laugardagur, apríl 30

tónleikar


Skrapp á útgáfutónleika Úlpu á Nasa í gær. Býsna gaman. Þegar við komum inn var eitthvað retro-dansband að spila fyrir frekar tómum sal, þetta var eins og að detta inn í stemninguna í kringum 1992-3, gamaldags danstónlist og ekki mjög skemmtileg svona við fyrstu hlustun. Næstir komu hljómsveitin Sofandi. Þeir áttu skemmtilegustu kynningu kvöldsins: "Við erum Sofandi og ætlum að spila nokkur lög". Þeir voru fínir alveg, piltarnir. Næstur kom Frank Murder með idm-ið sitt. Spilaði fyrst nokkur vídeó sem voru ansi flott. Man ekki nafnið á snillingnum sem gerði þau. Svo kom hann sjálfur á svið og spilaði nokkur lög í viðbót. Ég var frekar hrifinn af hans framlagi, þótt þessi dæmigerði idm-/skrjáfhljómur sé kannski ekkert sérlega frumlegur lengur.

Svo steig Úlpa á svið. Ég hafði ekki séð þá læf síðan frá því þeir voru rétt að byrja, og þeir hafa breyst talsvert síðan þá. Orðnir alveg skelfilega þéttir og rokkandi, tónlistin ber meiri dám af hljómsveitum eins og Joy Division, meira um syntha og svoleiðis skemmtilegt. Stundum fannst mér vanta upp á rokkið í nýju lögunum, aðeins of kontrólerað á köflum. Magnús Leifur er alveg fantasöngvari og er að auki með indílúkkið alveg á hreinu. Í lokin tóku þeir lög af fyrstu plötunni, t.d. Dinzl sem er alveg jafnmikil snilld og það hefur alltaf verið.

Annars er hægt að nálgast fleiri lög á heimasíðu þeirra (undir "Dótarí"). M.a. á að vera hægt að sækja nýja lagið, "Attempted Flight", en linkurinn virkar reyndar ekki.

sunnudagur, apríl 24

eitísið

Huxy fór að rifja upp eitísið, og það er grein í Guardian þar sem því er haldið fram að þetta hafi verið gullöldin í bresku poppi. Hmm, það skyldi þó aldrei vera. Ég allavega á því að Adam Ant sé snillingur.

Mér finnst Litla Bretland fyndið.

Fleira var það ekki í bili. Lifið heil.

miðvikudagur, apríl 20

pop.fo

Fyrir þau sem vilja vita hvað er að gerast í færeysku popplífi er margt vitlausara en kíkja á pop.fo. Þar má finna helstu fréttir úr færeysku tónlistarlífi, m.a. lærir maður að Shakin' Stevens muni spila á Summar Festivalinum í sumar, "...og hann hevur eina ørgrynnu av kendum sangum, sum føroyingar eisini kenna væl."

Einnig segir af tónleikum norsku sveitarinnar Gåte í Fuglafirði, sem mun hafa verið mikið fjör, því "...takið mundi rokið av mentanarhúsinum í Fuglafirði, tá Gåte fingu allan salin at hoppa.".

Æ, allt í einu langar mig til Færeyja...

fimmtudagur, apríl 14

Ísland er land þitt...

Þetta er eitthvað það heimskulegasta sem ég hef lesið nýlega:
"Myrkur, kuldi og niðurnídd hús á hjara veraldar, að ógleymdum persónum sem minna helst á úrkynjað "hill-billies"-lið, er ekki þess eðlis að vekja áhuga útlendinga á landinu. En það er jú tilgangurinn, er það ekki? Að komast á kortið."
(Edda Jóhannsdóttir að tala um íslenskar bíómyndir í pistli í Fréttablaðinu. Skáletrun mín)

Kannski ætti ég að skrifa pistil, en ég nenni því ekki. Þessi heimska er svo sláandi að það hálfa væri nóg. Ef ég einhvern tímann næ að gera bíómynd vona ég að hún veki athygli, því maður vill jú að fólk sjái það sem maður gerir. Að hún veki athygli á sjálfri sér. Og mér. Mér er hins vegar alveg sama hvort hún veki athygli á landinu eða ekki.

Við ættum kannski að snúa aftur til þess tíma þegar íslenskir kvikmyndagerðarmenn báðust afsökunar á tilvist sinni með því að hrúga Dimmuborgum, Þingvöllum, Gullfossi og Geysi með sápu í myndirnar sínar þótt þessir staðir kæmu sögunni nákvæmlega ekkert við. Mikið væri það nú dásamleg lyftistöng fyrir íslenska kvikmyndagerð. Að maður tali nú ekki um ferðamannaiðnaðinn. Og mikið andskotans frat að ekki sé hægt lengur að láta Egil Ólafs teyma systur sína yfir steinbrúna (andskotann sem ég man hvað sprænan heitir). Og mikið helvítis andskotans sem blót er nú skemmtileg tjáning.

miðvikudagur, apríl 13

agi, æi...

Ég er alltaf að lemja sjálfan mig í hausinn fyrir að hafa ekki yfir að ráða meiri sjálfsaga og dugnaði. En svo las ég þetta, núna líður mér mun betur:
One of the most dangerous illusions you get from school is the idea that doing great things requires a lot of discipline. Most subjects are taught in such a boring way that it's only by discipline that you can flog yourself through them. So I was surprised when, early in college, I read a quote by Wittgenstein saying that he had no self-discipline and had never been able to deny himself anything, not even a cup of coffee.

Now I know a number of people who do great work, and it's the same with all of them. They have little discipline. They're all terrible procrastinators and find it almost impossible to make themselves do anything they're not interested in. One still hasn't sent out his half of the thank-you notes from his wedding, four years ago. Another has 26,000 emails in her inbox.

I'm not saying you can get away with zero self-discipline. You probably need about the amount you need to go running. I'm often reluctant to go running, but once I do, I enjoy it. And if I don't run for several days, I feel ill. It's the same with people who do great things. They know they'll feel bad if they don't work, and they have enough discipline to get themselves to their desks to start working. But once they get started, interest takes over, and discipline is no longer necessary.

Do you think Shakespeare was gritting his teeth and diligently trying to write Great Literature? Of course not. He was having fun. That's why he's so good.

laugardagur, apríl 9

Ný bloggfærsla. Og lesandinn spyr sig: ætlar manngerpið að demba á okkur enn einu laginu? Dettur honum engin frumleg hugsun í hug? Svarið við fyrri spurningunni er "já" og við þeirri seinni "nei". Annars ætlaði ég bara að auglýsa lokasýningu í kvöld (laugardaginn 9. apríl) á Patataz, leikriti Björns Margeirs Sigurjónssonar, í leikstjórn Bergs Ingólfssonar, Hugleikur setur upp, í Stúdíó 4, Vatnagörðum 4. Dómar hafa verið glimrandi, og allt það. Það verður enginn svikinn af þessari sýningu, þeir sem vettlingi geta valdið og tittlingi haldið (eða hinu, þið vitið..., kvenkyns, hérna..., æi, tussu) skyldu nú af sínum rassi rísa og á skúuspil skeiða. Set hérna líka upphafslag sýningarinnar, svona ef það skyldi verða til að freista einhvers. Þetta er eitthvað obskjúr lag úr einhverri ítalskri bíómynd sem ég kann ekki að nefna. En fallegt er það.
Upphafslag Patataz

sunnudagur, apríl 3

cassetteboyCassetteboy eru reyndar tveir, Mike og Simon sem koma frá Brighton. Þeir leggja það í vana sinn að tæta í sundur upptökur af hinu og þessu og setja saman aftur á óvæntan hátt. Sem reyndar einkennist af einstöku smekkleysi og barnalegum húmor. Og er býsna skemmtilegt. Eða eins og þeir segja sjálfir: "Basically we record famous people and make it sound like they're talking about sex or drugs. It's a winning formula." Í meðförum þeirra lýsir Tony Blair því hvað breski verkamannaflokkurinn ætlar að gera við 11 ára börn, Jamie Oliver verður svolítið sækó, David Bowie syngur einhvern dónaskap og svo leyfa gerpin sér að gera grín að 11. september í "fly me to new york", þar sem Frank Sinatra syngur fyrir munn hryðjuverkamannanna: "Let's fly, let's fly into buildings, let's turn to ashes". Og svo hafa þeir eitthvað að athuga við Big Brother þættina. Já já, það má hafa gaman af þessu.
cassetteboy - we are new labour
cassetteboy - joliver
cassetteboy - space oddity
cassetteboy - fly me to new york
cassetteboy - don't brother

föstudagur, apríl 1

1. apríl


Hefur líklega ekki farið framhjá neinum hvaða dagur er í dag. Ég náði að láta börnin á leikskólanum hlaupa apríl, sagði þeim að það yrði hafragrautur í morgunmat. Viðbrögðin ollu mér vonbrigðum, "namm!" sögðu þau einum rómi. Börn í dag eru nefnilega svo stútfull af seríósi og kókópöffsi að hafragrautur verður hátíðarmatur.