föstudagur, október 7

Einn sit ég og baka
í litlu eldhúsi
ein gin kemur að sjá mig
og þá verður nú stuð


Þá er komið að því. Morgundagurinn verður síðasti vinnudagurinn á leikskólanum. Á mánudag tekst ég á við nýja vinnu. Þar verða engin börn. Hugurinn er blendinn, bæði saknar maður barnanna og svo er frábært starfsfólk að vinna þarna. Og þetta er djammglaðasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Og skemmtileg djömm, mikið drukkið og skemmt sér, enginn fer á trúnó eða úthúðar neinum, bara stuð og læti. En af því að ég er að hætta sit ég sveittur og baka þetta gúmmelaði hér sem samstarfsfólkinu bráðum fyrrverandi verður boðið upp á á morgun. Eins óhollt, sykursýkishvetjandi, kólesterólaukandi og magapínuvaldandi og mögulegt er. Annars er magnað hvernig tvö fremur ógeðfelld element svona ein og sér verða bragðgóð þegar þeim er blandað saman. Eins og smjör og flórsykur. Það er nú heimspeki dagsins.

Engin ummæli: