fimmtudagur, nóvember 3

svo er nú það

Ég tek voða sjaldan þátt í gáfulegum umræðum á netinu, eins og hjá Hreini og Norðanáttinni og svona hér og þar. Þótt ég hafi ég alveg óskaplegan áhuga á svona speki. Og ég var að uppgötva ástæðuna: ég er bara aðeins of hallærislegur í smekk og hugsun til að passa inn í svona kreðsur. Dæmi: sá auglýsingu í dag um að nú ætti að fara að gefa Ísfólksbækurnar út í nýrri þýðingu Snjólaugar Bragadóttur frá Skáldalæk (sem er auðvitað flottasta skáldkonuheiti evver), og ég hugsa að ég kaupi alla vega nokkrar. Ég var nefnilega húkkt á Ísfólkinu og las þær allar. Allavega tvisvar, ef ég man rétt. En þýðingarnar voru hræðilegar. Og nú, af því að skáldalækurinn fær að renna um lindir lífsins (eða hvað þetta hét) þá verður gaman að sjá hvernig útkoman verður. Jájá.

Og svo kíkti ég á batsjélorinn í fyrsta sinn um daginn. Bjóst við hinu versta, en eiginlega, sko, fannst mér þetta nú bara soldið sætt. Það sem var hallærislegt og vont var öll umgjörðin, en fólkið sjálft var bara... svona fólk. Sem var fínt. Eins með Ástarfleyið. Glápti á það áðan og fannst strax jákvætt að þetta var allt frekar eðlilegt fólk, sumir soldið þybbnir og svona. Og fannst þetta eiginlega bara sætt. Eða þangað til Valdimar Örn opnaði munninn. Hann mætti gera meira af því að leika sterku þöglu týpuna.

Og talandi um Ástarfleyið. Eitt af inntökuskilyrðunum var að vera hress. Hvers eigum við feimna og félagsfælna fólkið að gjalda? Hvernig væri nú að hafa Ástarfley fyrir félagsfælna og feimna? Í umsjá Aki Kaurismaki.

Engin ummæli: