laugardagur, júlí 16

ógn og skelfing

"Afi minn, Tsao Li, var á þeim tímum einn af foringjum hinnar almáttugu Þríeiningar, sem var leynifélagsskapur, er náði um allt Kínaveldi og var deild boxara eða sveðjumanna ein af aðalgreinum hennar. [...] Þótt boxararnir væru sigraðir, var þeim samt ekki útrýmt, og Þríeiningin hélt öllu veldi sínu allt fram á okkar daga. Fyrir um það bil tuttugu árum tóku þeir, sem eftir voru, upp nafnið Sveðjur til minningar um boxarana, sem þeir litu á sem hetjur, og það ekki aðeins í sjálfu Kína, heldur í öllum kínverskum byggðum í útlöndum. Þannig varð Sveðjuklúbburinn til eða öllu heldur endurvakinn. ...Takmark hans? Sama og boxaranna: Barátta gegn útlendingum, en nú um allan heim."
(úr Bob Moran og Leynifélag löngu hnífanna, e. Henri Vernes)
Alltaf skal okkur takast að finna ógnir sem steðja að frá framandi menningarsvæðum. Merkileg árátta. Fyrir nú utan það að við vesturlandabúar erum nú oftast í hlutverki þeirra sem berjast við "útlendinga" á þeirra heimaslóðum.

Engin ummæli: