laugardagur, desember 10

dagurinn

Dagurinn hófst á snjórnarfundi Hugleiks. "Ert þú í stjórn Hugleiks?" spurði sonur minn þegar ég útskýrði fyrir honum hvert ég þyrfti að fara. "Er það svona eins og Jedi Council?" "Já, eiginlega eitthvað í þá áttina" svaraði ég. Annars var stjórnarfundurinn hinn skemmtilegasti, Silja útbjó bakkelsi af stakri snilld og líflegar umræður um framtíð og nútíð. Þetta verður allt alveg djöfull spennandi, hvað sem verður.

Og svo sýning. Ein sú besta hingað til, held ég bara. Kraftur í fólki og salurinn í góðu stuði. Og einhverjir gagnrýnendur, mér skilst að allavega einn þeirra hafi lyppast niður í gólfið af hlátri svo við eigum bara von á góðu. Og tónskáldið heilsaði upp á mig eftir sýningu, svona hitta-manneskjuna-á-bakvið-bloggið stund. Afar skemmtilegt. Hvet bloggvini eindregið til að heilsa ef þeir villast á sýningu.

Engin ummæli: