þriðjudagur, maí 24

júróvisjón


Hvað getur maður nú sagt. Gundrandri sagði þetta alveg fínt í fréttablaðinu um daginn. Þetta væl um austurevrópuþjóðir er bara pjúra rasismi og ekkert annað.

Annars var júróvisjón einu sinni gjaldgeng. Þá gat maður gengið að góðri tónlist vísri. Þá riðu hetjur um héruð og stúlkur þurftu ekki að sýna cleavage og vera með stór brjóst til að vinna. Og menn eins og Serge Gainsbourg sömdu vinningslögin. Og ég var ekki einu sinni fæddur svo hvað er ég svo sem að röfla. Árið 1965 sigraði franska fljóðið France Gall í júróvisjón með held ég bara allra besta júróvisjónlagi sem til er. Serge Gainsbourg samdi, Belle and Sebastian hafa gert kover. Þetta verður aldrei toppað.
France Gall - Poupee de cire, poupee de son

Engin ummæli: