mánudagur, júní 27

ég er einskis dóttir, ég er einskis son...

Leiklistarhátíð Bandalags íslenskra leikfélaga var helvítis fokkings gargandi snilld í alla staði. Það var hreint og beint ógeeeðððsssslega gaman! Kannski skrifa ég kálf um þessa snilld seinna. Kynntist einhverjum mekki af frábæru fólki og bæti hér við linka til hliðar á tvö þeirra: Þórunni Grétu, þokkadís og snillingi og svo honum Guðmundi nafna mínum. Bæði koma úr Leikfélagi Hafnarfjarðar, og það leikfélag fær einnig hrós frá stílista bloggsíðunnar. Hreinn elegans þar á ferð á öllum tímum sólarhrings. Útskýri þetta kannski nánar síðar. Og margt í gangi, hellingur af leikhúsi, leiksigrar úr ólíklegum og líklegum áttum, heilu leikfélögin umturnuðust í sleikfélög þegar aðstæður buðu upp á slíkt og allir undu glaðir við sitt. Leikfélagið mitt mátti annars vel við una, báðar sýningarnar okkar, Patataz og Memento Mori (sú síðarnefnda í samvinnu við Leikf. Kópavogs), fengu mikið hrós frá gagnrýnendum hátíðarinnar sem og öðrum áhorfendum, fyrir nú utan það að Memento Mori fékk verðlaun sem besta leiksýningin í lok hátíðar, og átti það fyllilega skilið. Málið var að allar leiksýningarnar voru í háum gæðaflokki, en Memento er bara svo mikil snilld að það hálfa væri nóg. En ég skrifa kannski greinarbetri kálf um þetta seinna.

mánudagur, júní 20

piensa en mí, entonces, pensaré en ti...Það er fleirum en mér hugsað til Manuel Fraga Iribarne þessa dagana. Grey kallinn er enn að, kominn vel yfir áttrætt. Og hvað er svona merkilegt við þennan karlfausk? Jú, þetta er síðasti dínósárinn, síðasti þráðurinn sem tengir saman stjórnmál nútímans á Spáni og fortíðina í draumaríki Francos. Og kannski síðasti þráðurinn sem tengir saman Evrópu nútímans og Evrópu fasismans. En hann tórir enn. Hann varð ráðherra í stjórn Francos seint á 7. áratugnum (reyndar einn sá frjálslyndasti í þeim hópi, enda þurfti ekki mikið til). Þegar Franco var allur stofnaði Fraga Allianza Popular, sem síðar varð að Partido Popular, Þjóðarflokkurinn (hægri flokkur, sé einhver í vafa). Hann leiddi þann flokk lengi vel en lét völdin í hendurnar á José María Aznar og hélt heim í Galisíu og tók við forystunni þar, og hefur haldið henni síðan. Í síðustu héraðskosningum náði Fraga og PP hreinum meirihluta í Galisíu (Galisíumenn virðast haldnir einhverri íhaldspest, Franco var t.a.m. Galisíumaður). Og nú eru aftur kosningar og eftir að öll atkvæði hafa verið talin vantar PP eitt þingsæti upp á að ná hreinum meirihluta. Sem þýðir að vinstri samsteypustjórn gæti tekið við völdum á næsta kjörtímabili. Nema... enn á eftir að telja atkvæði útlendinga, þ.e. Galisíumanna og kvenna sem búa utan Spánar (eða utan héraðs, er ekki alveg með mörkin á tæru). Því verður ekki lokið fyrr en 27. júní. Og þau atkvæði geta gefið PP eitt þingsæti í viðbót og því hreinan meirihluta. Og þá er að sjá hvort þessi þráður slitnar loksins, eða hvort hann sé enn sterkur á velli.

Annars eru þessi atkvæði útlendinga nokkuð á reiki. Svo virðist sem ólíklegasta fólk geti kosið. Einhvers staðar sá ég fullyrt að Fídel Castro væri á kjörskrá, þar sem hann foreldrar hans voru brottfluttir Galisíubúar og hann því skráður sem slíkur. Hvort hann sé búinn að kjósa fylgir ekki sögunni.

Annars er stundum talað um "las dos Españas" ("Tveir Spánir (Spænir?) á sama hátt og talað er um "the two Americas"), hægri Spán og vinstri Spán. Eða íhaldssama Spán og frjálslynda Spán. Og ein birtingarmynd þessa klofnings má sjá á myndinni hér fyrir neðan. 18. júní sl. stóðu samtök sem kalla sig "Foro Español de la Familia" fyrir mótmælagöngu í Madrid, með stuðningi kaþólsku kirkjunnar og ýmissa forkólfa í PP, hægriflokki Aznars og Fraga, þar sem kallað var eftir stuðningi við "fjölskylduna" og kristileg gildi og hjónabandi samkynhneigðra mótmælt (það er hitamál núna á Spáni, því sósjalistarnir vilja lögleiða rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband). Þar sáust ýmis spjöld á lofti með misskemmtilegur áletrunum, m.a. "Ekkert án Guðs", og "Í Guðs bænum, lokið skápnum strax!". Í Barcelona var haldin mótmælaganga homma og lesbía til höfuðs þessum íhaldskurfum. Myndirnar hér fyrir neðan birtust á netsíðunni escolar.net, og yfirskriftin var: "Spánirnir tveir. Veldu þann sem þú vilt tilheyra."Og í tilefni af öllu þessu er hér óskalag með geggjuðum ástar og saknaðar stuðkveðjum til Fraga með von um að hann hætti þessu brölti.
Jeanette - Porque te vas

miðvikudagur, júní 15

la noche tiene ojos como la mosca

það er gott veður (no shit!?).
hermann stefánsson er byrjaður að blogga (nei, ég stilli mig um að brandarann, geri því bara í skóna að þetta sé í alvörunni hermann stefánsson).
bráðum fer ég til akureyrar. eins gott að það snúi til sunnanáttar um eða uppúr helginni.
ég nenni ekki meiru.
jú, helga og sigurjón koma bráðum til landsins. En ég fer að öllum líkindum sama dag til akureyrar.
ég veit ekki til hvers ég er að þessu bloggeríi annars.

Jú, kannski þetta líka hérna. Kláraði Kafka on the Shore. Svolítil vonbrigði. Verð ég að segja. Oft verið betri kallinn, kannski ætti hann að hætta þessu skokki og fara að reka jazzkaffihús og skrifa á nóttunni eins og í fyrstu bókunum. Kannski er hann í transisjón. Og kannski er ég búinn að lesa of margar skammarræður David Walsh um skort nútímalistamanna á félagslegri tengingu og hollustu við Trotsky.

Já, og kannski líka þetta hérna. já, sá semsagt Episode III og mér leiddist. Satt að segja leiddist mér ekki á Phantom Menace og Attack of the Clones, en mér leiddist á þessari. Samt segja allir að hún sé betri. Þetta eru samt allt arfavondar myndir, mun verri en fyrstu þrjár. Og afhverju? It's the economy, stupid:
Ástarvella úr Revenge of the Sith:
Anakin: You're so beautiful.
Padmé: That's because I'm so much in love.
Anakin: No, it's because I love you so much.
Padmé: You mean, love has blinded you?
Anakin: No, that's not what I mean...

Ástarvella úr Empire Strikes Back:
Leia: I love you
Han Solo: I know
Já, og svo er handbragðs Jims Hensonar sárt saknað.

þriðjudagur, júní 7

tiny tim


Tiny Tim Dickensson (bróðir Bruce?) kom til tals á fundi stjórnar Hugleiks áðan. Og af því að ég er í svo tremmagóðu skapi í dag þá er best að setja hér inn glaðlegasta söngvara sem til er og heitir einmitt.... Tiny Tim. Hann hafði eitt það myndarlegasta nef sem um getur og var auk þess snillingur í úkúlele-spileríi. Þetta kemur örgustu fýlupokum til að brosa (Kaupa t.d. hér).
Tiny Tim - Living in the Sunlight, Loving in the Moonlight
Tiny Tim - Tip-Toe Through the Tulips

fimmtudagur, júní 2

nýjasta nýtt

Bætti við tveimur bloggurum á tenglalistann: Hjalta stórmeistara sem ég fékk að leikstýra um daginn. Og Ástu, sem virðist þekkja einhverja af sömu áhugaleikarunum og ég auk þess sem hún lætur glepjast af tónlistinni sem ég set hér inn.

Annars allt of mikið að gera. Lauk við að leikstýra einþáttungi fyrir Hugleik og gekk bara líka svona glimrandi vel, enda einvalalið leikara og áhorfendur mesta sómafólk. Lét svo plata mig í stjórn Hugleiks. Reyndar varastjórn svo það ætti ekki að vera neitt svo alvarlegt. Plús það að ég tók óumbeðinn að mér það verkefni að grisja aðeins úr myndbandafjalli leikfélagsins, en það eru víst til óklipptar upptökur af heilum helling af leiksýningum sem fólk vill fá að sjá. Svo er að sjá hvernig mér gengur að efna það allt saman. Júní ætlar svo að verða bissíastur mánaða, undirbúningur undir leiklistarhátíð á Agureyri og umsókn í kvikmyndasjóð og allt bara á fúllsvíng. Og á sama tíma er ég að drepast úr þreytu, geispa daginn út og daginn inn. Ætti kannski að drattast fyrr í háttinn...