fimmtudagur, ágúst 18

ósegjanleikinn

Til að ríma við Hrein og kommentið frá Erni Úlfari, þá kemur hér bragur í flutningi Mauro Antero Numminen:


Pedro Hietanen og M.A. Numminen
Mauro Antero Numminen - Wovon mann nicht sprechen kann
Þetta lag er síðasta lagið á plötu Numminens, The Tractatus Suite, þar sem hann færir heimspekirit Wittgensteins, Tractatus Logico Philosophicus, í tóna. Hingað til Íslands kom hann einhvern tímann í kringum miðjan 10. áratuginn og hélt stórkostlega tónleika ásamt nikkaranum Pedro Hietanen í Norræna húsinu, þar sem mér áskotnaðist áritað plakat sem ég er reyndar búinn að týna fyrir löngu. Hugsanlega tóku þeir þennan tangó:

Mauro Antero Numminen - Hastarna och jag
Þekktasta lagið hans er líklega þessi útgáfa hans á lagi Baccara, þótt hann af einhverjum ástæðum snúi því upp á þýsku:
M.A. Numminen - Yes Sir , Ich Kann Boogie

Engin ummæli: