miðvikudagur, september 28

baugsmálið

Þetta er eins og með fimmuklukkið. Allir sannir plebbabloggarar verða að tjá sig um baugsmálið. Og niðurstaðan: eftir að hafa rekið augun óviljandi í fréttir og forsíður blaða undanfarna viku hef ég komist að raun um það að allir sem tengjast þessu baugsmáli eru nú meiri helvítis bölvuðu hálfvitarnir. Og að þetta lið skuli hafa öll þessi völd (peningaleg og pólitísk) í þessu guðsvolaða landi er hreint og beint skerí! DV tókst reyndar nokkuð sem ég hélt að myndi aldrei gerast: ég fékk samúð með Stymma. En bara í smástund. Svo hugsaði ég: fokkit!

Og núna geri ég mitt besta til að opna ekki blöð og horfa ekki á fréttir. BBC í útvarpinu, DVD í sjónvarpinu, Börnin í Húmdölum á náttborðinu og samlestur á Jólaævintýri Hugleix í kvöld. Það verður fyndið stykki. Dickens with two k's and a silent 'q'.

Engin ummæli: