fimmtudagur, júní 2

nýjasta nýtt

Bætti við tveimur bloggurum á tenglalistann: Hjalta stórmeistara sem ég fékk að leikstýra um daginn. Og Ástu, sem virðist þekkja einhverja af sömu áhugaleikarunum og ég auk þess sem hún lætur glepjast af tónlistinni sem ég set hér inn.

Annars allt of mikið að gera. Lauk við að leikstýra einþáttungi fyrir Hugleik og gekk bara líka svona glimrandi vel, enda einvalalið leikara og áhorfendur mesta sómafólk. Lét svo plata mig í stjórn Hugleiks. Reyndar varastjórn svo það ætti ekki að vera neitt svo alvarlegt. Plús það að ég tók óumbeðinn að mér það verkefni að grisja aðeins úr myndbandafjalli leikfélagsins, en það eru víst til óklipptar upptökur af heilum helling af leiksýningum sem fólk vill fá að sjá. Svo er að sjá hvernig mér gengur að efna það allt saman. Júní ætlar svo að verða bissíastur mánaða, undirbúningur undir leiklistarhátíð á Agureyri og umsókn í kvikmyndasjóð og allt bara á fúllsvíng. Og á sama tíma er ég að drepast úr þreytu, geispa daginn út og daginn inn. Ætti kannski að drattast fyrr í háttinn...

Engin ummæli: