laugardagur, október 22

nagg og nöldur

RÚV var alveg að toppa það í kvöld með þessari fasísku áróðursmynd úr rassgati Disney. Meira helvítið sem þessir amríkanar geta blygðunarlaust borið svona áróður á borð, og það í líki barnamyndar! Æjá, það er svo frábært að fara í herinn og læra að hlýða og skjóta fólk.
---
Annars eru blöðin einhvern veginn að fyllast af fréttum af barnaníðingum og dómum yfir þeim. Þetta er nóg til að fyllast þunglyndi. Sérstaklega var ein frétt, af einhverjum dela sem hafði misnotað stjúpdóttur sína margoft á margra ára tímabili. Og hver haldið að hafi skilað séráliti í Hæstarétti og taldi málið ósannað? Eru hæstaréttardómarar nokkuð æviráðnir? Er ekki örugglega hægt að bola svona skoffíni burt einhvern tímann?
---
En líka jákvætt. Mér tókst að koma drengnum mínum á bragðið með Monty Python, einhvern tímann þegar hann fann ekkert til að horfa á sótti ég gamlar python-spólur upp í hillu og honum fannst þetta mikið fyndið. Sem er ekki skrýtið. Og við horfðum saman á Meaning of Life, sú mynd versnar ekkert með árunum, þvert á móti. Ég var samt búinn að gleyma því að hún er nú þokkalega gróf á köflum, en ég held að piltinum hafi ekki orðið neitt meint af (hann er níu ára). Og við hlógum mikið. Honum fannst gubbuatriðið sérstaklega fyndið.

Engin ummæli: