miðvikudagur, maí 4

blanda landa upp til stranda


Að flétta saman tveimur aðskildum þáttum á óvæntan hátt. Fyrra dæmið löglegt, hið seinna örugglega gert í leyfisleysi (og þá líklega ólöglegt). Hið fyrra ný hljóðblöndun, gefin út af hljómsveitinni sjálfri. Hið seinna svokallað "mashup", þar sem tveimur lögum er nappað og þeim blandað saman. Stundum eru svona mashup ekkert spes, en í þetta skiptið er útkoman hreinn brilljans. Hörðustu Cure-aðdáendum verður kannski um og ó.
Svo mæli ég með Sonic Youth upprifjuninni hjá Zúra. Ég fékk fiðring í magann þegar ég frétti af fyrirhuguðum tónleikum þeirra í sumar. Svona þarf nú lítið til að gleðja mann. Svo legg ég til að Yo La Tengo verði fengin næst.

Engin ummæli: