föstudagur, nóvember 18

koppakerling

Jólaævintýrið heldur áfram, frumsýning á morgun og spenningur í mannskapnum (það eru enn lausir miðar á frumsýningu! ). Diskurinn er í þann veginn að koma út og lög farin að heyrast í útvarpi meir að segja. Öðruvísi mér áður brá. Og hér kemur sýnishorn:

Ebeneser "Skröggur" Friðriksson, stórbóndi á Grafarbakka í ónefndri sveit, vaknar upp við vondan draum í lokrekkju sinni. Til hans er komin Ragnheiður, sem áður var ráðskona hans og stundum hjásvæfa. Sem væri ekki skrýtið nema vegna þess að 7 árum áður lasnaðist hún svo heiftarlega að hún dó. Og hún varar Ebeneser við og segir að til hans komi 3 draugar sem ætli að sýna honum... æi, ég nenni ekki að útskýra þetta. Komiði bara að sjá sýninguna.
Söngur Ragnheiðar

Engin ummæli: