fimmtudagur, september 1

svei ... mér ... þá!

Já, svei mér þá. Ef hún Svandís hefur ekki bara gert útslagið hérna megin. Ég sem ætlaði ekki einu sinni að hugsa um borgarstjórnarkosningarnar eina agnarögn, en nú verð ég eiginlega að kjósa VG. Svandís er ekki bara frábær, heldur líka einhver skemmtilegasta og yndælasta manneskja sem ég man eftir að hafa kynnst. Svandísi sem borgarstjóra og hana nú!

---

Inngangurinn að kastljósi kvöldsins þrýsti ælunni upp í háls. "Börn eru vinnuafl framtíðarinnar." Já, við erum vinnuþrælar og útséð með að börnin okkar verði það líka. Kýlum þau endilega niður sem fyrst svo þau geri þetta almenninlega. Annars nennti ég ekki að horfa á umræðuna heldur leyfði syninum að kveikja á teiknimynd, það held ég komi okkur báðum að meira gagni en kallar að röfla. Og miklu skemmtilegra.

---

Svo er hellingur af linkum sem þarf að bæta hér inn til hliðar. En ég nenni því ekki núna. Og þið getið nagað neglur, þau ykkar sem ekki hafa enn ratað inn, og beðið þess í ofvæni að sjá hvort ég linka á ykkur eða ekki. Hinir síðustu verða frystir.

P.S. Efist nokkur um að forysta KSÍ sé alveg í lagi í kollinum ætti þetta að sannfæra þau. Og stóra spurningin: Ef Eiður verður maður leiksins gegn Króötum á laugardag, fær hann þá "forláta ryksugu"?
P.S.S. Og þó, svona til að hafa alla fyrirvara í lagi, kannski voru þetta svíadulurnar sem gáfu ryksuguna. Það kemur ekki fram í fréttinni. En ég mæli samt með því að Eiður fái ryksugu.

Engin ummæli: