laugardagur, september 17

þunnur

Ég er svo óskaplega þunnur í dag. Stóð ásamt tveimur dásemdarstúlkum fyrir óvissudegi fyrir samstarfsfólk á leikskólanum. Eða óvissukvöldi, þar sem þetta fór auðvitað allt fram að vinnu lokinni. Eldaði meir að segja matinn oní liðið og tók þar blaðsíðu úr kokkabók bandalagsins, kjúklingur í barbikjú. Og svo var drukkið. Mikið. Og ýmsar tegundir. Bíðum nú við, þetta var: slatti af bjór, mojito, tvö staup (minnir mig) af tekíla, jarðaberjamojito. Já, og nokkrir eplasnafsar. Góð æfing fyrir magann minn. Ef foreldrar hefðu séð til okkar hefðu runnið á þá nokkuð margar grímur. Eina sem skugga setur á þessa kvöldstund er að ég er svo óskaplega hrifinn af einni stúlku, sem virðist ekki hafa mikinn áhuga á mér. Oh well, you can't have it all, I guess...

Engin ummæli: