mánudagur, júní 27

ég er einskis dóttir, ég er einskis son...

Leiklistarhátíð Bandalags íslenskra leikfélaga var helvítis fokkings gargandi snilld í alla staði. Það var hreint og beint ógeeeðððsssslega gaman! Kannski skrifa ég kálf um þessa snilld seinna. Kynntist einhverjum mekki af frábæru fólki og bæti hér við linka til hliðar á tvö þeirra: Þórunni Grétu, þokkadís og snillingi og svo honum Guðmundi nafna mínum. Bæði koma úr Leikfélagi Hafnarfjarðar, og það leikfélag fær einnig hrós frá stílista bloggsíðunnar. Hreinn elegans þar á ferð á öllum tímum sólarhrings. Útskýri þetta kannski nánar síðar. Og margt í gangi, hellingur af leikhúsi, leiksigrar úr ólíklegum og líklegum áttum, heilu leikfélögin umturnuðust í sleikfélög þegar aðstæður buðu upp á slíkt og allir undu glaðir við sitt. Leikfélagið mitt mátti annars vel við una, báðar sýningarnar okkar, Patataz og Memento Mori (sú síðarnefnda í samvinnu við Leikf. Kópavogs), fengu mikið hrós frá gagnrýnendum hátíðarinnar sem og öðrum áhorfendum, fyrir nú utan það að Memento Mori fékk verðlaun sem besta leiksýningin í lok hátíðar, og átti það fyllilega skilið. Málið var að allar leiksýningarnar voru í háum gæðaflokki, en Memento er bara svo mikil snilld að það hálfa væri nóg. En ég skrifa kannski greinarbetri kálf um þetta seinna.

Engin ummæli: