fimmtudagur, júlí 28

sumarfrí...

Já, ég held það verði lítið bloggað hér af viti næstu vikurnar, þetta sumar er einhvern veginn að flækjast fyrir manni. Og kannski svosem ekki af neinu að missa heldur, allavega hafa síðustu færslur verið fremur heimskulegar. Annars er ég líka alltaf opinn fyrir að hitta ykkur á kaffihúsum, lesendur góðir. Endilega hafa samband.

þriðjudagur, júlí 26

vestræn gildi mæ ass...

Ég held ég geti ekkert tjáð mig neitt gáfulega um "vestræn gildi" (sjá Varríus og Siggu Láru og Hrein). Alltaf þegar ég heyri einhvern minnast á "vestræn gildi" rifjast upp fyrir mér Silfur Egils þátturinn, þegar sá þáttur var enn að slíta barnsskóm á Skjá 1. Þar sat Björgvin Guðmundsson, susari, ásamt fleirum í spjalli um barnaþrælkun í þriðja heiminum. Björgvin fann auðvitað lausnina: "Við verðum auðvitað að kenna þessu fólki vestrænt siðferði!" Ef ég hefði haft hamar við höndina væri sjónvarp fyrrv. tengdó ekki lengur til frásagnar. Það versta er að þeir sem tala hæst um "vestræn gildi" e. árásirnar í London nota nákvæmlega þennan tón, og þá langar mig mest til að hafa hamar við höndina og gáfulegar hugsanir fjúka út í veður og vind. Ofangreindir bloggarar gera þetta ágætlega.

mánudagur, júlí 25

úff...

Ég þorði og ég gat og ég gerði. Viðbrögðin voru jákvæð. Ekki furða þótt maður geti lítið hugsað af viti um vestræn gildi þessa dagana.

miðvikudagur, júlí 20

þannig er nú í Potterinn búið

Talandi um samkeppni Guardian, þá er mikið fjör í kommentakerfi Varríusar þar sem dauðastríð Dumbeldores hefur fengið búning hinna og þessara íslensku rithöfunda. Ekki leiðinlegt.

laugardagur, júlí 16

Aye, Volders is fuckin psycho, like

Eins og lesendur Varríusar hafa tekið eftir var Guardian með samkeppni í tilefni af nýju Potter bókinni, þar sem fólki var boðið að skrifa dauðastund ********** í anda hinna og þessara rithöfunda. Só far finnst mér Irvin Welsh fyndnastur, en ég er líka með nett skosku-fetish:
Big Albie stood up. - Tom, he sais, aw reasonable, wi that wee twinkle in his eye.

- Ah'm gonnae fuckin do ye, ye doss cunt! Volders shouted.

Thir wis this toatally massive green flash, n aw of a sudden the bearded boay's slumped forwards over his gear. Ye jist cannae reason wi Voldie when he's in that kindae mood. Now he wis glarin aboot the room, darin one eh us tae say sumhing. Sometimes that cunt really gits oan ma nerves.

- Whit? It wis fuckin obvious thit that cunt wis gonnae fuck some cunt! Ah wis daein us aw a favour! Eh?

ógn og skelfing

"Afi minn, Tsao Li, var á þeim tímum einn af foringjum hinnar almáttugu Þríeiningar, sem var leynifélagsskapur, er náði um allt Kínaveldi og var deild boxara eða sveðjumanna ein af aðalgreinum hennar. [...] Þótt boxararnir væru sigraðir, var þeim samt ekki útrýmt, og Þríeiningin hélt öllu veldi sínu allt fram á okkar daga. Fyrir um það bil tuttugu árum tóku þeir, sem eftir voru, upp nafnið Sveðjur til minningar um boxarana, sem þeir litu á sem hetjur, og það ekki aðeins í sjálfu Kína, heldur í öllum kínverskum byggðum í útlöndum. Þannig varð Sveðjuklúbburinn til eða öllu heldur endurvakinn. ...Takmark hans? Sama og boxaranna: Barátta gegn útlendingum, en nú um allan heim."
(úr Bob Moran og Leynifélag löngu hnífanna, e. Henri Vernes)
Alltaf skal okkur takast að finna ógnir sem steðja að frá framandi menningarsvæðum. Merkileg árátta. Fyrir nú utan það að við vesturlandabúar erum nú oftast í hlutverki þeirra sem berjast við "útlendinga" á þeirra heimaslóðum.

sunnudagur, júlí 10

æjá

Það er frekar skrýtin upplifun að vera án nettengingar eftir að hafa haft adsl í heilt ár. Sest niður á kvöldin og gríp lapptoppinn, ræsi hann og fatta svo að ég get ekki farið inn á netið. Legg þá bara kapal í staðinn, en það endist mér bara í ca. 5 mínútur. Þannig að ég er búinn að lesa meira undanfarnar vikur en ég hef gert lengi. Hálfnaður með Matters of Light and Depth (úrvalsbók um kvikmyndatöku), byrjaði á History of Western Philosophy e. Bertrand Russell sem reynist hin besta skemmtilesning. Þar áður lauk ég við Neverwhere e. Neil Gaiman (góð) og Deception Point e. Dan Brown (ágætis vitleysa þar) og svo mjatlast smátt á smátt á Vivir para contarla, sjálfsævisögu Gabriels Garcia Marques. Og svo byrjaði ég líka á Bob Moran bók sem ég fann uppi í hillu hjá mér og var búinn að gleyma að væri til, titillinn var eitthvað um "hina löngu hnífa". Merkilegt annars hvað andúð höfundar Bob Moran á asíubúum hefur rist djúpt, Guli Skugginn var jú mongóli ef ég man rétt (kemur reyndar ekki fyrir í þessari bók), og þarna bregður fyrir hinum ýmsu frumstæðu ættbálkunum sem eru illskan uppmáluð. Það sem mér fannst hins vegar skemmtilegast við B. Moran þegar ég var yngri voru fræðslukaflarnir aftast, þar sem maður lærði m.a. að búa til ósýnilegt blek og að greina á milli helstu tegunda eitraðra snáka.

Jæja, er þetta ekki dæmigert. Ég er að lesa fullt af merkum bókum og blaðra svo mest um Bob Moran. Já, og svo er ég orðinn aðeins duglegri við að skrifa. Sem er hið besta mál. Kannski maður haldi sér bara netlausum í einhvern tíma í viðbót...

miðvikudagur, júlí 6

sögur úr leikskólanum

Einn drengjanna var búinn að koma sér fyrir hátt upp í tré og annar byrjaði að klifra upp til hans. Við það hristist tréð talsvert og sá efri varð skelkaður: "Ekki klifra upp, tréð gæti hrunið!"
Hinn hugsaði sig um og svaraði: "Einu sinni voru fjórir í trénu og það hran ekki!"