þriðjudagur, september 6

tjamm

Jæja, kenndi fyrsta tímann í kúrsinum mínum eldsnemma í morgun. Gekk bara vel, mér tókst að blaðra heilan helling og vitnaði meir að segja í Michel Foucault. Annars held ég að ég hljóti að vera fyrsti kennarinn við Háskóla Íslands sem jafnframt vinn á leikskóla. Þessi tvö skólastig eiga sitthvað sameiginlegt, nema hvað ég vitna ekki í Foucault í leikskólanum og stúdentar fara ekki út að róla í frímínútum. Og leikskólabörn er meiri krútt en stúdentar.

Engin ummæli: