miðvikudagur, september 21

titlar eru fyrir aumingja...

Bætti við blogglinkum, á þær systur Lóu og Hryssu (sem heitir víst Maja), og svo hana Ljúfu. Þær eru bara svo skemmtilegar. Annars lítið í gangi nema vinna vinna vinna vinna. Leikskóli á daginn, þýðingar kvöld og helgar, og með einhverjum herkjum (og andvökum) hefur mér tekist að undirbúa kennslu einu sinni í viku. Varð meir að segja að sleppa stjórnarfundi hugleiks um daginn vegna anna og missti þar af leiðandi af fyrsta upplestri á Jólaævintýrinu. Sem mér þykir vel skítt. Og, jú, svo var Kvikmyndamiðstöðin að veita mér styrk. Hvernig svo sem ég á að fitta því inn í líka er annað mál. En það þýðir að ég verð að fara að betla pjening frá pétri og páli til að fá styrkinn í hendurnar.

Já og svo opnaði ég nýtt blogg. Einhvern veginn verður maður að fá útrás fyrir sýniþörfina. Þetta blogg verður reyndar á spænsku (öllu má nú nafn gefa), og ég ætla að kynna þar íslenska tónlist. Jámm. Ekkert komið inn ennþá (hvernig á ég að hafa tíma til þess annars?) en ef þið viljið kíkja þá er það hér. Sá/sú sem fattar tilvitnunina í titlinum, tja, kann líklega eitthvað í spænsku.

Og enginn búinn að klukka mig ennþá. Eins gott, ég væri vís til að setja inn vandræðalega persónulega hluti og sjá eftir því það sem eftir er ævinnar.

Annars finnst mér ansi skemmtilegt að geymslan mín er smátt og smátt að fyllast af hinu og þessu misnytsamlega dóti. Mest á ég það að þakka föður mínum sem er að taka til heima í sveitinni og kemur af og til færandi hendi með eitthvað sem hann telur mig geta notað. Mesti fengurinn var auðvitað heiðblátt Clairol fótanuddtæki. Now, that brought back some memories.

Úff, ég er alveg að sobbna. Kannski ætti maður að fara að sofa, þessar andvökunætur setja mann soldið úr skorðum...

Engin ummæli: