föstudagur, október 7

gregeríur

Varríus bað (kurteislega?) um skýringar á þessum gregeríum um daginn. Þetta er bókmenntategund fundin upp af spænska rithöfundinum Ramón Gómez de la Serna. Fæddur í Madrid 1888, samtíðarmaður Dali, Buñuel og Lorca og flæktist í sömu kreðsum. Serna fann þetta upp í einhverju fikti snemma á síðustu öld og birti gregeríur m.a. í dagblöðum og bókum fram eftir öldinni. Oftast skilgreindar sem "húmorískar metafórur" og svipar oft til súrrealisma, t.d. í frjálslegum og óvæntum tengingum og myndmáli. Serna kom þó á undan súrrealismanum og hafði áhrif á m.a. Buñuel. Margar af þessum gregeríum byggja á orðaleikjum sem er ómögulegt að þýða.

Annars hafa hlið helvítis verið opnuð aftur, og fagna því allar góðar vættir.

Engin ummæli: