miðvikudagur, nóvember 30

og sjötta spurning

Spurt er um leikstjóra og kvikmynd. Hann vakti fyrst athygli á Vesturlöndum með þessari mynd sinni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 1950. Hann var þó búinn að gera allnokkrar myndir fram að því í heimalandi sínu. Myndin er byggð á sögu sem var þekkt í heimalandi leikstjórans, og hefur leikrit byggt á þessari sömu sögu verið sett á svið í Þjóðleikhúsinu. Fyrir nokkrum árum var einnig gerð kvikmynd í Hollywood sem byggði á kvikmyndinni. Og nú ætti einhver að kveikja...

þriðjudagur, nóvember 29

spurt er um leikstjóra

Já, nenni ekki að finna neitt annað blogga um. Svo áfram með getraunir.

Og spurt er um leikstjóra: Hann lék í og leikstýrði fjöldanum öllum af þöglum myndum. Lék líka í nokkrum talmyndum, en leikstýrði ekki neinni slíkri.

sunnudagur, nóvember 27

og svona til að halda sér inni í gáfulegu umræðunni

Ég þekkti Geirlaug Magnússon ekki neitt, sá hann aldrei nema á myndum og hef lesið í mesta lagi eitt ljóð eftir hann. Og man ekki einu sinni hvernig það var. Svona er maður mikill búri.

föstudagur, nóvember 25

barfly

Jájájá. Sigga þorskaþjálfi hafði það rétt. Snjöll stelpa. Og Skarpi minn, ég hef fulla trú á þér. Þetta var semsagt auðvitað og vitaskuld Barfly. Mikil snilldarmynd. Önnur eftirminnileg setning úr þeirri mynd: "To all my friends...!", sem kom fyrir ansi oft.

Og ég er Gandálfur

Which Fantasy/SciFi Character Are You?

3. vísbending

Sú síðasta var frekar obskjúr, svo hér kemur eitthvað sem allir ættu að þekkja sem hafa séð myndina. Í myndinni kemur m.a. fyrir þetta samtalsbrot:
"Don't you just hate people?"
"Oh, I don't know, but I seem to feel better when they're not around"

Og hvað heitir svo myndin?

2. vísbending

Og enn er spurt um kvikmynd. Leikstjóri myndarinnar fæddist í Íran og hefur gert kvikmynd í Kólombíu.

fimmtudagur, nóvember 24

og fjórða spurning

Spurt er um kvikmynd. Hún var byggð á smásögu eftir þekktan rithöfund, og er sagt að sagan, ásamt flestum sögum þess höfundar, sé meira eða minna byggð á hans eigin lífi. Það mætti reyndar líka halda að leikari myndarinnar hafi að einhverju leyti tekið persónuna sem hann lék til fyrirmyndar í lífi sínu.

meira bíó

Jæja, við skulum sjá hvert við komumst með bíógetraunina.

3. spurning: Spurt er um mynd og leikstjóra. Þegar myndin var frumsýnd fyllti leikstjórinn vasa sína af grjóti (að eigin sögn) og beið bak við tjaldið, tilbúinn til að grýta áhorfendur ef þeir skyldu gera aðsúg að honum.

þriðjudagur, nóvember 22

önnur spurning

Arngrímur kominn með stig, þannig að það er best að halda áfram. Nú höldum við Evrópumegin við Atlantsála.

Spurt er um kvikmynd og leikstjóra.

1. vísbending: Í myndinni drepur kona eiginmann sinn með því að berja hann í hausinn með kjötlæri.

í getraunum að gamna sér

Allir með getraunir í gangi, og ekki má ég minni maður vera. Sjá hvort maður fær einhver viðbrögð. Það er ofgnótt af bókagetraunum, ég veit ekkert um orkusögu, en eitthvað um bíómyndir, svo hér er bíómyndagetraun.

1. spurning

Í hvaða mynd koma þessi samskipti fyrir?
"You can see now?"
"Yes. I can see now"


Þetta er reyndar alltof létt.

mánudagur, nóvember 21

ahbú

já, leikritið frumsýnt og maður í einhverju limbói þessa dagana. Skásta við þetta er að nú gefst tími til að sinna því sem hefur þurft að sitja á hakanum að undanförnu, eins og að fara yfir verkefni nemenda minna (ekki seinna vænna) og annað eftir því. Jólaævintýrið heldur samt áfram til áramóta og þar sem ég er ekki enn búinn að fá mig sullfaddan af því leikriti og fólkinu í hópnum, þá hugsa ég bara til þess með tilhlökkun. Fyrir nú utan það að ég held ég geti örugglega leikið betur en ég hef verið að gera hingað til (sem er engin afsökun fyrir því að sjá ekki leikritið, það er hreint ótrúlega skemmtilegt og þið getið alveg þolað smá aulahroll þessar fáu mínútur sem ég er á sviðinu. Fyrir nú utan það að það fer að verða uppselt á helling af sýningum). Og nú er komin gagnrýni, bæði í mogganum og á netinu og alveg erum við í skýjunum með þetta allt saman.

Mest fannst mér þó gaman að fá viðbrögð frá syni mínum. Ég er nú búinn að drösla honum með mér á ófáar æfingarnar þannig að hann hefur fengið að sjá verkið verða til smátt og smátt (og þurft að sitja undir löngum söngæfingum, af ótrúlegri þolinmæði). Hann var að raula vikivakann með sjálfum sér í dag þegar hann sat og teiknaði, og trúði mér fyrir því að hann væri kominn með æði fyrir sænsku! Svona fer þegar sænskir prímadonnudraugar fá að fara sínu fram.

föstudagur, nóvember 18

koppakerling

Jólaævintýrið heldur áfram, frumsýning á morgun og spenningur í mannskapnum (það eru enn lausir miðar á frumsýningu! ). Diskurinn er í þann veginn að koma út og lög farin að heyrast í útvarpi meir að segja. Öðruvísi mér áður brá. Og hér kemur sýnishorn:

Ebeneser "Skröggur" Friðriksson, stórbóndi á Grafarbakka í ónefndri sveit, vaknar upp við vondan draum í lokrekkju sinni. Til hans er komin Ragnheiður, sem áður var ráðskona hans og stundum hjásvæfa. Sem væri ekki skrýtið nema vegna þess að 7 árum áður lasnaðist hún svo heiftarlega að hún dó. Og hún varar Ebeneser við og segir að til hans komi 3 draugar sem ætli að sýna honum... æi, ég nenni ekki að útskýra þetta. Komiði bara að sjá sýninguna.
Söngur Ragnheiðar

fimmtudagur, nóvember 10

nú er kominn tími til að plögga, Ebenezer...

Já, plöggtíminn er upprunninn. Eftir rétt rúma viku verður Jólaævintýri Hugleiks frumsýnt, nánar tiltekið laugardaginn 19. nóvember kl. 20 í Tjarnarbíó. Sýningar verða svo fram að áramótum. Fyrir alla fjölskylduna, og frítt fyrir börn á grunnskólaaldri í fylgd með fullorðnum. Smellið á myndina hérna fyrir neðan! Lesið dagbókina! Og bráðum verður hægt að kaupa diskinn! Jibbíkóla...


fimmtudagur, nóvember 3

svo er nú það

Ég tek voða sjaldan þátt í gáfulegum umræðum á netinu, eins og hjá Hreini og Norðanáttinni og svona hér og þar. Þótt ég hafi ég alveg óskaplegan áhuga á svona speki. Og ég var að uppgötva ástæðuna: ég er bara aðeins of hallærislegur í smekk og hugsun til að passa inn í svona kreðsur. Dæmi: sá auglýsingu í dag um að nú ætti að fara að gefa Ísfólksbækurnar út í nýrri þýðingu Snjólaugar Bragadóttur frá Skáldalæk (sem er auðvitað flottasta skáldkonuheiti evver), og ég hugsa að ég kaupi alla vega nokkrar. Ég var nefnilega húkkt á Ísfólkinu og las þær allar. Allavega tvisvar, ef ég man rétt. En þýðingarnar voru hræðilegar. Og nú, af því að skáldalækurinn fær að renna um lindir lífsins (eða hvað þetta hét) þá verður gaman að sjá hvernig útkoman verður. Jájá.

Og svo kíkti ég á batsjélorinn í fyrsta sinn um daginn. Bjóst við hinu versta, en eiginlega, sko, fannst mér þetta nú bara soldið sætt. Það sem var hallærislegt og vont var öll umgjörðin, en fólkið sjálft var bara... svona fólk. Sem var fínt. Eins með Ástarfleyið. Glápti á það áðan og fannst strax jákvætt að þetta var allt frekar eðlilegt fólk, sumir soldið þybbnir og svona. Og fannst þetta eiginlega bara sætt. Eða þangað til Valdimar Örn opnaði munninn. Hann mætti gera meira af því að leika sterku þöglu týpuna.

Og talandi um Ástarfleyið. Eitt af inntökuskilyrðunum var að vera hress. Hvers eigum við feimna og félagsfælna fólkið að gjalda? Hvernig væri nú að hafa Ástarfley fyrir félagsfælna og feimna? Í umsjá Aki Kaurismaki.