sunnudagur, október 16

anna karina...

Anna Karina. Ædol ungra gáfumanna á sjöunda áratugnum. Fædd í Kaupmannahöfn en freistaði gæfunnar í París, þar sem hún kynntist Godard og þau urðu par. Hún lék í slatta af myndunum hans, m.a. annars þeirri sem ég er að horfa á núna í Rúv, Une femme est une femme. Reyndar segja margir að myndir Godard með Önnu Karinu séu að einhverju marki ástaróðar hans til hennar, og líklega má lýsa Une femme... þannig líka. Myndin er alveg fín, kannski ekki besta Godard-myndin en ein af þeim skemmtilegri. Sagan er óttalegt bull, myndin er aðallega Godard að leika sér með formið og myndmálið með aðstoð Raoul Coutards, kvikmyndatökumanns. Lúkkar æðislega, leikur sér mikið með grunnlitina, sérstaklega bláan og rauðan. Mjög sixtís. Og svo er hann að sýna kærustuna sína. Og Anna Karina stendur alveg undir því. Hún gerði reyndar fleira en að vera kærasta Godards, vann sem módel og söngkona, telst til hinna svokölluðu "ye-ye" söngkvenna. Hér er m.a. eitt lag þar sem Anna Karina syngur dúett með Jean Claude Rialy, sem leikur einmitt kærastann hennar í Une femme... Lagið er eftir Serge Gainsbourg.

Jean-Claude Brialy et Anna Karina - Ne dis rien

Engin ummæli: