þriðjudagur, júlí 26

vestræn gildi mæ ass...

Ég held ég geti ekkert tjáð mig neitt gáfulega um "vestræn gildi" (sjá Varríus og Siggu Láru og Hrein). Alltaf þegar ég heyri einhvern minnast á "vestræn gildi" rifjast upp fyrir mér Silfur Egils þátturinn, þegar sá þáttur var enn að slíta barnsskóm á Skjá 1. Þar sat Björgvin Guðmundsson, susari, ásamt fleirum í spjalli um barnaþrælkun í þriðja heiminum. Björgvin fann auðvitað lausnina: "Við verðum auðvitað að kenna þessu fólki vestrænt siðferði!" Ef ég hefði haft hamar við höndina væri sjónvarp fyrrv. tengdó ekki lengur til frásagnar. Það versta er að þeir sem tala hæst um "vestræn gildi" e. árásirnar í London nota nákvæmlega þennan tón, og þá langar mig mest til að hafa hamar við höndina og gáfulegar hugsanir fjúka út í veður og vind. Ofangreindir bloggarar gera þetta ágætlega.

Engin ummæli: