miðvikudagur, október 5

greguerías

Fiðluboginn saumar, eins og nál með tvinna, nótur og sálir, sálir og nótur

* * *

Skáldið nærir sig á tunglkökum

* * *

Hækur eru ljóðræn símskeyti

* * *

Það mikilvægasta við lífið er að hafa ekki dáið

* * *

Tunglið og sandurinn elskast af ofsa

* * *

Byggingarlist snævarins er alltaf í gotneskum stíl

* * *

Hjólreiðamaðurinn er blóðsuga hraðans

* * *

{}
Kossinn er ekkert innan slaufusviga

* * *

Skáldið horfði svo mikið í himininn að hann fékk ský í augað

* * *

Þetta var einn af þessum dögum þegar vindurinn vildi tala

* * *

Svefninn er lítið sýnishorn sem dauðinn gefur okkur svo við eigum auðveldara með að lifa

* * *

Óperan er sannleikur lyginnar og kvikmyndin lygi sannleikans

* * *

Gíraffinn er hestur sem lengdist af forvitni

* * *

Eru draumarnir nýir, eða höfum við átt þá frá fornu fari?

* * *

Feimnin er eins og illa saumuð jakkaföt

* * *

Hálft tungl setur nóttina innan sviga

* * *

Hann var bitinn af ufsagrýlu og dó í framhaldi af því

* * *

Síminn er vekjaraklukka hinna vakandi

* * *

Þegar við höfum dæmt fluguna til dauða er eins og hún taki eftir því og hverfi

* * *

Kvöldskýin nota tækifærið og þerra upp blóð sitt og detta eins og notaðir bómullarhnoðrar í ruslafötuna hinum megin á jarðarhvelinu

* * *

Súpan er bað lystarinnar

* * *

Blöðrur barnanna líða um göturnar dauðar úr hræðslu

* * *

Hart brauð er eins og nýfæddur steingerfingur

* * *

Skaparinn geymir lyklana að öllum nöflunum

* * *

Bensínið er reykelsi menningarinnar

* * *

Pannan er spegill spældra eggja

* * *

Læknisfræðin býðst til að finna lækningu innan tíu ára fyrir þá sem eru að deyja þessa stundina

* * *

Snjórinn slokknar í vatninu

* * *

Rykið er fullt af gömlum og gleymdum hnerrum

* * *

Að láta sér leiðast er að kyssa dauðann

* * *

Kossinn er hungur í ódauðleikann

* * *

Fiskurinn er alltaf séður frá hlið

* * *

Náttúran er sorgleg. Hefurðu séð einhvern hlægja að tré?

* * *

Sekkjapípan syngur með nefinu

* * *

Koss er aldrei í eintölu


(Ramón Gómez de la Serna)

Engin ummæli: