þriðjudagur, september 13

á boltoninum, úa...

Yfirlýsing mín um að fara kannski á Boltoninn var tekið með algerri þögn. Þá eru þrír möguleikar: fólk var ekki að fatta hvað ég var að fara, því finnst bara allt í lagi að fara á Boltoninn eða því er slétt sama um sálarheill mína. Lýsi því yfir hér og nú að ég var að grínast (svona er nú minn húmor skrýtinn). Ég ætla ekki á Boltoninn. Og mér finnst fólk ekkert í lagi sem ætlar á Boltoninn, það er versta tegund tónlistar sem hugsast getur. Og svo maður opinberi fordóma sína í eitt skipti fyrir öll, Boltoninn er bara fyrir kellingar á Barnalandi.is. Og þá meina ég kellingar.

Og kennslan gengur alveg þokkalega, nema ég hef ekki talað spænsku núna í eitt ár og hálfskammast mín að standa þarna fyrir framan nemendurna og böggla út úr mér óhroðanum. Fyrir utan það að spænskan mín er óttalegt götumál, ég reyni mitt besta til að segja ekki joder, de putísima madre, hostia og coño í öðru hverju orði. En ef þau skilja mig þá er þetta nú í lagi kannski. Og ég hef ekki minnst aftur á Foucault, en því meira á Buñuel.

Engin ummæli: