sunnudagur, apríl 3

cassetteboyCassetteboy eru reyndar tveir, Mike og Simon sem koma frá Brighton. Þeir leggja það í vana sinn að tæta í sundur upptökur af hinu og þessu og setja saman aftur á óvæntan hátt. Sem reyndar einkennist af einstöku smekkleysi og barnalegum húmor. Og er býsna skemmtilegt. Eða eins og þeir segja sjálfir: "Basically we record famous people and make it sound like they're talking about sex or drugs. It's a winning formula." Í meðförum þeirra lýsir Tony Blair því hvað breski verkamannaflokkurinn ætlar að gera við 11 ára börn, Jamie Oliver verður svolítið sækó, David Bowie syngur einhvern dónaskap og svo leyfa gerpin sér að gera grín að 11. september í "fly me to new york", þar sem Frank Sinatra syngur fyrir munn hryðjuverkamannanna: "Let's fly, let's fly into buildings, let's turn to ashes". Og svo hafa þeir eitthvað að athuga við Big Brother þættina. Já já, það má hafa gaman af þessu.
cassetteboy - we are new labour
cassetteboy - joliver
cassetteboy - space oddity
cassetteboy - fly me to new york
cassetteboy - don't brother

Engin ummæli: