laugardagur, október 1

setning dagsins

"They're havin' a born-again bingo or somethin', so I tough' I migh' jus' bob ou'"
Fór semsagt í bíó í gær. "My Summer of Love", sem var sæt og skemmtileg mynd um ástarsamband tveggja unglingsstúlkna í Jórvíkurskíri. Bróðir annarrar þeirra er trúarnöttari og hefur breytt barnum sem þau erfðu eftir foreldra sína í "spiritual center", hence the sentence above. Fór líka á austurríska mynd um lúser með spilafíkn. Hún var ekkert að grípa mig neitt rosalega, en það voru samt góðir punktar. Já, kvikmyndahátíð í garð gengin og aldrei þessu vant á ég pjening til að eyða í hana. Gaman gaman. Í kvöld ætla ég á Tarnation, og svo reyni ég að mjatla mig inn á nokkrar í viðbót í vikunni, svona inn á milli jólaævintýrisæfinga og þýðinga.

Engin ummæli: