föstudagur, ágúst 26

dagurinn

Kóræfing hjá leynilega kammerkórnum (sem ég veit ekki hversu leynilegur er nú orðið), þar sem við ætlum að syngja hin og þessi ættjarðalög og annað skemmtilegt, m.a. eitt lag e. Hildigunni, en við komumst reyndar ekki til að æfa það í kvöld.

Svo sótti ég son minn í afmæli hjá skólafélaga sínum, og mætti þar engum öðrum en Rannsóknarskipinu. Kemur þá ekki í ljós að nýi strákurinn í bekknum sem sonur minn sagði mér frá í gær er enginn annar en Smábáturinn. Er þá komin alveg extra ástæða til að kíkja í kaffi á Tryggvagötuna.

Engin ummæli: