fimmtudagur, apríl 14

Ísland er land þitt...

Þetta er eitthvað það heimskulegasta sem ég hef lesið nýlega:
"Myrkur, kuldi og niðurnídd hús á hjara veraldar, að ógleymdum persónum sem minna helst á úrkynjað "hill-billies"-lið, er ekki þess eðlis að vekja áhuga útlendinga á landinu. En það er jú tilgangurinn, er það ekki? Að komast á kortið."
(Edda Jóhannsdóttir að tala um íslenskar bíómyndir í pistli í Fréttablaðinu. Skáletrun mín)

Kannski ætti ég að skrifa pistil, en ég nenni því ekki. Þessi heimska er svo sláandi að það hálfa væri nóg. Ef ég einhvern tímann næ að gera bíómynd vona ég að hún veki athygli, því maður vill jú að fólk sjái það sem maður gerir. Að hún veki athygli á sjálfri sér. Og mér. Mér er hins vegar alveg sama hvort hún veki athygli á landinu eða ekki.

Við ættum kannski að snúa aftur til þess tíma þegar íslenskir kvikmyndagerðarmenn báðust afsökunar á tilvist sinni með því að hrúga Dimmuborgum, Þingvöllum, Gullfossi og Geysi með sápu í myndirnar sínar þótt þessir staðir kæmu sögunni nákvæmlega ekkert við. Mikið væri það nú dásamleg lyftistöng fyrir íslenska kvikmyndagerð. Að maður tali nú ekki um ferðamannaiðnaðinn. Og mikið andskotans frat að ekki sé hægt lengur að láta Egil Ólafs teyma systur sína yfir steinbrúna (andskotann sem ég man hvað sprænan heitir). Og mikið helvítis andskotans sem blót er nú skemmtileg tjáning.

Engin ummæli: