mánudagur, nóvember 21

ahbú

já, leikritið frumsýnt og maður í einhverju limbói þessa dagana. Skásta við þetta er að nú gefst tími til að sinna því sem hefur þurft að sitja á hakanum að undanförnu, eins og að fara yfir verkefni nemenda minna (ekki seinna vænna) og annað eftir því. Jólaævintýrið heldur samt áfram til áramóta og þar sem ég er ekki enn búinn að fá mig sullfaddan af því leikriti og fólkinu í hópnum, þá hugsa ég bara til þess með tilhlökkun. Fyrir nú utan það að ég held ég geti örugglega leikið betur en ég hef verið að gera hingað til (sem er engin afsökun fyrir því að sjá ekki leikritið, það er hreint ótrúlega skemmtilegt og þið getið alveg þolað smá aulahroll þessar fáu mínútur sem ég er á sviðinu. Fyrir nú utan það að það fer að verða uppselt á helling af sýningum). Og nú er komin gagnrýni, bæði í mogganum og á netinu og alveg erum við í skýjunum með þetta allt saman.

Mest fannst mér þó gaman að fá viðbrögð frá syni mínum. Ég er nú búinn að drösla honum með mér á ófáar æfingarnar þannig að hann hefur fengið að sjá verkið verða til smátt og smátt (og þurft að sitja undir löngum söngæfingum, af ótrúlegri þolinmæði). Hann var að raula vikivakann með sjálfum sér í dag þegar hann sat og teiknaði, og trúði mér fyrir því að hann væri kominn með æði fyrir sænsku! Svona fer þegar sænskir prímadonnudraugar fá að fara sínu fram.

Engin ummæli: