fimmtudagur, maí 12

blogghermiblogg

Ekki fyrr er maður búinn að lykla inn einhverja spekiþvælu í bloggerinn um list og ekkilist en Grapevine berst manni í hendur, og þar grein eftir Hauk um sama efni. Nema bara miklu betur skrifað, hugsað og spáð. Liggur þetta í loftinu? Tja, sjaldnast er nú ein báran stök og ekki leiðum að líkjast. Nælið ykkur annars í nýjasta Grapevine ef þið hafið ekki lesið það ennþá. Besta blaðið í bænum held ég bara.

Annars er gleði í borg og bæ, orlofið komið inn á sparisjóðsbók, Kafka on the Shore á náttborðinu, trúðurinn minn búinn að fæðast og fá að anda nokkrum sinnum og ég held ég skundi nú bara niður í bæ og kaupi mér eitthvað meira sem ég þarf ekkert sérstaklega á að halda. Þaldénúbarastabeibí.

Engin ummæli: