taka þátt í leiðtogaslagnum. Eins og mér sé ekki sama um leiðtognanir í Samflykkingunni. Kíkti samt á nýju síðuna hennar Ingibjargar, þar er fullt af liði að segja voða fallega hluti um hana: fæddur leiðtogi, besti leiðtoginn, algjört æði, creme de la creme (það segir það reyndar enginn en mér finnst gaman að slá um mig). Einn reynir meir að segja að sannfæra sjálfan sig: "leiðtogar skipta máli" segir hann. Við þetta lið vil ég segja: Leiðtogar skipta máli. Verið leiðtogarnir í ykkar eigin lífi og hættið að reyna að finna einhverja plebba til að dýrka og dá. Jamm, þetta var pólitíska innlitið inn í hausinn á mér. Eða eins og krakkarnir á leikskólanum segja þegar maður byrjar að nöldra: bla bla bla bla...

Kannski ég djoíni Siggu Láru bara í snarrótinni.

Engin ummæli: